Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 11:26 Sofia var á 29. aldursári þegar hún lést í apríl síðastliðnum. Grunur leikur á um að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Vísir Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, þann 27. apríl síðastliðinn. Annar þeirra var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar. Öðrum manninum var sleppt nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sat í gæsluvarðhaldi í 18 vikur Gæsluvarðhaldið var ítrekað framlengt þar til manninum var sleppt úr haldi þann 30. ágúst síðastliðinn en úrskurðaður í farbann til 1. desember. Hann hafði þá setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. En ekkert gefið upp um dánarorsök Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins miði vel og hann eigi von á að henni ljúki á allra næstu dögum. Þá býst hann við að farbann yfir þeim grunaða verði framlengt þegar það rennur út á morgun, 1. desember. Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök Sofiu og Sveinn vill ekki tjá sig um niðurstöður krufningar. Hann segir þó að það hafi verið gefið upp í upphafi að málið væri rannsakað sem manndrápsmál og gæsluvarðhaldskröfur settar fram á þeim forsendum, það hafi ekki breyst. Því má gera ráð fyrir að frekari upplýsingar um málið komi fram þegar og ef ákæra verður gefin út á næstu vikum. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30. ágúst 2023 20:22 Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. 22. ágúst 2023 20:54 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Tveir karlmenn voru handteknir í kjölfar andláts hinnar 28 ára gömlu Sofiu, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi, þann 27. apríl síðastliðinn. Annar þeirra var handtekinn á vettvangi en hinn skömmu síðar. Öðrum manninum var sleppt nokkrum dögum síðar en hinn úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sat í gæsluvarðhaldi í 18 vikur Gæsluvarðhaldið var ítrekað framlengt þar til manninum var sleppt úr haldi þann 30. ágúst síðastliðinn en úrskurðaður í farbann til 1. desember. Hann hafði þá setið í gæsluvarðhaldi í átján vikur þrátt fyrir að lög um meðferð sakamála kveði á um að ekki megi halda manni í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Maðurinn er grunaður um að hafa orðið valdur að bana Sofiu en hann hefur neitað sök og sagt hana hafa látist úr ofneyslu fíkniefna. En ekkert gefið upp um dánarorsök Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að rannsókn málsins miði vel og hann eigi von á að henni ljúki á allra næstu dögum. Þá býst hann við að farbann yfir þeim grunaða verði framlengt þegar það rennur út á morgun, 1. desember. Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök Sofiu og Sveinn vill ekki tjá sig um niðurstöður krufningar. Hann segir þó að það hafi verið gefið upp í upphafi að málið væri rannsakað sem manndrápsmál og gæsluvarðhaldskröfur settar fram á þeim forsendum, það hafi ekki breyst. Því má gera ráð fyrir að frekari upplýsingar um málið komi fram þegar og ef ákæra verður gefin út á næstu vikum.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30. ágúst 2023 20:22 Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. 22. ágúst 2023 20:54 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Sjá meira
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Hinn grunaði á Selfossi laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í lok apríl er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið dæmdur í farbann til 1. desember næstkomandi. 30. ágúst 2023 20:22
Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. 22. ágúst 2023 20:54