Timbursalinn kominn í opið úrræði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 11:43 Páll Jónsson er kominn á Kvíabryggju eftir fimmtán mánaða dvöl á Hólmsheiði. Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði. Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Fleiri fréttir Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Sjá meira
Páll hlaut þyngsta dóminn af mönnunum fjórum sem sakfelldir voru í málinu. Landsréttur stytti í gær dóma þeirra allra. Auk Páls hlutu Birgir Halldórsson, Jóhannes Páll Durr og Daði Björnsson fimm til sex ára fangelsisvist fyrir sína aðild að málinu, sem er stærsta fíkniefnamál sem upp hefur komið hér á landi. Hundrað kíló af kókaíni voru falin falin í timburdrumbum sem mennirnir fluttu inn frá Brasilíu í gegnum fyrirtæki Páls, Hús og Harðvið. Efnin voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi í ágúst í fyrra. Lýsti dvölinni á Hólmsheiði sem óbærilegri Mennirnir höfðu haldið því fram að þeir höfðu ekki verið meðvitaðir um hversu mikið kókaín þeir hafi verið að flytja til landsins. Landsréttur mat það ótrúverðugt í ljósi umfangs flutningsins og kostnaðarins við hann. Páll hefur setið inni í fangelsinu á Hólmsheiði síðan málið kom upp og hefur ekki látið vel af þeirri dvöl. Í viðtali á Vísi í sumar lýsti hann dvölinni sem óbærilegri og sagðist vera meira og minna í einangrun. „Þetta er öryggisfangelsi. Ég er algjörlega lokaður frá öllu. Ég get hringt, og ég get komist inn á Skype, sem ég geri ekki, tvisvar í viku skilst mér. Annars er þetta eins einangrað og hægt er,” sagði Páll. Páll hefur barist fyrir því að komast í opið úrræði og í vikunni var hann fluttur í opna fangelsið á Kvíabryggju. Það staðfesti Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður hans, eftir að dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Fangelsið á Kvíabryggju.Vísir „Hann er búinn að vera við erfiðar aðstæður á Hólmsheiðinni, þar sem lítill kostur er á virkni og slíku,” segir Sveinn. Hann hefur verið að kúldrast niður alla tíð síðan hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald en núna er hann komið í opið úrræði og þá er lífið skárra. Fangelsið á Kvíabryggju er á Grundarfirði. Opið úrræði felst í að hvorki eru rimlar fyrir gluggum né hefðbundnir fangaklefar og eru fangarnir frjálsari en á Litla hrauni og á Hólmsheiði. Þar er góð aðstaða til vinnu og líkamsræktar. Segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum Sveinn segist hafa búist við lækkun á dómnum en hafði vonast til að hann yrði meiri en raun bar vitni. „Ég var að vonast til að þetta færi niður úr tíu árum yfir í átta, en Landsréttur ákvað að fara niður í níu ár. Það er svona almennt ákall í kerfinu að menn fari að tempra niður þessa fíkniefnadóma. Þetta er kannski skref í þá átt.” Sveinn Andri segir ákall um lægri dóma í fíkniefnamálum.Vísir/Sigurjón Þá segir Sveinn að honum þyki óeðlilegt að Páll hafi fengið hærri dóm en hinir mennirnir. Til greina komi að sækja málið lengra. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir fjórir komnir í opið úrræði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fangelsismál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Erlent Fleiri fréttir Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Sjá meira
Fá vægari dóm í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Sakborningar í stóra kókaínmálinu svokallaða fengu vægari dómara í Landsrétti í dag en þeir höfðu fengið í héraðsdómi. Þyngsta refsingin var stytt úr tíu árum í níu 24. nóvember 2023 14:17