Samruni Marels og JBT skynsamlegur ef skuldir aukast ekki verulega
![Greinendur William Blair fagna því að Árni Sigurðsson hafi verið ráðinn forstjóri Marels en sinni starfinu ekki tímabundið. Það sé betra fyrir JBT að að eiga í beinum samskiptum við forstjóra sem hafi óskorað umboð.](https://www.visir.is/i/69FF442E5AF3AE95E34A33A8A93005D2C926F17B7033F867910368BAC78CC050_713x0.jpg)
Greinendur bandaríska fjárfestingarbankans William Blair telja að Marel og John Bean Technologies (JBT) séu nú nær því að hefja samrunaviðræður og um möguleika á „verulegum“ samlegðaráhrifum ef samningar nást.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/B0923F9E55A31AA474FEC7FB056A0DCE0C940EDC014DD113672D1023D66762B3_308x200.jpg)
Nýr forstjóri með raunhæfari rekstrarmarkmið væri gott skref fyrir Marel
Það gæti verið heilladrjúgt fyrir gengisþróun Marels að fá nýjan forstjóra sem setur rekstrarmarkmið sem félagið getur náð. Við það öðlast aftur fjárfestar trú á félaginu, segir greinandi í samtali við Innherja.
![](https://www.visir.is/i/CCB5169B5743E41450CC3F2EEF92A6D5ECE0077702DE16B8967505C2698C091D_308x200.jpg)
Marel ætti að fara í hlutafjáraukningu til að grynnka á miklum skuldum
Hlutabréfaverð Marels rauk upp í byrjun vikunnar eftir að greinendur ING hækkuðu talsvert verðmat sitt á félaginu en þrátt fyrir að uppgjör þriðja fjórðungs hafi verið undir væntingum telja þeir jákvæð teikn á lofti í rekstrinum sem endurspeglist meðal annars í minnkandi kostnaðargrunni. Að sögn hollenska bankans væri skynsamlegt fyrir Marel að ráðast í hlutafjáraukningu í því skyni að minnka óhóflega skuldsetningu félagsins.