Setti óvart heilt bæjarfélag inn í morðöldu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. desember 2023 07:00 Eva Björg Ægisdóttir ræddi um bókmenntir, jólahefðir, óhugnanlegar sögur, að skapa heima og ýmislegt fleira í þættinum Jólasaga. Vísir/Vilhelm „Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Eva Björg er alin upp á Akranesi og hefur alla tíð elskað bækur. Hún tengir jólin við lestur en eftirminnilegasta jólabókin hennar er Ég man þig eftir Yrsu og segist Eva hafa átt erfitt með að sofa eftir lesturinn á henni. Í nýju bókinni sinni Heim fyrir myrkur ákvað Eva að búa til bæjarfélag í staðinn fyrir að notast við heimabæ sinn. „Ég gerði það í raun því ég ætlaði að leyfa mér að gera bæ með svolítið dökka mynd. Ég vildi hafa alls konar karaktera og reyna að lýsa svona litlu samfélagi sem flestir sem búa í litlum bæjum þekkja. Það er oft ákveðin dýnamík sem getur verið góð og slæm.“ Eva Björg segir alltaf skrýtið að gefa út bók og játar að það geti verið erfitt að fjarlægja sjálfa sig frá gagnrýninni. Hana dreymdi alltaf um að gefa út bók og vildi ná því fyrir þrítugt, sem hafðist. Marglaga karakterar áhugaverðari Eva Björg segist ekki hafa séð fyrir sér að geta unnið við þetta starf alfarið en bækurnar hennar eru nú komnar út á 18 tungumálum og hefur hún sinnt skrifunum í fullu starfi undanfarin ár. Hún er dugleg að ögra sér og segist hafa gengið lengra en nokkru sinni fyrr í nýjustu bók sinni. „Ég leyfði mér að gera karakterinn svolítið mikið óþægilegan. Hún hefur lent í ýmsu og er mikið skemmd. Mér fannst mjög gaman að skrifa hana því hún glímir við svo margt. Mér finnst svo gaman að lesa um persónur sem hafa svolitla dýpt í sér og það er ekki bara allt gott. Því við erum náttúrulega öll þannig, við erum öll með alls konar í okkur, gott og slæmt, þannig að mér finnst gaman að gera karaktera þar sem það skín svolítið í gegn.“ Bókmenntir Jól Menning Jólasaga Höfundatal Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Eva Björg er alin upp á Akranesi og hefur alla tíð elskað bækur. Hún tengir jólin við lestur en eftirminnilegasta jólabókin hennar er Ég man þig eftir Yrsu og segist Eva hafa átt erfitt með að sofa eftir lesturinn á henni. Í nýju bókinni sinni Heim fyrir myrkur ákvað Eva að búa til bæjarfélag í staðinn fyrir að notast við heimabæ sinn. „Ég gerði það í raun því ég ætlaði að leyfa mér að gera bæ með svolítið dökka mynd. Ég vildi hafa alls konar karaktera og reyna að lýsa svona litlu samfélagi sem flestir sem búa í litlum bæjum þekkja. Það er oft ákveðin dýnamík sem getur verið góð og slæm.“ Eva Björg segir alltaf skrýtið að gefa út bók og játar að það geti verið erfitt að fjarlægja sjálfa sig frá gagnrýninni. Hana dreymdi alltaf um að gefa út bók og vildi ná því fyrir þrítugt, sem hafðist. Marglaga karakterar áhugaverðari Eva Björg segist ekki hafa séð fyrir sér að geta unnið við þetta starf alfarið en bækurnar hennar eru nú komnar út á 18 tungumálum og hefur hún sinnt skrifunum í fullu starfi undanfarin ár. Hún er dugleg að ögra sér og segist hafa gengið lengra en nokkru sinni fyrr í nýjustu bók sinni. „Ég leyfði mér að gera karakterinn svolítið mikið óþægilegan. Hún hefur lent í ýmsu og er mikið skemmd. Mér fannst mjög gaman að skrifa hana því hún glímir við svo margt. Mér finnst svo gaman að lesa um persónur sem hafa svolitla dýpt í sér og það er ekki bara allt gott. Því við erum náttúrulega öll þannig, við erum öll með alls konar í okkur, gott og slæmt, þannig að mér finnst gaman að gera karaktera þar sem það skín svolítið í gegn.“
Bókmenntir Jól Menning Jólasaga Höfundatal Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira