Segir af sér eftir að hafa verið blekktur af fulltrúum skáldaðs ríkis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2023 09:16 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúum Bandaríkja Kailasa tekst að blekka embættismenn. Getty Skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytis Paragvæ hefur sagt af sér eftir að hann lét gabba sig til að skrifa viljayfirlýsingu um samstarf við ríki sem er ekki til. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsvarsmönnum „ríkisins“ tekst að plata embættismenn upp úr skónum. Arnaldo Chamorro undirritaði viljayfirlýsinguna eftir fund hans og landbúnaðarráðherrans, Carlos Giménez, með fulltrúum Bandaríkja Kailasa. Um er að ræða skáldað ríki, sem er lýst sem endurreisn upplýsts samfélags hindúa um allan heim. Forsvarsmaður Bandaríkja Kailasa er gúrúinn Nithyananda, sem er eftirlýstur á Indlandi, meðal annars fyrir kynferðisglæpi. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. SPH Nithyananda Paramashivam, on behalf of the United States of KAILASA extends heartfelt congratulations to the resilient and vibrant people of Barbados on this joyful occasion of their Independence Day.#Barbados #KAILASA #Nithyananda #IndependenceDay pic.twitter.com/VAfCZu1wvm— KAILASA's PMO (@kailasa_pmo) November 30, 2023 Fyrrnefnd viljayfirlýsing varði samkomulag um mögulegan stuðning Paragvæ við Bandaríki Kailasa, viðurkenningu á sjálfstæði ríkisins og stuðning við ríkið hvað varðaði inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar og fleiri alþjóðleg samtök. Chamorro viðurkenndi í útvarpsviðtali að hann vissi ekki hvar ríkið væri í heiminum en hann hefði undirritað yfirlýsinguna þar sem fulltrúar Bandaríkja Kailasa hefðu boðist til að styðja Paragvæ í ýmsum málum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúum „ríkisins“ tekst að gabba embættismenn en í febrúar tóku þeir þátt í tveimur nefndarfundum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá viðurkenndu yfirvöld í Newark í New Jersey að þau hefðu verið göbbuð þegar þeir undirrituðu samkomulag um að verða vinaborg Kailasa. Paragvæ Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Arnaldo Chamorro undirritaði viljayfirlýsinguna eftir fund hans og landbúnaðarráðherrans, Carlos Giménez, með fulltrúum Bandaríkja Kailasa. Um er að ræða skáldað ríki, sem er lýst sem endurreisn upplýsts samfélags hindúa um allan heim. Forsvarsmaður Bandaríkja Kailasa er gúrúinn Nithyananda, sem er eftirlýstur á Indlandi, meðal annars fyrir kynferðisglæpi. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. SPH Nithyananda Paramashivam, on behalf of the United States of KAILASA extends heartfelt congratulations to the resilient and vibrant people of Barbados on this joyful occasion of their Independence Day.#Barbados #KAILASA #Nithyananda #IndependenceDay pic.twitter.com/VAfCZu1wvm— KAILASA's PMO (@kailasa_pmo) November 30, 2023 Fyrrnefnd viljayfirlýsing varði samkomulag um mögulegan stuðning Paragvæ við Bandaríki Kailasa, viðurkenningu á sjálfstæði ríkisins og stuðning við ríkið hvað varðaði inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar og fleiri alþjóðleg samtök. Chamorro viðurkenndi í útvarpsviðtali að hann vissi ekki hvar ríkið væri í heiminum en hann hefði undirritað yfirlýsinguna þar sem fulltrúar Bandaríkja Kailasa hefðu boðist til að styðja Paragvæ í ýmsum málum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúum „ríkisins“ tekst að gabba embættismenn en í febrúar tóku þeir þátt í tveimur nefndarfundum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá viðurkenndu yfirvöld í Newark í New Jersey að þau hefðu verið göbbuð þegar þeir undirrituðu samkomulag um að verða vinaborg Kailasa.
Paragvæ Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira