Sjáðu dramatíkina í dauðariðlinum og fleiri mörk úr Meistaradeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:01 Alessandro Florenzi og félagar í AC Milan fögnuðu sigri í leiklok í Newcastle en komust samt bara í Evrópudeildina því PSG náði í stig í Þýskalandi. Getty/Michael Steele Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöldi og nú er endanlega ljóst hvaða lið komust áfram í sextán liða úrslitin, hvaða lið enduðu í Evrópudeildinni og hvaða lið þurfa ekki að gera ráð fyrir neinum Evrópuleikjum eftir áramót. Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira