Willum var á sínum stað í byrjunarliði Go Ahead Eagles en það voru gestirnir í Utrecht sem tóku forystuna á tíundu mínútu með marki frá Victor Jensen áður en Bart Ramselaar tvöfaldaði forystuna eftir tæplega hálftíma leik.
Reyndust það að lokum einu mörk leiksins og niðurstaðan varð 0-2 sigur heimamanna sem nú eru með 16 stig í 13. sæti deildarinnar eftir 15 leiki.
Willum og félagar sitja hins vegar í sjötta sæti með 22 stig og eru án sigurs í seinustu þremur deildarleikjum. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og gerði jafntefli gegn Nijmegen þann 26. nóvember síðastliðinn.