Lars ítrekar meðmæli sín með Heimi sem hann treystir að fullu Aron Guðmundsson skrifar 7. desember 2023 08:00 Lars og Heimir á góðri stundu saman. mynd/vilhelm Án þess að hika, myndi Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, mæla með fyrrum samstarfsmanni sínum Heimi Hallgrímssyni í hvaða þjálfarastarf sem er. Hann er yfir sig hrifinn af starfi Heimis með Jamaíka upp á síðkastið. Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“ Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti á vegum sænska miðilsins Fotbollskanalen, sem bar yfirheitið krísan í sænskum fótbolta, lét Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Svíþjóðar, hafa það eftir sér að hann myndi klárlega mæla með því við forráðamenn sænska knattspyrnusambandsins að ráða Heimi Hallgrímsson, hans fyrrum samstarfsmann hjá íslenska landsliðinu og núverandi þjálfari Jamaíka, sem næsta landsliðsþjálfara sænska landsliðsins. Sænska landsliðið hefur upplifað betri tíma en undanfarið. Liðinu tókst ekki að tryggja sér sæti á EM næsta árs og er nú án þjálfara. „Aðdragandinn að þessu felst kannski í miklum vangaveltum hér í Svíþjóð,“ segir Lars í samtali við Vísi aðspurður um meðmæli sín á Heimi. „Það er nýtt fólk í brúnni hjá sænska knattspyrnusambandinu, fólk sem ég þekki ekki persónulega í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins sem og forsetaembættinu.“ Vangavelturnar, varðandi það hver eigi að taka við þjálfun sænska landsliðsins, hafi verið miklar upp á síðkastið og í viðtali sem Lars fór í á dögunum hjá Fotbollskanalen var hann beðinn um koma með nöfn á mögulegum kandídötum í landsliðsþjálfarastarfið hjá Svíum. „Það hafa margir verið orðaðir við starfið í fjölmiðlum en að mínu mati verður maður að þekkja þá einstaklinga sem maður nefnir í umræðunni mjög vel. Vita hvernig einstaklingar þeir eru og hvaða eiginleikum þeir búa yfir á sviði fótboltans. Þess vegna nefndi ég Heimi sem og Per Joar Hansen, fyrrum aðstoðarmann minn hjá norska landsliðinu í þessum efnum. Ég tel að það muni ekki hafa einhver áhrif á þjálfaraleit sænska knattspyrnusambandsins sem hefur ekki beðið um mitt álit á þessu. En ég treysti þessum tveimur þjálfurum 100% þegar kemur að þeim sem einstaklingum sem og færni þeirra á sviði fótboltans. Þá búa þeir báðir yfir reynslu af því að starfa í landsliðsumhverfinu, eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt.“ Það er margt í fari Heimis sem gerir Lars auðvelt að mæla með honum í hvaða þjálfarastarf sem er. „Karakterinn þinn sem manneskja sem og þjálfari skiptir svo miklu máli í landsliðsþjálfarastarfinu. Og þegar að maður hefur starfað með fólki þá þekkir maður það inn og út. Þess vegna myndi ég án efa mæla með Heimi í hvaða þjálfarastarf sem er.“ „Er að gera frábæra hluti“ Og Lars hefur fylgt náið með sínum fyrrum samstarfsfélaga hjá íslenska landsliðinu. Heimir hefur verið að gera góða hluti með landslið Jamaíka sem tryggði sér sæti á Copa America á dögunum og er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. „Já ég fylgist vel með úrslitum liðsins undir hans stjórn og hef einnig verið að horft á vel flesta leiki liðsins í gegnum WyScout. Þá tölum við Heimir reglulega saman. Ég er virkilega hrifinn af hans vinnu þarna. Hann er að gera frábæra hluti með þetta landslið Jamaíka.“ Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum, karlalandsliði Jamaíku í knattspyrnu og hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.Omar Vega/Getty Images „Ef við horfum á úrslit liðsins áður en að Heimir tók við þjálfun þess og tökum með í reikninginn öll vandamálin varðandi liðsskipan Jamaíka, leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að spila fyrir liðið og annað slíkt, þá sjáum við hversu sterkt hjá Heimi það er að koma þessu aftur á gott skrið. Ná að tryggja sér sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Hann er að vinna mjög gott starf þarna með Guðmundi Hreiðarssyni. Virkilega vel að verki staðið hjá þeim að mínu mati.“
Sænski boltinn Svíþjóð Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira