Hvenær er maður dáinn? Umdeild aðferð klýfur læknasamfélagið í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 06:18 Er maður dáinn ef hjartað fer að slá á ný og það þarf að klemma á æðarnar til heilans til að koma í veg fyrir heilastarfsemi? Ný aðferð vekur áleitnar spurningar, ekki síst þar sem líffæragjafakerfið allt byggir á trausti almennings. Getty „Það er óhugnanlegt að gera þetta,“ segir hjartaskurðlæknirinn V. Eric Thompson, um nýja aðferð við líffæraflutninga sem sérfræðingar vestanhafs deila nú hart um. Ummælin lét Thompson, sem einnig er sérfræðingur í líffæraígræðslum, falla í pallborðsumræðum um aðferðina við Yale School of Medicine. Við sama tilefni sagði Robert Truog, lífsiðfræðingur við Harvard Medical School, að aðferðin myndi fjölga gjafalíffærum en siðferðilegum og lagalegum spurningum væri ósvarað. Hingað til hafa flest gjafahjörtu verið fengin frá gjöfum sem hafa verið úrskurðaði heiladauðir, oft eftir alvarleg slys. Engin heilastarfsemi er til staðar en líkamanum er haldið gangandi þar til hægt er að sækja líffærin sem viðkomandi eða nákomnir honum hafa samþykkt að gefa. Nýja aðferðin er bundin við annan hóp sjúklinga; sjúklinga sem eru í dauðadái og sem aðstandendur hafa samþykkt að leyfa að deyja þar sem vonin á bata er nánast engin. Venjulega fer það ferli fram þannig að allri aðstoð við sjúklinginn er hætt, til að mynda öndunaraðstoð, og hann úrskurðaður látinn þegar hjartað hættir að slá. Í umræddum tilvikum hefur hingað til sárasjaldan verið hægt að nota hjartað úr viðkomandi, þar sem það er yfirleitt skemmt vegna súrefnisskorts. Nú hafa skurðlæknar hins vegar komist að því að hægt er að varðveita hjartað með því að koma því aftur af stað eftir að sjúklingurinn hefur verið úrskurðaður látinn. Margir heilbrigðisstarfsmenn og siðfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt. Annars vegar segja þeir aðferðina kollvarpa skilgreiningunni á dauða, sem hefur verið á þann veg að manneskja sé látinn þegar hjartað hefur hætt að starfa í eitt skipti fyrir öll. Með því að koma blóðrásinni og hjartanu aftur í gang sé þessi skilgreining úreld. Þá gera þeir alvarlegar athugasemdir við hitt; að þegar hjartanu er aftur komið í gang er klemmt á æðar sem liggja til heilans til að koma í veg fyrir heilastarfsemi. Vilja sumir meina að þetta skref í ferlinu sé í raun viðurkenning á því að viðkomandi sé alls ekki látinn. Vestanahafs er aðgerðin kölluð N.R.P., sem stendur fyrir „normothermic regional perfusion“.Getty Gaslýsing eða raunveruleikaflótti? Samkvæmt umfjöllun New York Times eru NYU Langone og Vanderbilt Medical Center í Nashville meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa grætt hjarta í líffæraþega eftir að hafa beitt umræddri aðferð. Hún hefur verið notuð nærri 30 sinnum á NYU Langone. Aðrir hafa hins vegar sett sig alfarið upp á móti henni, til að mynda læknasamtökin American College of Physicians, sem segja skrefið við að klemma fyrir æðarnar til heilans ganga gegn einu helsta borðorði líffæragjafa; að líffæragjöf megi ekki vera ástæða dauða gjafans. „Ég hef dálitlar áhyggjur af því að meðal sérfræðinga í líffæraflutningum sé ákveðin gaslýsing í gangi gagnvart almenningi,“ sagði Truog í pallborðinu við Yale. Nader Moazami, sem framkvæmdi fyrstu aðgerðina við NYU Langone, sakar siðfræðinga hins vegar um að setja sig á háan hest. „Þið getið setið á skrifstofunum ykkar og haft áhyggjur af siðfræðinni en þið hafið aldrei þurft að ganga inn í herbergi og standa andspænis sjúklingi sem er að deyja og fjölskyldu hans, sjúklingi sem hefur beðið eftir líffæri og mun ekki fá líffæri og mun deyja,“ segir Moazami. Sumir andstæðingar aðferðarinnar hafa gert því skóna að mögulega sé hægt að sækja þá til saka sem beita henni, þar sem þeir séu vísvitandi að tryggja dauða sjúklingsins með því að skerða blóðflæðið til heilans. Um það bil 103 þúsund manns eru á biðlista eftir líffæri í Bandaríkjunum og af þeim deyja sautján á hverjum degi. Flestir eru að bíða eftir nýra eða lifur en á hverju ári deyja um 20 prósent þeirra sem bíða eftir hjarta eða verða of veikir til að uppfylla skilyrði fyrir líffæragjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, umsjónarlækni hjartaígræðslna á Landspítalanum, hefur eingöngu tíðkast hérlendis að sækja líffæri hjá þeim sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir. Hún segist ekki hafa orðið vör við umræðu um að taka aðferðina upp hér á landi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times. Líffæragjöf Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira
Ummælin lét Thompson, sem einnig er sérfræðingur í líffæraígræðslum, falla í pallborðsumræðum um aðferðina við Yale School of Medicine. Við sama tilefni sagði Robert Truog, lífsiðfræðingur við Harvard Medical School, að aðferðin myndi fjölga gjafalíffærum en siðferðilegum og lagalegum spurningum væri ósvarað. Hingað til hafa flest gjafahjörtu verið fengin frá gjöfum sem hafa verið úrskurðaði heiladauðir, oft eftir alvarleg slys. Engin heilastarfsemi er til staðar en líkamanum er haldið gangandi þar til hægt er að sækja líffærin sem viðkomandi eða nákomnir honum hafa samþykkt að gefa. Nýja aðferðin er bundin við annan hóp sjúklinga; sjúklinga sem eru í dauðadái og sem aðstandendur hafa samþykkt að leyfa að deyja þar sem vonin á bata er nánast engin. Venjulega fer það ferli fram þannig að allri aðstoð við sjúklinginn er hætt, til að mynda öndunaraðstoð, og hann úrskurðaður látinn þegar hjartað hættir að slá. Í umræddum tilvikum hefur hingað til sárasjaldan verið hægt að nota hjartað úr viðkomandi, þar sem það er yfirleitt skemmt vegna súrefnisskorts. Nú hafa skurðlæknar hins vegar komist að því að hægt er að varðveita hjartað með því að koma því aftur af stað eftir að sjúklingurinn hefur verið úrskurðaður látinn. Margir heilbrigðisstarfsmenn og siðfræðingar hafa hins vegar bent á tvennt. Annars vegar segja þeir aðferðina kollvarpa skilgreiningunni á dauða, sem hefur verið á þann veg að manneskja sé látinn þegar hjartað hefur hætt að starfa í eitt skipti fyrir öll. Með því að koma blóðrásinni og hjartanu aftur í gang sé þessi skilgreining úreld. Þá gera þeir alvarlegar athugasemdir við hitt; að þegar hjartanu er aftur komið í gang er klemmt á æðar sem liggja til heilans til að koma í veg fyrir heilastarfsemi. Vilja sumir meina að þetta skref í ferlinu sé í raun viðurkenning á því að viðkomandi sé alls ekki látinn. Vestanahafs er aðgerðin kölluð N.R.P., sem stendur fyrir „normothermic regional perfusion“.Getty Gaslýsing eða raunveruleikaflótti? Samkvæmt umfjöllun New York Times eru NYU Langone og Vanderbilt Medical Center í Nashville meðal þeirra heilbrigðisstofnana sem hafa grætt hjarta í líffæraþega eftir að hafa beitt umræddri aðferð. Hún hefur verið notuð nærri 30 sinnum á NYU Langone. Aðrir hafa hins vegar sett sig alfarið upp á móti henni, til að mynda læknasamtökin American College of Physicians, sem segja skrefið við að klemma fyrir æðarnar til heilans ganga gegn einu helsta borðorði líffæragjafa; að líffæragjöf megi ekki vera ástæða dauða gjafans. „Ég hef dálitlar áhyggjur af því að meðal sérfræðinga í líffæraflutningum sé ákveðin gaslýsing í gangi gagnvart almenningi,“ sagði Truog í pallborðinu við Yale. Nader Moazami, sem framkvæmdi fyrstu aðgerðina við NYU Langone, sakar siðfræðinga hins vegar um að setja sig á háan hest. „Þið getið setið á skrifstofunum ykkar og haft áhyggjur af siðfræðinni en þið hafið aldrei þurft að ganga inn í herbergi og standa andspænis sjúklingi sem er að deyja og fjölskyldu hans, sjúklingi sem hefur beðið eftir líffæri og mun ekki fá líffæri og mun deyja,“ segir Moazami. Sumir andstæðingar aðferðarinnar hafa gert því skóna að mögulega sé hægt að sækja þá til saka sem beita henni, þar sem þeir séu vísvitandi að tryggja dauða sjúklingsins með því að skerða blóðflæðið til heilans. Um það bil 103 þúsund manns eru á biðlista eftir líffæri í Bandaríkjunum og af þeim deyja sautján á hverjum degi. Flestir eru að bíða eftir nýra eða lifur en á hverju ári deyja um 20 prósent þeirra sem bíða eftir hjarta eða verða of veikir til að uppfylla skilyrði fyrir líffæragjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur, umsjónarlækni hjartaígræðslna á Landspítalanum, hefur eingöngu tíðkast hérlendis að sækja líffæri hjá þeim sem hafa verið úrskurðaðir heiladauðir. Hún segist ekki hafa orðið vör við umræðu um að taka aðferðina upp hér á landi. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef New York Times.
Líffæragjöf Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Sjá meira