Gleðitíðindi að spila á Kópavogsvelli þar sem Blikar „þekkja hvert gervigras“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2023 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson fær að leiða liðið sitt út á Kópavogsvöll í Sambandsdeildinni í dag. Vísir/Arnar Höskuldur Gunnlaugsson fagnar því að Blikar fá að spila leikinn á móti ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu á þeirra eigin heimavelli í riðlakeppninni en ekki í Laugardalnum. Það kom þó ekki af góðu því færa þurfti leikinn af Laugardalsvellinum vegna veðuraðstæðna. UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
UEFA tók þá einhliða ákvörðun að færa leikinn og vegna þess að flóðlýsingin á Kópavogsvellinum stenst ekki kröfur sambandsins þá þarf að spila leikinn klukkan 13.00 í dag. Blikar þurfa samt ekki að kvarta sjálfir yfir þessari breytingu enda spila þeir núna við aðstæður sem þeir þekkja svo vel. „Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras. Þetta er bara fagnaðarefni að fá að spila í riðlakeppninni sjálfri á Kópavogsvelli. Gleðitíðindi í heildina,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliksliðsins. Klippa: Hér líður okkur einstaklega vel og þekkjum hvert gervigras Breiðablik hefur tapað öllum leikjum sínum í keppninni til þessa en átt nokkra góða leiki engu að síður. Þeir töpuðu fyrri leiknum á móti ísraelska félaginu 3-2. Sama hugrekki og ákefð „Við gáfum þeim alvöru leik og við vorum búnir að minnka þetta niður í eitt mark nokkuð snemma í seinni hálfleik. Við vorum á erfiðum útivelli og ég vil í grunninn sjá sama hugrekki og sömu ákefð,“ sagði Höskuldur. „Það sem betur mætti fara væri slæmi kaflinn í leiknum. Við reynum að lengja í góða kaflanum og hafa slæma kaflann ekki jafn dýrkeyptan,“ sagði Höskuldur. Heldur hann að stórstjörnurnar í Maccabi Tel Aviv séu pirraðir að þurfa að mæta klukkan eitt á gervigras. „Eflaust í einhverjum tilfellum en ég get ekki svarað fyrir þá persónulega. Ég held samt, eins og Halldór hafi sagt einhvers staðar, að heilt yfir fyrir þennan leik þá ætti þetta að vera til hins betra. Fótboltalega séð. Að vera hér á spegilsléttum og upphituðum gervigrasvelli frekar en að glíma við krefjandi aðstæður á Laugardalsvelli,“ sagði Höskuldur. Líka góð lengding fyrir þá „Ég held að þetta sé ekki bara góð lending fyrir okkur heldur líka fyrir þá,“ sagði Höskuldur. Blikar eru að fara spila fótboltaleik en fyrir leikinn er verið að tala um hluti eins og átök Ísraels og Palestínu og að Blikar ættu mögulega ekki að mæta til leiks. Fer þetta eitthvað í hausinn á Höskuldi? „Auðvitað er maður ekkert ónæmur fyrir þessu. Maður lifir ekki í helli og er ekkert ónæmur fyrir umræðu og áköllum. Maður er bara mennskur hvað það varðar. Þetta hefur einhver áhrif en ég er í því starfi að einbeita mér að því að mæta til leiks í þennan fótboltaleik,“ sagði Höskuldur. Engar yfirlýsingar „Ég held að ég sé ekki bestur til þess fallinn að fara að vera með einhverjar yfirlýsingar eða skoðanir hvað það varðar. Ef maður skoðar þetta aðeins lengra þá er það eina sem við getum gert, í þeirri stöðu sem er núna, er að mæta til leiks til að taka á þeim og reyna að sigra þá,“ sagði Höskuldur. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira