Valdimar Þór og Jón Guðni við það að ganga í raðir Víkinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2023 23:01 Jón Guðni í landsleik gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Alex Grimm/Getty Images Heimildir Vísis herma að Íslands- og bikarmeistarar Víkings séu í þann mund að ganga frá samningum við hinn sóknarþenkjandi Valdimar Þór Ingimundarson og miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson. Báðir eiga að baki A-landsleiki og báðir eru að koma úr atvinnumennsku. Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira
Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann