

Viðtöl við höfunda um verk þeirra.
Í sínu fyrsta útgefna verki kafar unga skáldið Fríða Þorkelsdóttir ofan í hugarfylgsni æskunnar og tekst á við tímamót, breytingar og sorg eins og fáum er lagið. Bókin ber nafnið Fjölskyldusaga og óhætt er að segja að um sé að ræða stóra sögu í litlum umbúðum, enda kemst bókin öll fyrir í meðalstóran brjóstvasa.
Það er í raun stórmerkilegt hvernig listamaður sem var jafn atkvæðamikill í íslensku menningarlífi á sínum tíma og Kristján H. Magnússon vissulega var, það er á fjórða áratug síðustu aldar, geti nánast og svo gott sem gleymst með öllu.
Júlía Margrét Einarsdóttir var að senda frá sér sína þriðju skáldsögu sem heitir Dúkkuverksmiðjan. Blaðamaður áttar sig ekki á því hvort hann er að verða svona hrifnæmt gamalmenni eða hvað, en þessi bók er algjörlega glimrandi. Ég gef henni fimm stjörnur.
Prófessor Eiríkur Bergmann hefur sent frá sér bókina Óvæntur ferðafélagi en þar gengur hann nær sjálfum sér en hann hefur áður gert. Hann segir frá svæsnu einelti sem hann varð fyrir og óboðnum gesti, fyrirbæri sem heitir Severe Tinnitus Disorder og er ólæknandi suð í eyrum.
Halldór Armand Ásgeirsson er að senda frá sér sína fimmtu skáldsögu um þessar mundir, Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót eru nú hjá Halldóri, bæði er skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dregur ekki af sér í höfundatali.
Bragi Páll var að senda frá sér sína fjórðu bók; Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Þrándur Þórarinsson málar myndina á kápuna en þar má sjá söguhetjunni eftir að nokkur umskipti hafa átt sér stað. Hann étur skít og öðlast samkennd.
Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því.
Einar Falur Ingólfsson er listamaður. Hann tók stökkið eftir að hafa fjallað um list í 40 ár. En hann hafði verið að fikta við listsköpun lengi samhliða vinnu. Einar Falur er lærður ljósmyndari og kennir ljósmyndun, er bókmenntafræðingur en starfaði lengstum innan vébanda Morgunblaðsins.
„Þetta einvígi lifir með þjóðinni og mun gera það áfram,“ segir Sigurbjörn J. Björnsson gæðatryggingastjóri hjá Algalif og rithöfundur.
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur sent frá sér nýja bók sem heitir Weaponizing Conspiracy Theories. Þar fjallar hann um það meðal annars hvernig samsæriskenningar vefja sig inn í orðræðu stjórnmálamanna.
Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir.
Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna.
Eggert Pétursson er einn dáðasti myndlistarmaður þjóðarinnar. Hann á ekkert verk eftir sjálfan sig, verkin eru rifin úr höndum hans en það tekur hann að jafnaði rúman mánuð að vinna hvert verk um sig.
„Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga.
„Skemmtilegt, endilega. Ég er á flandri í Flandern og verð komin heim um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Svo hef ég nógan tíma,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur.
„Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu.
Fyrir ári kom Skúli Sigurðsson, þá óþekktur, með miklum látum inn í íslenska rithöfundastétt. Ný bók hans Stóri bróðir, sló rækilega í gegn og var Skúli sæmdur sjálfum Blóðdropanum 2023, íslensku glæpasagnaverðlaununum fyrir hana.
Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.
Ein af bókum þessa jólabókaflóðs kemur úr óvæntri átt. Þorvaldur Logason heimspekingur og félagsfræðingur var að senda frá sér bókina Eimreiðarelítan – spillingarsaga og það verður að segjast eins og er að maður er í hálfgerðu áfalli eftir lestur hennar. Þó var allt þetta kunnuglegt.
Nanna Rögnvaldardóttir, sem helst er þekkt fyrir að vera einn helsti sérfræðingur okkar um matargerð að fornu og nýju, hefur sent frá sér afar athyglisverða skáldsögu.
„Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum.
Þann 26. febrúar árið 1953 tók Sigurður Magnússon afdrifaríka ákvörðun. Hann ákvað að binda endi á líf sitt og tók fjölskyldu sína með sér. Um er að ræða stærsta morðmál 20. aldar á Íslandi.
Þeir sem eru fyrir harðsoðnar glæpasögur – trylla – eiga góða tíma í vændum því Stefán Máni var að senda frá sér eina af sínum allra bestu bókum. Hún heitir Borg hinna dauðu og fjallar um ævintýri Harðar Grímssonar, þess sérlundaða og sérstaka lögreglumanns.
Sólveig Pálsdóttir hefur undanfarin ár verið að hasla sé völl sem einn okkar allra besti spennusagnahöfundur. Nýlega sendi hún frá sér bókina Miðilinn sem í sjálfu sér er ekki fréttnæmt ef ekki væri fyrir það að hún skrifaði hluta bókarinnar við nánast óbærilegar aðstæður.