„Við erum ekkert alveg búin með þennan atburð“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:57 Erlendir blaðamenn virða fyrir sér sprunguna stóru í Grindavík. vísir/Vilhelm Jarðskjálftahviða var á kvikuganginum á Reykjanesi um miðnætti og segir jarðskjálftafræðingur það til marks um að enn sé kvika á hreyfingu í kvikuganginum. Ljóst sé að atburðinum sé ekki lokið. Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira