Vilhjálmur fordæmir hækkanir á skólamáltíðum Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 15:06 Vilhjálmur Birgisson segir mikilvægt að sveitarfélögin og aðra verða að halda aftur að sér með gjaldskrár- og verðhækkanir eigi að gera kjarasamninga á hóflegum nótum og ná verðbólgunni niður. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur hið opinbera ekki sýna nokkurn einasta lit í tengslum við að vinna á verðbólgunni. Hann segir hækkun Hafnarfjarðarbæjar á skólamáltíðum um 33 prósent forkastanlega. Þetta gerir Vilhjálmur í Facebook-færslu sem hann birti nú fyrir skömmu. En þar segir hann að öskrað hafi verið á þau í verkalýðshreyfingunni að „við værum öll á sama báti“ og: „Þið verðið að „sýna“ skynsemi í komandi kjarasamningum ef við eigum að ná niður verðbólgunni.“ Enda væri verðbólgan launafólki um að kenna, segir Vilhjálmur; að öskrað hafi verið úr öllum áttum þegar síðast var samið. Verkalýðsforystan situr eftir í súpunni Vilhjálmur segir að verkalýðsforystan hafi tekið fullt tillit til þessa. En þá verði stjórnvöld, sveitarfélög, verslun og þjónusta, tryggingarfélög, orkufyrirtæki og í raun allir að halda aftur af verðlagshækkunum og hækka gjaldskrár um ekki meira en 2,5 prósent á næsta ári. „Við höfum sagt að við erum til í að gera langtímasamninga í anda lífskjarasamninga ef allir taka þátt og ráðist verður hér í kerfisbreytingar á fjármálakerfinu ásamt öðrum atriðum er lúta að hagsmunum launafólks, neytenda og heimilanna. Það er ekki hægt að segja að sveitafélögin hafi svarað þessu ákalli verkalýðshreyfingarinnar og nægir að nefna að Hafnafjarðabær hækkaði 1. nóvember skólamáltíðir um 33% og um 19% hækkun á fæðisgjaldi í leikskólum.“ Verkalýðurinn einn á báti Vilhjálmur segist hafa vitneskju um tuttugu prósenta hækkun á skólamáltíðum í grunnskólum á Akranesi og þannig megi lengi telja. „Sveitafélög eru nú þegar byrjuð að ráðast af fullum þunga á barnafjölskyldur sem hafa þurft að taka á sig kostnaðarhækkanir á liðnum misserum úr öllum áttum. Enda liggur fyrir að neytendur, launafólk og heimili eru að kikna undan stórauknum álögum á öllum sviðum.“ Þannig segist Vilhjálmur ekki bjartsýnn á framhaldið; „því mér finnst skilningsleysi áðurnefndra aðila á alvarleikanum á stöðu launafólks, neytenda og heimila ekki vera upp á marga fiska eins og kostnaðarhækkanir hjá Hafnafjarðabæ sýna og staðfesta!“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Rekstur hins opinbera Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Hafnarfjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þetta gerir Vilhjálmur í Facebook-færslu sem hann birti nú fyrir skömmu. En þar segir hann að öskrað hafi verið á þau í verkalýðshreyfingunni að „við værum öll á sama báti“ og: „Þið verðið að „sýna“ skynsemi í komandi kjarasamningum ef við eigum að ná niður verðbólgunni.“ Enda væri verðbólgan launafólki um að kenna, segir Vilhjálmur; að öskrað hafi verið úr öllum áttum þegar síðast var samið. Verkalýðsforystan situr eftir í súpunni Vilhjálmur segir að verkalýðsforystan hafi tekið fullt tillit til þessa. En þá verði stjórnvöld, sveitarfélög, verslun og þjónusta, tryggingarfélög, orkufyrirtæki og í raun allir að halda aftur af verðlagshækkunum og hækka gjaldskrár um ekki meira en 2,5 prósent á næsta ári. „Við höfum sagt að við erum til í að gera langtímasamninga í anda lífskjarasamninga ef allir taka þátt og ráðist verður hér í kerfisbreytingar á fjármálakerfinu ásamt öðrum atriðum er lúta að hagsmunum launafólks, neytenda og heimilanna. Það er ekki hægt að segja að sveitafélögin hafi svarað þessu ákalli verkalýðshreyfingarinnar og nægir að nefna að Hafnafjarðabær hækkaði 1. nóvember skólamáltíðir um 33% og um 19% hækkun á fæðisgjaldi í leikskólum.“ Verkalýðurinn einn á báti Vilhjálmur segist hafa vitneskju um tuttugu prósenta hækkun á skólamáltíðum í grunnskólum á Akranesi og þannig megi lengi telja. „Sveitafélög eru nú þegar byrjuð að ráðast af fullum þunga á barnafjölskyldur sem hafa þurft að taka á sig kostnaðarhækkanir á liðnum misserum úr öllum áttum. Enda liggur fyrir að neytendur, launafólk og heimili eru að kikna undan stórauknum álögum á öllum sviðum.“ Þannig segist Vilhjálmur ekki bjartsýnn á framhaldið; „því mér finnst skilningsleysi áðurnefndra aðila á alvarleikanum á stöðu launafólks, neytenda og heimila ekki vera upp á marga fiska eins og kostnaðarhækkanir hjá Hafnafjarðabæ sýna og staðfesta!“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Rekstur hins opinbera Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Hafnarfjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira