„Við erum ekkert alveg búin með þennan atburð“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:57 Erlendir blaðamenn virða fyrir sér sprunguna stóru í Grindavík. vísir/Vilhelm Jarðskjálftahviða var á kvikuganginum á Reykjanesi um miðnætti og segir jarðskjálftafræðingur það til marks um að enn sé kvika á hreyfingu í kvikuganginum. Ljóst sé að atburðinum sé ekki lokið. Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. Einn skjálfti mældist þrír að stærð en sá var á fimm kílómetra dýpi rétt norður af Hagafelli. Engin merki eru um gosóróa. Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir hrinuna hafa verið stutta en þó kröftuga. „Við teljum að þetta sé til marks um að það er enn þá kvika á hreyfingu í kvikuganginum, á þeim stað sem við erum alltaf að nefna fyrir miðjum ganginum. Þetta þetta er líka til marks um að það er aukinn þrýstingur á þessu svæði og við erum ekkert alveg búin með þennan atburð,“ segir Kristín. Ekki sé hægt að útiloka gos á meðan enn er flæði inn í kvikuganginn. Kristín segir ólíklegt að Grindvíkingar komist heim fyrir jól miðað við stöðuna í dag. „Miðað við virknina og þennan stóra atburð þá held ég að við séum alveg að tala um að það verði óvissa áfram alveg næstu vikurnar að minnsta kosti,“ segir Kristín en það sé þó í höndum Almannavarna að ákveða hvenær Grindvíkingar fái að snúa aftur heim. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi stuðningsaðgerðir, til þriggja mánaða, til að mæta húsnæðisþörfum Grindvíkinga. Talið er að um 700 einstaklingar eða um 200 fjölskyldur þurfi húsnæði fyrir áramót. Leitað hefur verið til leigufélaganna Bríetar og Bjargs sem hafa auglýst eftir íbúðum. Rennur sá frestur út í hádeginu á fimmtudag og í kjölfarið verður farið yfir tilboð. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Grindvíkingar fái heimili fyrir jólin. Við vorum búin að kanna það í undirbúningnum að þessar íbúðir væru til og það er til umtalsverður fjöldi af íbúðum í söluferli og ýmsir aðilar sem hafa haft samband og boðið þær fram,“ segir Sigurður Ingi. Vinna sé í fullum gangi og verið sé að skoða hvernig hægt verði að tryggja jafnræði og aðra þætti. „Þetta mun skýrast á næstu dögum og er við að vinna á fullu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira