Söfnunin tók kipp: „Greinilegt að þetta snerti einhvern streng“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:22 Pökkunum hefur sýnilega fjölgað mikið síðan um helgina. Vísir/Silja Jólagjafasöfnun mæðrastyrksnefndar hefur svo sannarlega tekið kipp eftir umfjöllun helgarinnar um dræma þátttöku í söfnuninni. Markaðsstjóri Kringlunnar segir nú 2,5 milljónir hafa safnast af fjárframlögum auk fjölda pakka sem komið hefur verið fyrir undir jólatrénu í Kringlunni. Athygli vakti um helgina þegar Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar lýsti yfir áhyggjum af dræmri þátttöku í söfnuninni, sem fer fram ár hvert í verslunarmiðstöðinni. „Ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur,“ sagði Baldvina í samtali við Vísi á laugardag. Nú segir Baldvina horfurnar mun betri. „Það er greinilegt að þetta snerti einhvern streng, að það væri að ganga svona illa að safna jólagjöfum handa börnunum okkar,“ segir hún. „Það fór allt af stað strax á laugardaginn. Þá fóru að myndast raðir við innpökkunarborðin,“ segir Baldvina, og segir pökkunum hafa fjölgað ört og fjárframlögum líka. Raunhæft að metinu verði náð Auk pakkasöfnunarinnar er hægt að styrkja verkefnið með frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. Baldvina segir að í morgun hafi ótrúlegar tölur komið upp úr bókhaldinu þegar staða söfnunarinnar var skoðuð. „Það voru 2,5 milljónir sem komu á laugardag og sunnudag, þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Aðspurð segir Baldvina að þegar best lét hafi framlögin numið um þrjár milljónir króna, þá fyrir allan desembermánuð. Hún segir því raunhæft markmið að metið verði slegið í ár. Baldvina segist himinlifandi yfir árangrinum og að skipuleggjendur verkefnisins hafi tekið gleði sína á ný eftir helgina. „Bara vá, ég trúi þessu varla,“ segir Baldvina að lokum. Kringlan Jól Góðverk Reykjavík Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Athygli vakti um helgina þegar Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar lýsti yfir áhyggjum af dræmri þátttöku í söfnuninni, sem fer fram ár hvert í verslunarmiðstöðinni. „Ég vona bara að þetta taki kipp. Þetta hefur áður farið rólega af stað og tekið kipp en þetta er óvenjulegt, þess vegna hefur maður áhyggjur,“ sagði Baldvina í samtali við Vísi á laugardag. Nú segir Baldvina horfurnar mun betri. „Það er greinilegt að þetta snerti einhvern streng, að það væri að ganga svona illa að safna jólagjöfum handa börnunum okkar,“ segir hún. „Það fór allt af stað strax á laugardaginn. Þá fóru að myndast raðir við innpökkunarborðin,“ segir Baldvina, og segir pökkunum hafa fjölgað ört og fjárframlögum líka. Raunhæft að metinu verði náð Auk pakkasöfnunarinnar er hægt að styrkja verkefnið með frjálsum framlögum á vefsíðu Kringlunnar. Baldvina segir að í morgun hafi ótrúlegar tölur komið upp úr bókhaldinu þegar staða söfnunarinnar var skoðuð. „Það voru 2,5 milljónir sem komu á laugardag og sunnudag, þetta er alveg ótrúlegt,“ segir Baldvina. Baldvina Snælaugsdóttir er markaðsstjóri Kringlunnar. Aðspurð segir Baldvina að þegar best lét hafi framlögin numið um þrjár milljónir króna, þá fyrir allan desembermánuð. Hún segir því raunhæft markmið að metið verði slegið í ár. Baldvina segist himinlifandi yfir árangrinum og að skipuleggjendur verkefnisins hafi tekið gleði sína á ný eftir helgina. „Bara vá, ég trúi þessu varla,“ segir Baldvina að lokum.
Kringlan Jól Góðverk Reykjavík Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira