Bjóða Jones að borga tólf milljarða í stað tvö hundruð Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2023 11:02 Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða foreldrum barna sem dóu í árásinni í Sandy Hook einn og hálfan milljarð dala. Þau hafa boðið honum að greiða mun minna en það á næstu tíu árum. AP/Tyler Sizemore Foreldrar barna sem skotin voru til bana í árásinni í Sandy Hook á árum áður hafa boðið samsæriskenningasmiðnum Alex Jones samkomulag um skaðabætur. Hann hefur verið dæmdur til að greiða þeim einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur fyrir að dreifa samsæriskenningum um þau og börnin. Foreldrarnir hafa boðið Jones að greiða þeim að minnsta kosti 85 milljónir dala (11,7 milljarða króna) yfir tíu ára tímabil. AP fréttaveitan segir þetta tilboð hafa verið lagt á borðið í síðustu viku í málaferlum vegna umsóknar Jones um gjaldþrotaskipti og gjaldþrotaskipta fyrirtækis hans, Free Speech Systems. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Það samsvarar rúmum tvö hundruð milljörðum milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Foreldrarnir hafa gagnrýnt Jones fyrir að lifa í vellystingum og eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn. Hann hefur hins vegar ekki greitt þeim neitt enn. Sjá einnig: Borgar ekki foreldrunum en spreðar peningum Þá hefur hann sótt um gjaldþrotaskipti en dómari komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þó hann yrði gjaldþrota bæri honum að greiða skaðabæturnar. Í bréfi þar sem áðurnefnd tilboð var opinberað gagnrýna lögmenn foreldranna Jones aftur harðlega fyrir lífsstíl hans. Hann er sagður hafa dregið úr virði eigna sinna, neitað að selja eignir og saka þeir hann um að neita að afhenda fjármálagögn sem honum hefur verið gert að afhenda. Lögmennirnir segja að Jones eigi ekki að fá meiri tíma til að komast hjá skuldbindingum sínum og leggja þeir til tvo kosti. Annar er að selja eigi eignir hans og afhenda foreldrunum það sem eftir er. Hinn kosturinn er að hann greiði foreldrunum átta og hálfa milljón dala á ári (1,2 milljarðar króna) í tíu ár og helming allra tekna sem fara yfir níu milljónir dala á ári. Í frétt AP er haft eftir lögmanni Jones að hann ráði ekki við að borga slíkar upphæðir. Segist geta borgað fjórar milljónir á ári Lögmenn hans lögðu fram áætlun þann 18. nóvember um að hann gæti greitt um fjórar milljónir dala á ári en fyrri áætlanir höfðu sagt hann geta greitt sjö til tíu milljónir. Free Speech Systems selur fæðubótarefni, klæðnað og aðrar vörur en áætlað er, af forsvarsmönnum fyrirtækisins sjálfum, að tekjurnar af því séu um 19,2 milljónir dala á ári. Kostnaður er áætlaður um 14,3 milljónir. Á meðan að málaferlin vegna gjaldþrotaskiptanna hafa farið fram, hefur Jones fengið tuttugu þúsund dali á tveggja vikna frest í greiðslur frá Free Speech Systems. Það samsvarar rúmum 5,4 milljónum króna á mánuði. Það var nýverið hækkað af umboðsmanni sem skipaður af dómstólum í 57.700 dali á tveggja vikna fresti, sem samsvarar um sextán milljónum króna á mánuði. Dómari hafnaði þeirri hækkun þó og sagði hana ekki hafa verið gerða í samræmi við lög. Þá sagði hann að ef Jones tæki ekki tilboði foreldranna myndi hann ákveða hvað Jones þyrfti að greiða foreldrunum og öðrum sem hann skuldar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40 Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. 13. október 2022 19:39 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Foreldrarnir hafa boðið Jones að greiða þeim að minnsta kosti 85 milljónir dala (11,7 milljarða króna) yfir tíu ára tímabil. AP fréttaveitan segir þetta tilboð hafa verið lagt á borðið í síðustu viku í málaferlum vegna umsóknar Jones um gjaldþrotaskipti og gjaldþrotaskipta fyrirtækis hans, Free Speech Systems. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana í Sandy Hook auk sex starfsmanna skólans. Jones rekur miðilinn InfoWars þar sem hann er ekki síst þekktur fyrir vanstillt reiðiöskur í þáttum sínum. Þar hefur hann meðal annars sakað Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að hafa gert froska samkynhneigða. Í gegnum árin hefur hann ítrekað haldið því fram að börnin sem myrt voru í árásinni hafi ekki verið raunveruleg og að foreldrar þeirra séu leikarar. Áhorfendur hans hafa áreitt foreldrana og ógnað þeim. Eftir langvarandi málaferli foreldranna gegn Jones komust dómarar í fyrra að þeirri niðurstöðu að hann ætti að greiða þeim um 1,5 milljarða dala. Það samsvarar rúmum tvö hundruð milljörðum milljarði króna. Jones sagðist ekki vera borgunarmaður fyrir þessum miskabótum. Foreldrarnir hafa gagnrýnt Jones fyrir að lifa í vellystingum og eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn. Hann hefur hins vegar ekki greitt þeim neitt enn. Sjá einnig: Borgar ekki foreldrunum en spreðar peningum Þá hefur hann sótt um gjaldþrotaskipti en dómari komst nýverið að þeirri niðurstöðu að þó hann yrði gjaldþrota bæri honum að greiða skaðabæturnar. Í bréfi þar sem áðurnefnd tilboð var opinberað gagnrýna lögmenn foreldranna Jones aftur harðlega fyrir lífsstíl hans. Hann er sagður hafa dregið úr virði eigna sinna, neitað að selja eignir og saka þeir hann um að neita að afhenda fjármálagögn sem honum hefur verið gert að afhenda. Lögmennirnir segja að Jones eigi ekki að fá meiri tíma til að komast hjá skuldbindingum sínum og leggja þeir til tvo kosti. Annar er að selja eigi eignir hans og afhenda foreldrunum það sem eftir er. Hinn kosturinn er að hann greiði foreldrunum átta og hálfa milljón dala á ári (1,2 milljarðar króna) í tíu ár og helming allra tekna sem fara yfir níu milljónir dala á ári. Í frétt AP er haft eftir lögmanni Jones að hann ráði ekki við að borga slíkar upphæðir. Segist geta borgað fjórar milljónir á ári Lögmenn hans lögðu fram áætlun þann 18. nóvember um að hann gæti greitt um fjórar milljónir dala á ári en fyrri áætlanir höfðu sagt hann geta greitt sjö til tíu milljónir. Free Speech Systems selur fæðubótarefni, klæðnað og aðrar vörur en áætlað er, af forsvarsmönnum fyrirtækisins sjálfum, að tekjurnar af því séu um 19,2 milljónir dala á ári. Kostnaður er áætlaður um 14,3 milljónir. Á meðan að málaferlin vegna gjaldþrotaskiptanna hafa farið fram, hefur Jones fengið tuttugu þúsund dali á tveggja vikna frest í greiðslur frá Free Speech Systems. Það samsvarar rúmum 5,4 milljónum króna á mánuði. Það var nýverið hækkað af umboðsmanni sem skipaður af dómstólum í 57.700 dali á tveggja vikna fresti, sem samsvarar um sextán milljónum króna á mánuði. Dómari hafnaði þeirri hækkun þó og sagði hana ekki hafa verið gerða í samræmi við lög. Þá sagði hann að ef Jones tæki ekki tilboði foreldranna myndi hann ákveða hvað Jones þyrfti að greiða foreldrunum og öðrum sem hann skuldar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38 Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40 Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. 13. október 2022 19:39 Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Lýsir yfir gjaldþroti í kjölfar skaðabótadóma Samsæringasmiðurinn umdeildi Alex Jones hefur lýst yfir gjaldþroti. Hann var nýlega dæmdur til að greiða aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook árið 2012 nærri því einn og hálfan milljarð dala í skaðabætur. 2. desember 2022 14:38
Enn bætist í skuldasúpu Jones vegna samsæriskenninga Það syrtir enn í álinn fyrir bandaríska samsæriskenningasmiðinn Alex Jones. Dómari í Connecticut-ríki hefur dæmt hann til að 473 milljónir dollara til viðbótar við þann tæpa eina milljarð sem hann hafði áður verið dæmdur til að greiða. 10. nóvember 2022 21:40
Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook. 13. október 2022 19:39
Þarf að greiða fjölskyldum fórnarlamba tæpan milljarð dollara vegna samsæriskenninga Bandaríski fjölmiðlamaðurinn og samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones hefur verið dæmdur til að greiða fjölskyldum barna sem myrt voru í skotárásinni í Sandy Hook í Bandaríkjunum tæpan milljarð dollara í skaðabætur. 12. október 2022 20:22
Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. 5. ágúst 2022 23:56