„Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 09:01 Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir tjáði sig um örlög hinnar sænsku Emiliu Brangefält. Instagram/@emiliabrangefalt/@eddahannesd Örlög ungrar sænskrar íþróttakonu á dögunum sýnir það svart að hvítu hvað er það versta sem getur gerst þegar íþróttafólk lendir í miklu mótlæti og missir móðinn. Þá er mikilvægt að það sé til staðar kerfi sem hugsar vel um íþróttafólkið á öllum tímum og ekki síst andlega hlutann þegar mótlætið í mikið og engin leið virðist fær út úr svartnættinu. Fréttin af hræðilegum örlögum hinnar sænsku Emiliu Brangefält er víti til varnaðar. Utanvegahlauparinn átti frábært ár 2022 en lendi í meiðslum og erfiðleikum á þessu ári. Hún endaði á því að taka sitt eigið líf. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur heldur betur kynnst mótlæti á síðustu árum en meiðsladraugurinn hefur elt hana nær stanslaust í tvö ár. Þekkir þetta á eigin skinni Guðlaug Edda er enn á ný að tjasla sér saman eftir meiðsli og er að reyna að hefja aftur æfingar fyrir sína krefjandi íþrótt. Hún þekkir því meiðsli og mótlæti á eigin skinni. Edda skrifar um fréttina af Emiliu Brangefält á Instagram síðu sinni og vekur þar athygli á mikilvægi þess að einhver grípi íþróttafólkið á svona erfiðum tímum. „Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann. Þetta er enn ein áminningin um það hversu mikilvægt það er fyrir okkur á Íslandi að koma á fót afreksmiðstöð sem getur gripið íþróttafólk í sambærilegri stöðu og hjálpað því strax,“ skrifar Guðlaug Edda. „Þess vegna langar mig að hvetja ykkur öll til að halda áfram að styðja við hugmyndir þeirra í afrekssviði um bætta umgjörð og aukið fjármagn inn í afreksíþróttir,“ skrifar Edda. Hún sjálf hefur verið lengi baráttukona fyrir betri umfjörð fyrir íslenskt afreksfólk. Sorgmædd „Ég er sorgmædd að lesa um hennar mál og hvernig fór en þetta er lærdómur fyrir okkur öll að hugsa um annað fólk af væntumþykju og virðingu því við vitum ekki hvað liggur að baki. Enginn á skilið að líða eins og sænsku stelpunni sem sá ekki aðrar leið út vegna þess að hún fékk ekki þá hjálp sem hún hefði þurft á að halda,“ skrifar Edda. Hún viðurkennir að þetta mál sé öfgafullt dæmi en samt mikilvægur lærdómur. „Það er auðvelt sem afreksíþróttamaður/kona að tengjast ferlinum og íþróttinni sterkum tilfinningaböndum. Svo sterkum að maður sér ekkert annað en íþróttina því maður þekkir ekki lífið án íþrótta,“ skrifar Edda meðal annars. Hljóma örugglega ótrúlega dramatísk „Ég veit ég hljóma örugglega ótrúlega dramatísk en það er allt í lagi. Mér finnst mikilvægt að segja eitthvað því ég er með þennan platform og rödd og þetta skiptir mig máli,“ skrifar Edda. „Ég held að það sé gott að þessu sé varpað út í íþróttasamfélagið til umræðu og eina af ástæðunum fyrir mikilvægi aukins stuðnings í afreksíþróttum á Íslandi,“ skrifar Edda. „Í afreksíþróttum eru íþróttir ekki lengur áhugamálið þitt heldur líka vinnan þín. Við erum mörg að æfa kannski upp í fimm klukkustundir á dag, plús tíminn sem fer að hugsa um endurhæfingu, næringu, svefn og annað sem tengist inn í ferlið. Það er óhjákvæmilegt að lífið snúist að miklu leyti í kingum æfingar og keppnir,“ skrifar Edda. „Ef það er tekið frá þér og ekkert grípur þig til að hjálpa þeir að ‚cope', getur það haft mikil áhrif á sálina. Það eru forréttindi að fá tækifæri að stunda íþróttir á svona háu stigi og keppa fyrir landið sitt en það er svo mikilvægt að það sé sterkur stuðningur og bakland með,“ skrifar Edda eins og sjá má á þessum skjáskotum hér fyrir neðan. Edda sjálf á skilið mikið hrós fyrir að þora og vilja tjá sig um mikilvæg málefni á opinberum vettvangi. Hún hefur farið í fararbroddi í baráttunni fyrir betri aðstöðu fyrir okkar besta íþróttafólk að elta metnaðarfull markmið sín. Meiðslin hafa gert henni erfitt fyrir en vonandi eru bjartari tímar framundan. @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Frjálsar íþróttir Þríþraut Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Þá er mikilvægt að það sé til staðar kerfi sem hugsar vel um íþróttafólkið á öllum tímum og ekki síst andlega hlutann þegar mótlætið í mikið og engin leið virðist fær út úr svartnættinu. Fréttin af hræðilegum örlögum hinnar sænsku Emiliu Brangefält er víti til varnaðar. Utanvegahlauparinn átti frábært ár 2022 en lendi í meiðslum og erfiðleikum á þessu ári. Hún endaði á því að taka sitt eigið líf. Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur heldur betur kynnst mótlæti á síðustu árum en meiðsladraugurinn hefur elt hana nær stanslaust í tvö ár. Þekkir þetta á eigin skinni Guðlaug Edda er enn á ný að tjasla sér saman eftir meiðsli og er að reyna að hefja aftur æfingar fyrir sína krefjandi íþrótt. Hún þekkir því meiðsli og mótlæti á eigin skinni. Edda skrifar um fréttina af Emiliu Brangefält á Instagram síðu sinni og vekur þar athygli á mikilvægi þess að einhver grípi íþróttafólkið á svona erfiðum tímum. „Í svona stöðu verður eitthvað að grípa mann. Þetta er enn ein áminningin um það hversu mikilvægt það er fyrir okkur á Íslandi að koma á fót afreksmiðstöð sem getur gripið íþróttafólk í sambærilegri stöðu og hjálpað því strax,“ skrifar Guðlaug Edda. „Þess vegna langar mig að hvetja ykkur öll til að halda áfram að styðja við hugmyndir þeirra í afrekssviði um bætta umgjörð og aukið fjármagn inn í afreksíþróttir,“ skrifar Edda. Hún sjálf hefur verið lengi baráttukona fyrir betri umfjörð fyrir íslenskt afreksfólk. Sorgmædd „Ég er sorgmædd að lesa um hennar mál og hvernig fór en þetta er lærdómur fyrir okkur öll að hugsa um annað fólk af væntumþykju og virðingu því við vitum ekki hvað liggur að baki. Enginn á skilið að líða eins og sænsku stelpunni sem sá ekki aðrar leið út vegna þess að hún fékk ekki þá hjálp sem hún hefði þurft á að halda,“ skrifar Edda. Hún viðurkennir að þetta mál sé öfgafullt dæmi en samt mikilvægur lærdómur. „Það er auðvelt sem afreksíþróttamaður/kona að tengjast ferlinum og íþróttinni sterkum tilfinningaböndum. Svo sterkum að maður sér ekkert annað en íþróttina því maður þekkir ekki lífið án íþrótta,“ skrifar Edda meðal annars. Hljóma örugglega ótrúlega dramatísk „Ég veit ég hljóma örugglega ótrúlega dramatísk en það er allt í lagi. Mér finnst mikilvægt að segja eitthvað því ég er með þennan platform og rödd og þetta skiptir mig máli,“ skrifar Edda. „Ég held að það sé gott að þessu sé varpað út í íþróttasamfélagið til umræðu og eina af ástæðunum fyrir mikilvægi aukins stuðnings í afreksíþróttum á Íslandi,“ skrifar Edda. „Í afreksíþróttum eru íþróttir ekki lengur áhugamálið þitt heldur líka vinnan þín. Við erum mörg að æfa kannski upp í fimm klukkustundir á dag, plús tíminn sem fer að hugsa um endurhæfingu, næringu, svefn og annað sem tengist inn í ferlið. Það er óhjákvæmilegt að lífið snúist að miklu leyti í kingum æfingar og keppnir,“ skrifar Edda. „Ef það er tekið frá þér og ekkert grípur þig til að hjálpa þeir að ‚cope', getur það haft mikil áhrif á sálina. Það eru forréttindi að fá tækifæri að stunda íþróttir á svona háu stigi og keppa fyrir landið sitt en það er svo mikilvægt að það sé sterkur stuðningur og bakland með,“ skrifar Edda eins og sjá má á þessum skjáskotum hér fyrir neðan. Edda sjálf á skilið mikið hrós fyrir að þora og vilja tjá sig um mikilvæg málefni á opinberum vettvangi. Hún hefur farið í fararbroddi í baráttunni fyrir betri aðstöðu fyrir okkar besta íþróttafólk að elta metnaðarfull markmið sín. Meiðslin hafa gert henni erfitt fyrir en vonandi eru bjartari tímar framundan. @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd @eddahannesd Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Frjálsar íþróttir Þríþraut Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira