Höfundatal

Höfundatal

Viðtöl við höfunda um verk þeirra.

Fréttamynd

„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig á­byrgan“

Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“.  Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Munur er á manviti og mann­viti

Helstu tíðindi fyrir þessi bókajól koma á óvart. Rímur! Svo það sé sagt þá hafa kvæði ekki beinlínis verið minn tebolli. En út er komin bókin Láka rímur eftir Bjarka Karlsson sem fara langt með að umturna minni afstöðu til kveðskapar.

Menning
Fréttamynd

Stór saga í litlum um­búðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“

Í sínu fyrsta útgefna verki kafar unga skáldið Fríða Þorkelsdóttir ofan í hugarfylgsni æskunnar og tekst á við tímamót, breytingar og sorg eins og fáum er lagið. Bókin ber nafnið Fjölskyldusaga og óhætt er að segja að um sé að ræða stóra sögu í litlum umbúðum, enda kemst bókin öll fyrir í meðalstóran brjóstvasa.

Lífið
Fréttamynd

Hefur smekk fyrir lé­legum B-myndum, braski og sorpi

Friðsemd fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur hlýtur að teljast ein af uppgötvunum þessa árs. Bókin er sprúðlandi af frásagnargleði og lesandinn uppgötvar fljótlega að hann má ekki missa af einni einustu setningu. Hér dugar ekki að skima.

Lífið
Fréttamynd

Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í al­vöru liðið svona

Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt…

Lífið
Fréttamynd

„Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“

Prófessor Eiríkur Bergmann hefur sent frá sér bókina Óvæntur ferðafélagi en þar gengur hann nær sjálfum sér en hann hefur áður gert. Hann segir frá svæsnu einelti sem hann varð fyrir og óboðnum gesti, fyrirbæri sem heitir Severe Tinnitus Disorder og er ólæknandi suð í eyrum.

Lífið
Fréttamynd

Niðurgangurinn á Þing­völlum þaggaður niður

Halldór Armand Ásgeirsson er að senda frá sér sína fimmtu skáldsögu um þessar mundir,  Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót eru nú hjá Halldóri, bæði er skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dregur ekki af sér í höfundatali.

Lífið
Fréttamynd

Sið­laus maður étur skít og öðlast sam­kennd

Bragi Páll var að senda frá sér sína fjórðu bók; Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Þrándur Þórarinsson málar myndina á kápuna en þar má sjá söguhetjunni eftir að nokkur umskipti hafa átt sér stað. Hann étur skít og öðlast samkennd.

Lífið
Fréttamynd

„Við vitum aldrei hve­nær draugarnir banka upp­á“

Einar Örn er holdtekja íslenska pönksins. Hann á í það minnsta slagorðið sem tekur vel utan um það tímabil sem reis hæst á Íslandi 1981-1982: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Í dag er Einar Örn myndlistarmaður. Hann er harður á því.

Lífið
Fréttamynd

Reif sig upp frá Mogganum eftir fjöru­tíu ár

Einar Falur Ingólfsson er listamaður. Hann tók stökkið eftir að hafa fjallað um list í 40 ár. En hann hafði verið að fikta við listsköpun lengi samhliða vinnu. Einar Falur er lærður ljósmyndari og kennir ljósmyndun, er bókmenntafræðingur en starfaði lengstum innan vébanda Morgunblaðsins.

Lífið
Fréttamynd

Sam­særis­kenningar eru ekki endi­lega rangar

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, hefur sent frá sér nýja bók sem heitir Weaponizing Conspiracy Theories. Þar fjallar hann um það meðal annars hvernig samsæriskenningar vefja sig inn í orðræðu stjórnmálamanna.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar aldrei að flytja til Ís­lands aftur

Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir.

Menning
Fréttamynd

Stefnir á að skrifa glæpaleikrit

Rithöfundadraumurinn kviknaði snemma hjá glæpasagnahöfundinum Ragnari Jónassyni en í æsku var hann duglegur að skrifa ljóð og smásögur fyrir afa sinn og ömmu. Helgunum eyddi hann svo gjarnan á Þjóðarbókhlöðunni með föður sínum þar sem hann datt inn í heim bókanna.

Menning
Fréttamynd

Við­brögð múmínálfanna við heims­endi mikill inn­blástur

„Maður getur stækkað heiminn svo mikið og komist að svo áhugaverðum hlutum með skáldskapnum. Myndin okkar af heiminum verður alltaf ófullkomin nema við förum í listina og menninguna líka,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún er viðmælandi í þættinum Jólasaga.

Menning
Fréttamynd

Setti ó­vart heilt bæjar­fé­lag inn í morðöldu

„Ég var náttúrulega búin að vera að skrifa um Akranes sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað þýddi þegar ég var að skrifa fyrstu bókina. Að ég væri að taka svona heilt bæjarfélag og setja það inn í einhvers konar drápsöldu,“ segir rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir í þættinum Jólasögu.

Menning
Fréttamynd

Nas­istarnir kitla alltaf

Fyrir ári kom Skúli Sigurðsson, þá óþekktur, með miklum látum inn í íslenska rithöfundastétt. Ný bók hans Stóri bróðir, sló rækilega í gegn og var Skúli sæmdur sjálfum Blóðdropanum 2023, íslensku glæpasagnaverðlaununum fyrir hana.

Menning
Fréttamynd

Flóð­gáttirnar opnast þegar loksins er rætt um á­föllin

Undanfarna þrjá áratugi hefur Óttar Sveinsson skrifað ótrúlegar sögur fólks úr íslenskum veruleika - frásagnir af mögnuðum björgunarafrekum og baráttu upp á líf og dauða. Fyrsta Útkallsbókin kom út árið 1994. Nú er sú þrítugasta komin út: Útkall – Mayday – erum að sökkva. Tvær bækur standa upp úr enda sögurnar með endæmum dramatískar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land sem dótakassi fyrir spillingu

Ein af bókum þessa jólabókaflóðs kemur úr óvæntri átt. Þorvaldur Logason heimspekingur og félagsfræðingur var að senda frá sér bókina Eimreiðarelítan – spillingarsaga og það verður að segjast eins og er að maður er í hálfgerðu áfalli eftir lestur hennar. Þó var allt þetta kunnuglegt.

Menning
Fréttamynd

Vig­dís fallin og dottin í það

„Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum.

Menning