Sara Sigmunds komin alla leið til Ástralíu en getur ekki keppt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 08:30 Sara Sigmundsdóttir verður að draga sig út úr mótinu sem hún var búin að ferðast hálfan hnöttinn til að keppa á. @sarasigmunds Ekkert verður að því að Sara Sigmundsdóttir keppi á Down Under Championship CrossFit mótinu í Ástralíu í byrjun næsta mánaðar. Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Sjá meira
Sara segir frá því á samfélagsmiðlum að hún geti ekki keppt á mótinu vegna meiðsla. Sara var hins vegar búin að fljúga yfir hálfan hnöttinn til Ástralíu og hafði eytt þar síðustu vikum við æfingar til að undirbúa sig sem best fyrir mótið. „Tíminn flýgur þegar þú ert í Ástralíu umkringd vinum, sól og dýfum í sjóinn,“ skrifar Sara sem reyndi að vera jákvæð í skrifum sínum þrátt fyrir að svekkelsið hljóti að vera mikið hjá henni. „Ég vil segja frá því að áætlanir mínar hafa breyst. Ég hafði skráð mig á Down Under Championship mótið og hlakkaði mikið til að keppa hér. Þetta er einmitt týpan af keppni sem átti að koma mér aftur í keppnisgírinn,“ skrifaði Sara. Tók erfiða ákvörðun „Ég lenti í smá afturkipp og hef tekið þá erfiðu ákvörðun að draga mig úr keppni. Þetta er eina skynsama ákvörðunin þegar ég horfi á stóru myndina,“ skrifaði Sara. „Ég hafði verið á góðri leið og allt hafði gengið vel. Því miður fór ég að finna fyrir óþægindum þegar þegar ég var að hlaupa. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað smávægilegt og píndi mig áfram. Það versnaði hins vegar. Ég tók mér pásu og reyndi svo aftur. Það versnaði áfram og var farið að hafa áhrif á aðrar hreyfingar,“ skrifaði Sara. „Undanfarnar vikur hafa farið í það að átta mig betur á hvað væri að plaga mig sem og margar heimsóknir til lækna þar sem ég fór líka í myndatöku,“ skrifaði Sara. Verður að forðast ákveðnar hreyfingar „Ég fékk loksins niðurstöðu og sem betur fer er þetta ekki alvarlegt. Til að ég nái mér almennilega af þessu þá þarf ég hins vegar að hægja á mér og forðast ákveðnar hreyfingar. Það sem skiptir öllu máli er að ná mér hundrað prósent fyrir 2024 tímabilið. Þetta er bara hraðahindrun á leið minni og ég er viss um að það sé einhver ástæða fyrir henni,“ skrifaði Sara. Hún þakkar fylgjendum sínum fyrir stuðninginn. „Það er þessi stuðningur er það sem bókstaflega knýr mig áfram og sér til þess að ég gefst aldrei upp sama hversu erfitt allt er,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er best að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Meistarar síðustu tveggja ára mætast KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Sjá meira