„Þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2023 11:25 Karl Steinar Valsson er sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir atvik þar sem glimmeri var kastað yfir utanríkisráðherra vera eitthvað sem ekki er hægt að sætta sig við. Atvikið hefur áhrif á hvernig öryggisgæslu ráðherra er háttað. Á föstudaginn í síðustu viku var glimmeri kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra þegar hann var viðstaddur fund vegna 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mótmælendur voru ósáttir með aðgerðir íslenskra stjórnvalda hvað varðar átök Ísrael og Palestínu og kölluðu eftir viðskiptabanni og stjórnmálaslitum við Ísrael. Í gær sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og samflokksmaður Bjarna, Guðlaugur Þór Þórðarson, að það væri hræðilegt ef setja þurfi öryggisgæslu fyrir ráðherra. „Við skulum ekki gleyma því að þetta svokallaða glimmer eða hvað þú vilt kalla þetta, það er hægt að nota ýmislegt annað. Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta,“ sagði Guðlaugur. Óásættanlegt Karl Steinar Valsson, sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, er á sama máli og Guðlaugur. Hann segir að þarna hafi verið stigin skref sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Öryggismál í kringum æðstu stjórn eru mál sem við erum alltaf með í sífelldri skoðun og endurfærslu. Óneitanlega hefur þetta áhrif á það, þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt. Við erum bara að skoða það en eðlilega erum við ekkert sérstaklega að ræða það hvernig það er sem við bregðumst við því. En þetta er í sífelldri skoðun,“ segir Karl Steinar. Eitt að segja, annað að gera Lögreglan ber ábyrgð á öryggiseftirliti með ráðherrum og segir Karl Steinar að hingað til hafi fólk getað virt hefðbundinn samskiptamáta við þá. „Við höfum hingað til lifað í mjög friðsælu samfélagi þar sem fólk kemur almennilega fram og virðir mörk á því hvað er eðlilegt að segja og gera. Eitt er að segja hluti, annað er að bregðast við með öðrum hætti. Það er bara það sem hefur áhrif,“ segir Karl Steinar. Hefur ekki veitt viðtal Bjarni hefur ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins enn sem komið er en á laugardaginn birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hann vilji ekki kynda undir mótmælendum. „Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt,“ skrifaði Bjarni. Dóttirin frétti af málinu á TikTok Þá sagði hann frá því að hann hafi þurft að útskýra fyrir tólf ára dóttur sinni hvað hafði gerst þarna eftir að hún sá færslu frá RÚV um atvikið á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk,“ skrifaði Bjarni. Fleiri niðrandi athugasemdir voru ritaðar um Bjarna og hægt er að sjá einhverjar þeirra hér fyrir neðan. Flestar þeirra voru ritaðar af nafnlausum aðgöngum, það er að ekki er hægt að finna út hvaða einstaklingur er með aðganginn. Skjáskot af nokkrum ummælum undir TikTok-myndbandi RÚV. Þá hafa einhverjir skrifað svipað niðrandi athugasemdir um þá sem báru ábyrgð á mótmælunum. Nokkur ummæli frá einstaklingum sem ekki voru ánægðir með athæfið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Á föstudaginn í síðustu viku var glimmeri kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra þegar hann var viðstaddur fund vegna 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mótmælendur voru ósáttir með aðgerðir íslenskra stjórnvalda hvað varðar átök Ísrael og Palestínu og kölluðu eftir viðskiptabanni og stjórnmálaslitum við Ísrael. Í gær sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og samflokksmaður Bjarna, Guðlaugur Þór Þórðarson, að það væri hræðilegt ef setja þurfi öryggisgæslu fyrir ráðherra. „Við skulum ekki gleyma því að þetta svokallaða glimmer eða hvað þú vilt kalla þetta, það er hægt að nota ýmislegt annað. Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta,“ sagði Guðlaugur. Óásættanlegt Karl Steinar Valsson, sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, er á sama máli og Guðlaugur. Hann segir að þarna hafi verið stigin skref sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Öryggismál í kringum æðstu stjórn eru mál sem við erum alltaf með í sífelldri skoðun og endurfærslu. Óneitanlega hefur þetta áhrif á það, þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt. Við erum bara að skoða það en eðlilega erum við ekkert sérstaklega að ræða það hvernig það er sem við bregðumst við því. En þetta er í sífelldri skoðun,“ segir Karl Steinar. Eitt að segja, annað að gera Lögreglan ber ábyrgð á öryggiseftirliti með ráðherrum og segir Karl Steinar að hingað til hafi fólk getað virt hefðbundinn samskiptamáta við þá. „Við höfum hingað til lifað í mjög friðsælu samfélagi þar sem fólk kemur almennilega fram og virðir mörk á því hvað er eðlilegt að segja og gera. Eitt er að segja hluti, annað er að bregðast við með öðrum hætti. Það er bara það sem hefur áhrif,“ segir Karl Steinar. Hefur ekki veitt viðtal Bjarni hefur ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins enn sem komið er en á laugardaginn birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hann vilji ekki kynda undir mótmælendum. „Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt,“ skrifaði Bjarni. Dóttirin frétti af málinu á TikTok Þá sagði hann frá því að hann hafi þurft að útskýra fyrir tólf ára dóttur sinni hvað hafði gerst þarna eftir að hún sá færslu frá RÚV um atvikið á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk,“ skrifaði Bjarni. Fleiri niðrandi athugasemdir voru ritaðar um Bjarna og hægt er að sjá einhverjar þeirra hér fyrir neðan. Flestar þeirra voru ritaðar af nafnlausum aðgöngum, það er að ekki er hægt að finna út hvaða einstaklingur er með aðganginn. Skjáskot af nokkrum ummælum undir TikTok-myndbandi RÚV. Þá hafa einhverjir skrifað svipað niðrandi athugasemdir um þá sem báru ábyrgð á mótmælunum. Nokkur ummæli frá einstaklingum sem ekki voru ánægðir með athæfið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent