Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 82-103 | Óvæntur stórsigur í Ljónagryfjunni Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 8. desember 2023 21:00 Remy Martin var frábær í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Keflavík í lokaleik 10. umferðar Subway-deildar karla í kvöld sem fram fór í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Það var auðvitað Dominykas Milka sem setti niður fyrstu stig leiksins fyrir Njarðvíkinga en hann var að mæta sínum gömlu félögum í Keflavík. Það var mikil barátta framan af í fyrsta leikhluta og ekki mikið skorað á upphafsmínútum. Njarðvíkingar komust þó í 8-2 en eftir það tóku Keflavík kipp og náðu að snúa leiknum sér í hag 8-14. Benedikt Guðmundsson tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum sem virðist hafa skilað einhverju því Njarðvíkingar virtust vakna og náðu að fara með 19-17 forystu úr fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar byrjuðu annan leikhluta betur og náðu að bæta við forskot sitt en það átti þó ekki eftir að lifa lengi. Gestirnir ákváðu snemma að setja bara í allt annan gír og náðu tökum á leiknum sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir lifði leikhluta. Keflavík átti svar við öllu sem Njarðvíkingar voru að gera og sömuleiðis áttu heimamenn fá svör við því sem Keflvíkingar gerðu og þá einna helst því sem Remy Martin var að gera því hann endaði fyrri hálfleikinn með 23 stig og fóru gestirnir með sannfærandi ellefu stiga forskot í hálfleikinn, 40-51. Þriðji leikhluti var nánast beint framhald af öðrum leikhluta en Keflavík áttu ekki í neinum vandræðum með nágranna sína og héldu áfram að keyra þá í kaf. Njarðvíkingar voru ekki að hitta úr skotunum sínum og Keflavík voru duglegir að keyra upp völlinn og refsa. Gestirnir fóru því með þægilega forystu inn í síðasta leikhlutann 55-78 og fátt sem benti til annars en að þeir væru að fara með þægilegan sigur á nágrönnum sínum. Njarðvíkingar náðu fyrstu stigum á töfluna í fjórða leikhluta en leikurinn var nánast ráðinn þegar þangað var komið og Keflavík sigldi þægilegum sigri heim. Lokatölur 82-103 og öruggur sigur gestana frá Keflavík staðreynd. Af hverju vann Keflavík? Remy Martin var gjörsamlega sturlaður í liði Keflavíkur í kvöld og hægeldaði Njarðvíkinga. Njarðvíkingar áttu enginn svör við frábærum leik Remy Martin sem var kominn með 23 stig í fyrri hálfleik. Keflavík náði tökum á leiknum snemma í öðrum leikhluta sem þeir létu ekki af hendi. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin endaði leikinn með 33 stig, sex fráköst og tvær stoðsendingar og var lang besti maður vallarins. Hjá heimamönnum var Þorvaldur Árnason atkvæðamestur með 21 stig, fimm fráköst og tvær stoðsendingar. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar voru að hitta einstaklega illa og fá auðveld stig á sig á breikinu. Njarðvíkingar sem hafa verið heitir í þriggja stiga skori í síðustu leikjum en í kvöld var þetta ekki að detta hjá þeim. Voru 7/29 (24 prósent nýting) úr þristum á meðan Keflavík voru 16/36 (44 prósent nýting) Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Val á meðan Keflvíkingar taka á móti Þór Þorlákshöfn. „Mesta understatement vetrarins að hann hafi verið okkur erfiður.“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki ánægður.Vísir/Hulda Margrét „Ekki það sem við plönuðum, alls ekki. Þetta var bara ofboðslega léleg frammistaða. Þetta er bara algjör hauskúpu frammistaða hérna frá okkur í kvöld, því miður,“ sagði svekktur Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap gegn nágrönnum sínum í Keflavík nú í kvöld. Benedikt Guðmundsson fór ekkert mjúkum höndum um það að þetta hafi mögulega verið þeirra versti leikur í vetur. „Lang versti, bara langversti. Sama hvort það sé litið varnarmeginn eða sóknarmeginn. Þetta var bara ofboðslega slakt að mínu mati.“ Njarðvíkingar hafa skotið vel í vetur en í þessum leik var lítið að detta fyrir þá í kvöld og var Benedikt svekktur að sjá svona marga leikmenn eiga off dag í kvöld. „Við vorum bara algjörlega off fannst mér, magir lykilmenn. Við vorum að hitta mjög illa fyrir utan, við vorum að klára drive-in okkar mjög illa. Vissulega áttum við að fá kannski aðeins fleiri víti en við vorum ekki einu sinni að nýta vítin vel þannig að það skipti engu máli. Það var bara allt að ganga illa og svo var varnarmeginn þá ætla ég ekkert að vera brjálaður út í mína menn fyrir að fá þrista hérna frá einhverjum auglýsinga merkjum á gólfinu þremur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna en það hjálpaði ekki. Við vorum ofboðslega seinir tilbaka. Þeir voru að fá break away layup hérna hvað eftir annað og það er bara ekkert í boði og þú gefur ekkert svoleiðis körfur hvorki í úrvalsdeild og hvað þá El clasico.“ Njarðvíkingar áttu í stökustu vandræðum með Remy Martin og áttu fá svör við hans leik í kvöld. „Ég myndi segja að þetta væri svona mesta understatement vetrarins að hann hafi verið okkur erfiður. Hann var bara svikamylla hérna. Hann var bara að setja í grillið á okkur og þetta var sýning. Þetta minnti meira á bara einhvern leikmann að spila með sýningar liði heldur en skipulagðan körfubolta því að hann tók þetta bara yfir og setti vind í seglin hjá Keflavík, bara sterkan vind í seglin. Sérstaklega hérna í öðrum leikhluta. Á svona degi þá er hann bara algjör svindlkall. “ Njarðvíkingar mæta Valsliðinu í síðasta leik fyrir jólafrí en þrátt fyrir skellinn í kvöld mátti ekki finna bilbug á Benedikt Guðmundssyni. „Það er bara einn leikur eftir fram að jólum og fyrri umferðin að klárast. Við þurfum að koma okkur aftur á sigurbraut. Við erum 7-3 núna ásamt einhverjum fullt af liðum og við bugumst ekki við þetta en þetta er náttúrulega ömurlegt að koma með svona hauskúpu frammistöðu í leik þessara tveggja liða.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Körfubolti
Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Keflavík í lokaleik 10. umferðar Subway-deildar karla í kvöld sem fram fór í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Það var auðvitað Dominykas Milka sem setti niður fyrstu stig leiksins fyrir Njarðvíkinga en hann var að mæta sínum gömlu félögum í Keflavík. Það var mikil barátta framan af í fyrsta leikhluta og ekki mikið skorað á upphafsmínútum. Njarðvíkingar komust þó í 8-2 en eftir það tóku Keflavík kipp og náðu að snúa leiknum sér í hag 8-14. Benedikt Guðmundsson tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum sem virðist hafa skilað einhverju því Njarðvíkingar virtust vakna og náðu að fara með 19-17 forystu úr fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar byrjuðu annan leikhluta betur og náðu að bæta við forskot sitt en það átti þó ekki eftir að lifa lengi. Gestirnir ákváðu snemma að setja bara í allt annan gír og náðu tökum á leiknum sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir lifði leikhluta. Keflavík átti svar við öllu sem Njarðvíkingar voru að gera og sömuleiðis áttu heimamenn fá svör við því sem Keflvíkingar gerðu og þá einna helst því sem Remy Martin var að gera því hann endaði fyrri hálfleikinn með 23 stig og fóru gestirnir með sannfærandi ellefu stiga forskot í hálfleikinn, 40-51. Þriðji leikhluti var nánast beint framhald af öðrum leikhluta en Keflavík áttu ekki í neinum vandræðum með nágranna sína og héldu áfram að keyra þá í kaf. Njarðvíkingar voru ekki að hitta úr skotunum sínum og Keflavík voru duglegir að keyra upp völlinn og refsa. Gestirnir fóru því með þægilega forystu inn í síðasta leikhlutann 55-78 og fátt sem benti til annars en að þeir væru að fara með þægilegan sigur á nágrönnum sínum. Njarðvíkingar náðu fyrstu stigum á töfluna í fjórða leikhluta en leikurinn var nánast ráðinn þegar þangað var komið og Keflavík sigldi þægilegum sigri heim. Lokatölur 82-103 og öruggur sigur gestana frá Keflavík staðreynd. Af hverju vann Keflavík? Remy Martin var gjörsamlega sturlaður í liði Keflavíkur í kvöld og hægeldaði Njarðvíkinga. Njarðvíkingar áttu enginn svör við frábærum leik Remy Martin sem var kominn með 23 stig í fyrri hálfleik. Keflavík náði tökum á leiknum snemma í öðrum leikhluta sem þeir létu ekki af hendi. Hverjir stóðu upp úr? Remy Martin endaði leikinn með 33 stig, sex fráköst og tvær stoðsendingar og var lang besti maður vallarins. Hjá heimamönnum var Þorvaldur Árnason atkvæðamestur með 21 stig, fimm fráköst og tvær stoðsendingar. Hvað gekk illa? Njarðvíkingar voru að hitta einstaklega illa og fá auðveld stig á sig á breikinu. Njarðvíkingar sem hafa verið heitir í þriggja stiga skori í síðustu leikjum en í kvöld var þetta ekki að detta hjá þeim. Voru 7/29 (24 prósent nýting) úr þristum á meðan Keflavík voru 16/36 (44 prósent nýting) Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir Val á meðan Keflvíkingar taka á móti Þór Þorlákshöfn. „Mesta understatement vetrarins að hann hafi verið okkur erfiður.“ Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki ánægður.Vísir/Hulda Margrét „Ekki það sem við plönuðum, alls ekki. Þetta var bara ofboðslega léleg frammistaða. Þetta er bara algjör hauskúpu frammistaða hérna frá okkur í kvöld, því miður,“ sagði svekktur Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir tap gegn nágrönnum sínum í Keflavík nú í kvöld. Benedikt Guðmundsson fór ekkert mjúkum höndum um það að þetta hafi mögulega verið þeirra versti leikur í vetur. „Lang versti, bara langversti. Sama hvort það sé litið varnarmeginn eða sóknarmeginn. Þetta var bara ofboðslega slakt að mínu mati.“ Njarðvíkingar hafa skotið vel í vetur en í þessum leik var lítið að detta fyrir þá í kvöld og var Benedikt svekktur að sjá svona marga leikmenn eiga off dag í kvöld. „Við vorum bara algjörlega off fannst mér, magir lykilmenn. Við vorum að hitta mjög illa fyrir utan, við vorum að klára drive-in okkar mjög illa. Vissulega áttum við að fá kannski aðeins fleiri víti en við vorum ekki einu sinni að nýta vítin vel þannig að það skipti engu máli. Það var bara allt að ganga illa og svo var varnarmeginn þá ætla ég ekkert að vera brjálaður út í mína menn fyrir að fá þrista hérna frá einhverjum auglýsinga merkjum á gólfinu þremur metrum fyrir utan þriggja stiga línuna en það hjálpaði ekki. Við vorum ofboðslega seinir tilbaka. Þeir voru að fá break away layup hérna hvað eftir annað og það er bara ekkert í boði og þú gefur ekkert svoleiðis körfur hvorki í úrvalsdeild og hvað þá El clasico.“ Njarðvíkingar áttu í stökustu vandræðum með Remy Martin og áttu fá svör við hans leik í kvöld. „Ég myndi segja að þetta væri svona mesta understatement vetrarins að hann hafi verið okkur erfiður. Hann var bara svikamylla hérna. Hann var bara að setja í grillið á okkur og þetta var sýning. Þetta minnti meira á bara einhvern leikmann að spila með sýningar liði heldur en skipulagðan körfubolta því að hann tók þetta bara yfir og setti vind í seglin hjá Keflavík, bara sterkan vind í seglin. Sérstaklega hérna í öðrum leikhluta. Á svona degi þá er hann bara algjör svindlkall. “ Njarðvíkingar mæta Valsliðinu í síðasta leik fyrir jólafrí en þrátt fyrir skellinn í kvöld mátti ekki finna bilbug á Benedikt Guðmundssyni. „Það er bara einn leikur eftir fram að jólum og fyrri umferðin að klárast. Við þurfum að koma okkur aftur á sigurbraut. Við erum 7-3 núna ásamt einhverjum fullt af liðum og við bugumst ekki við þetta en þetta er náttúrulega ömurlegt að koma með svona hauskúpu frammistöðu í leik þessara tveggja liða.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti