Stelpurnar geta komið Íslandi á HM í Kólumbíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 11:01 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði mark í sigurleiknum á EM í sumar sem á endanum færði íslenska liðinu sæti í umpilsleiknum í dag. Hér sést hún á æfingu með liðinu fyrir leikinn. KSÍ Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í fótbolta er einum sigri frá því að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins næsta haust. Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Ísland mætir Austurríki í dag í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Kólumbíu sem fer fram 31. ágúst til 22. september á næsta ári. Leikurinn fer fram í Salou á Spáni en þessi leikur kom óvænt upp eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að fjölga liðum í úrslitakeppninni. Áður áttu bara liðin fjögur í undanúrslitum EM að tryggja sér sæti á HM en eftir að fjölgað var um átta lið í keppninni þá fékk Evrópa eitt sæti í viðbót. Þriðja sætið í riðlinum á EM dýrmætt Góður árangur Íslands í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu skilaði stelpunum okkar í þennan leik. Ísland og Austurríki urðu í þriðja sæti í sínum riðlum og fá því að spila um sæti í þessum umspilsleik á hlutlausum velli. Það var 2-0 sigur Íslands á Tékkum í riðlakeppninni síðasta sumar sem kom íslenska liðinu upp í þetta mikilvæga þriðja sætið. Mörk liðsins skoruðu þær Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Snædís María Jörundsdóttir sem báðar eru í hópnum núna. Það er líka Bergdís Sveinsdóttir sem skoraði hitt mark íslenska liðsins í úrslitakeppninni. Margrét Magnúsdóttir er landsliðsþjálfari Íslands í þessum aldursflokki og í liðinu eru margir leikmenn sem hafa náð sér í dýrmæta reynslu í Bestu deildinni síðustu sumur. Margrét mátti velja leikmenn sem eru fæddar frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2008. Það er ekki á hverjum degi sem íslensk landslið kemst á HM og stelpurnar gætu því afrekað eitthvað stórt með sigri í dag. Austurríska liðið vann Holland og gerði jafntefli við Belgíu í riðli sínum í sumar og endaði því með fleiri stig en íslenska liðið. Þær skoruðu líka einu marki meira. Hafa átt fína daga saman heima á Íslandi „Þetta leggst bara mjög vel í okkur. Við erum bara mjög spenntar og fullar tilhlökkunar að fá að takast á við þetta verkefni,“ sagði Margrét Magnúsdóttir í viðtali á miðlum KSÍ. „Við eigum fínan mögulega ef við spilum agaðan og góðan varnarleik. Það er það sem hefur fleytt okkur í þennan leik. Við höfum spilað mjög góða vörn og það er planið okkar að spila góðan varnarleik,“ sagði Margrét. Það er langt síðan stelpurnar kláruðu tímabilið með sínum félagsliðum og það er auðvitað ákveðinn óvissuþáttur. „Við erum búnar að eiga fína daga saman heima á Íslandi. Höfum náð tveimur lotum með liðinu með nokkrum æfingum og fengum síðan æfingarleik á móti Svíþjóð í vikunni sem var mjög gott fyrir okkur,“ sagði Margrét. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira