Lögregla skoðar að senda fulltrúa út Lovísa Arnardóttir skrifar 30. nóvember 2023 09:10 Magnús Kristinn er einn besti borðtennisspilari sem Ísland hefur alið. Hann er margfaldur Íslandsmeistari en hann keppti fyrir Víking í íþróttinni. Lögreglan á von á skýrslu frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu í næstu viku er varðar rannsókn þeirra á hvarfi Magnúsar Kristins Magnússonar í Dóminíska lýðveldinu í september á þessu ári. Ekkert hefur heyrst frá Magnúsi síðan í september. „Við erum í stöðugu sambandi við lögregluna erlendis og munu þeir upplýsa okkur um leið og nýjar upplýsingar berast,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um málið. Þar kemur einnig fram að það sé í skoðun að fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra fylgi skýrslunni eftir og fari til Santo Domingo. „Það hefur bókstaflega ekkert gerst. Við erum engu nær og maður hefur á tilfinningunni að það sé afskaplega lítið að gerast, bæði þar og hér,“ segir Rannveig Karlsdóttir systir Magnúsar. Hún segir að fjölskyldan hafi fengið skýrslu frá lögreglunni úti fyrir nokkrum vikum en þar hafi ekkert komið fram sem þau hafi ekki vitað fyrir. „Þar er verið að rekja ferðir hans þetta kvöld. En svo ekkert meir að utan.“ Kom með töskuna í síðasta mánuði Magnús fór til Dóminíska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Ferðin var ekki plönuð og er enn sem komið er lítið er vitað um tilgang ferðarinnar. Fjölskyldan komst þó að því eftir að hann fór að hann fór í spilavíti og að skemmta sér. Fjölskyldan heyrði svo síðast í honum þegar hann var á leið út á völl, á heimleið. Magnús átti að fljúga heim í gegnum Frankfurt. Hann mætti á flugvöllinn en fór aldrei í flugið. Fram kom í viðtali við Rannveigu systur hans um miðjan október að Magnús hefði við komu á flugvöllinn gengið frá farangrinum og farið svo út. Þar hefði hann klifrað yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra,“ sagði Rannveig í viðtali þá. Ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út Bróðir Rannveigar kom heim með tösku Magnúsar um miðjan október en Rannveig segir ekkert í töskunni varpa ljósi á ferðir hans eða framhaldið. Fyrr hefur verið greint frá því að hann fundaði í ferðinni með lögreglu, yfirvöldum, lögfræðingum ásamt því að hann fór sjálfur yfir ýmis gögn eins og myndefni. Þá fór hann einnig í viðamikla leit með her og lögreglu þar sem gengið var ströndina ásamt því að leitað var á bátum og með drónum. Rannveig segir ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út en að það sé ekkert ákveðið um það. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30 Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Við erum í stöðugu sambandi við lögregluna erlendis og munu þeir upplýsa okkur um leið og nýjar upplýsingar berast,“ segir í svari frá embætti ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um málið. Þar kemur einnig fram að það sé í skoðun að fulltrúi frá embætti ríkislögreglustjóra fylgi skýrslunni eftir og fari til Santo Domingo. „Það hefur bókstaflega ekkert gerst. Við erum engu nær og maður hefur á tilfinningunni að það sé afskaplega lítið að gerast, bæði þar og hér,“ segir Rannveig Karlsdóttir systir Magnúsar. Hún segir að fjölskyldan hafi fengið skýrslu frá lögreglunni úti fyrir nokkrum vikum en þar hafi ekkert komið fram sem þau hafi ekki vitað fyrir. „Þar er verið að rekja ferðir hans þetta kvöld. En svo ekkert meir að utan.“ Kom með töskuna í síðasta mánuði Magnús fór til Dóminíska Lýðveldisins eftir að hafa verið á ferðalagi á Spáni. Ferðin var ekki plönuð og er enn sem komið er lítið er vitað um tilgang ferðarinnar. Fjölskyldan komst þó að því eftir að hann fór að hann fór í spilavíti og að skemmta sér. Fjölskyldan heyrði svo síðast í honum þegar hann var á leið út á völl, á heimleið. Magnús átti að fljúga heim í gegnum Frankfurt. Hann mætti á flugvöllinn en fór aldrei í flugið. Fram kom í viðtali við Rannveigu systur hans um miðjan október að Magnús hefði við komu á flugvöllinn gengið frá farangrinum og farið svo út. Þar hefði hann klifrað yfir girðingu og þar sé tún. Við túnið stendur vegur og þaðan tekur við klettótt strönd. „Þar eru mjög hrikalegir klettar. Hann semsagt fer úr mynd ef ég skil rétt, svona um það bil við veginn eða þar sem hann er að fara yfir veginn. Það er búið að reyna skoða myndir hjá fyrirtækjum og stöðum sem eru nálægt þessum vegi en hann hefur ekki fundist á neinum þeirra,“ sagði Rannveig í viðtali þá. Ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út Bróðir Rannveigar kom heim með tösku Magnúsar um miðjan október en Rannveig segir ekkert í töskunni varpa ljósi á ferðir hans eða framhaldið. Fyrr hefur verið greint frá því að hann fundaði í ferðinni með lögreglu, yfirvöldum, lögfræðingum ásamt því að hann fór sjálfur yfir ýmis gögn eins og myndefni. Þá fór hann einnig í viðamikla leit með her og lögreglu þar sem gengið var ströndina ásamt því að leitað var á bátum og með drónum. Rannveig segir ekki útilokað að fjölskyldan fari aftur út en að það sé ekkert ákveðið um það. Magnús Kristinn er fæddur 1987, um það bil 1,85 sentímetrar á hæð, grann- og íþróttamannslega vaxinn. Hann er með gráblá augu, dökkhærður, mjög snöggklipptur og með dökka skeggrót. Hafi fólk upplýsingar um ferðir Magnúsar er þeim bent á að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.
Leitin að Magnúsi Kristni Lögreglumál Dóminíska lýðveldið Tengdar fréttir Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38 Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31 Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30 Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. 3. október 2023 16:38
Rannsókn á hvarfi Magnúsar heldur áfram Rannsókn lögreglu á máli Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, heldur áfram. 20. september 2023 18:31
Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. 18. september 2023 21:30
Óttast að andleg veikindi hafi tekið sig upp á ný Systir Magnúsar Kristins Magnússonar, sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, segir hann hafa glímt við andleg veikindi fyrir nokkrum árum. Hún óttast að veikindin hafi hugsanlega tekið sig upp á ný og hann sé á slæmum stað andlega. Fjölskyldan sé örmagna en reyni að einbeita sér að leitinni auk þess að hlúa að ungum syni Magnúsar og fóstursyni. 18. september 2023 09:59