Segja lífeyrissjóðina ekki mæta Grindvíkingum nægilega vel Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 10:16 Á myndinni eru Hörður Guðbrandsson, formaður VLFGRV til vinstri og Einar Hannes Harðarson formaður SVG til hægri. Samsett Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóði ekki mæta Grindvíkingum eins vel og bankar og íbúðalánasjóður. Þeir mótmæli við stærstu skrifstofur þar til það verði gert. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóðina bjóða Grindvíkingum verri kjör en bankar og íbúðalánasjóður. Vegna þess ætla þeir að hvetja til og mótmæla við skrifstofur stærstu lífeyrissjóða landsins „á meðan þeir ganga ekki í takti við fólkið sem greiðir í sjóðina“. Í sameiginlegri tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir að lífeyrissjóðirnir hafi boðið upp á frystingu lána sem sé úrræði sem éti upp eigið fé lántaka á meðan frystingunni stendur. Þeir segja stjórnendur fela sig bak við lagaumhverfi og að atvinnurekendur, sem sumir sitji í stjórnum þessara sjóða, berjist gegn því að sjóðirnir bjóði upp á sömu kjör og aðrar fjármálastofnanir. „Svo virðist sem um sé að ræða um 100 húsnæðislán sem Grindvíkingar hafa hjá lífeyrissjóðum landsins – lán þar sem ekkert er hægt að gefa eftir. Það sem veldur kannski mestum vonbrigðum er að grindvískir atvinnurekendur, sem margir hverjir eru stórir aðilar, virðast ekki vera reiðubúnir til að setja þrýsting um úrlausn mála á sitt fólk í stjórnum sjóðanna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að það fólk sem hafi tekið slík lán hjá lífeyrissjóðunum sé reitt og viti ekki hvernig það eigi að leysa úr stöðunni. „Í enn eitt skiptið sýna lífeyrissjóðirnir okkur, með háttalagi sínu, að þeir hugsa ekki um heildarhagsmuni heldur fyrst og fremst um skoðanir fyrirtækjaeigenda. Enn einu sinni renna þeir stoðum undir þá skoðun launafólks að þeim sé ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar. Atvinnurekendur þurfa að fara út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er auðvitað mikilvægt að hugsað sé um ávöxtun þessara sjóða, en einnig þarf að hugsa um samfélagslegt hlutverk þeirra,“ segir í bréfinu. Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05 Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58 Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Forsvarsmenn verkalýðsfélaga í Grindavík segja lífeyrissjóðina bjóða Grindvíkingum verri kjör en bankar og íbúðalánasjóður. Vegna þess ætla þeir að hvetja til og mótmæla við skrifstofur stærstu lífeyrissjóða landsins „á meðan þeir ganga ekki í takti við fólkið sem greiðir í sjóðina“. Í sameiginlegri tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Grindavíkur og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir að lífeyrissjóðirnir hafi boðið upp á frystingu lána sem sé úrræði sem éti upp eigið fé lántaka á meðan frystingunni stendur. Þeir segja stjórnendur fela sig bak við lagaumhverfi og að atvinnurekendur, sem sumir sitji í stjórnum þessara sjóða, berjist gegn því að sjóðirnir bjóði upp á sömu kjör og aðrar fjármálastofnanir. „Svo virðist sem um sé að ræða um 100 húsnæðislán sem Grindvíkingar hafa hjá lífeyrissjóðum landsins – lán þar sem ekkert er hægt að gefa eftir. Það sem veldur kannski mestum vonbrigðum er að grindvískir atvinnurekendur, sem margir hverjir eru stórir aðilar, virðast ekki vera reiðubúnir til að setja þrýsting um úrlausn mála á sitt fólk í stjórnum sjóðanna,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að það fólk sem hafi tekið slík lán hjá lífeyrissjóðunum sé reitt og viti ekki hvernig það eigi að leysa úr stöðunni. „Í enn eitt skiptið sýna lífeyrissjóðirnir okkur, með háttalagi sínu, að þeir hugsa ekki um heildarhagsmuni heldur fyrst og fremst um skoðanir fyrirtækjaeigenda. Enn einu sinni renna þeir stoðum undir þá skoðun launafólks að þeim sé ekki treystandi til að sýsla með sjóðina okkar. Atvinnurekendur þurfa að fara út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er auðvitað mikilvægt að hugsað sé um ávöxtun þessara sjóða, en einnig þarf að hugsa um samfélagslegt hlutverk þeirra,“ segir í bréfinu.
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56 Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05 Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58 Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Framlengja lokun lónsins Stjórnendur Bláa lónsins hafa tilkynnt um framlengingu lokunar þess til 7. desember. Lónið hefur nú verið lokað síðan 9. nóvember vegna jarðhræringanna við Grindavík. 28. nóvember 2023 09:56
Nýtt skip til Grindavíkur fyrir sjómannadag Útgerðarfélagið Þorbjörn hf. í Grindavík sjósetti nýtt skip, Huldu Björnsdóttur GK-11, á Spáni í gær. Um er að ræða fyrstu nýsmíðina í yfir hálfa öld hjá fyrirtækinu. Stefnt er á að skipið komi siglandi inn í Grindavíkurhöfn fyrir sjómannadag. 28. nóvember 2023 09:05
Rýmri tími til heimsókna og atvinnulífið mögulega af stað Rétt fyrir klukkan sex í morgun mældist stakur skjálfti upp á 3,5 stig í Vatnafjöllum í grennd við Heklu. 28. nóvember 2023 06:58
Frumvarp um laun Grindvíkinga samþykkt einróma Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi í dag. 27. nóvember 2023 19:30