„Við erum ekkert alveg búin með þennan atburð“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:57 Erlendir blaðamenn virða fyrir sér sprunguna stóru í Grindavík. vísir/Vilhelm Jarðskjálftahviða var á kvikuganginum á Reykjanesi um miðnætti og segir jarðskjálftafræðingur það til marks um að enn sé kvika á hreyfingu í kvikuganginum. Ljóst sé að atburðinum sé ekki lokið. Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira