Ólíklegt að allir komist heim fyrir jól Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 18:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna gríðarlega alvarlega. Vísir/Vilhelm Icelandair segir það ólíklegt að allir farþegar komist á áfangastað fyrir jól að öllu óbreyttu. Er það vegna verkfalls flugumferðastjóra sem hefur valdið umtalsverðri truflun og töfum á flugáætlun flugfélagsins. Frekari verkföll hafa verið boðuð í næstu viku og munu þau hafa áhrif á flugátlanir á flugvellinum. Aðgerðirnar hafa þegar haft áhrif á ferðalög um þrettán þúsund farþega Icelandair og ætla þeir að í næstu viku muni 23 þúsund farþegar verða fyrir áhrifum. Allt að milljarðs króna tjón Icelandair gerir ráð fyrir allt að milljarða króna tjóni vegna yfirstandandi verkfalls flugumferðarstjóra. Vegna aukins farþegafjölda yfir hátíðirnar muni frekari aðgerðir leiða til enn meiri raskana með tilheyrandi kostnaði. Núverandi áætlanir Icelandair gera ráð fyrir því að beinn kostnaður gæti numið 700 milljón krónum og allt upp að milljarði. Icelandair segist munu leita allra leiða til að fá tjónið bætt af hendi Isavia. Áríðandi að samkomulag náist Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í dag kemur fram að verkfallið standi yfir á milli klukkan fjögur og tíu að morgni og er það þegar flestar flugvélar Icelandair frá Norður-Ameríku lendi á Keflavíkurflugvelli og flestar flugvélar til Evrópu taka á loft. Því verða íslensk flugfélög frekar fyrir áætlunarröskunum en erlend. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna sem komin er upp vera alvarlega og að það sé mjög áríðandi að samkomulag náist sem allra fyrst. „Verkfallsaðgerðirnar hafa þegar valdið fjárhagslegu tjóni sem mun aukast verulega þegar nær dregur jólum ef samningar nást ekki. Aðgerðirnar bitna mest á þeim sem síst skyldi – fólki sem er að ferðast til að hitta fjölskyldu og vini á þessum mikilvæga tíma ársins,“ segir Bogi. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðalög Jól Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Frekari verkföll hafa verið boðuð í næstu viku og munu þau hafa áhrif á flugátlanir á flugvellinum. Aðgerðirnar hafa þegar haft áhrif á ferðalög um þrettán þúsund farþega Icelandair og ætla þeir að í næstu viku muni 23 þúsund farþegar verða fyrir áhrifum. Allt að milljarðs króna tjón Icelandair gerir ráð fyrir allt að milljarða króna tjóni vegna yfirstandandi verkfalls flugumferðarstjóra. Vegna aukins farþegafjölda yfir hátíðirnar muni frekari aðgerðir leiða til enn meiri raskana með tilheyrandi kostnaði. Núverandi áætlanir Icelandair gera ráð fyrir því að beinn kostnaður gæti numið 700 milljón krónum og allt upp að milljarði. Icelandair segist munu leita allra leiða til að fá tjónið bætt af hendi Isavia. Áríðandi að samkomulag náist Í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í dag kemur fram að verkfallið standi yfir á milli klukkan fjögur og tíu að morgni og er það þegar flestar flugvélar Icelandair frá Norður-Ameríku lendi á Keflavíkurflugvelli og flestar flugvélar til Evrópu taka á loft. Því verða íslensk flugfélög frekar fyrir áætlunarröskunum en erlend. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir stöðuna sem komin er upp vera alvarlega og að það sé mjög áríðandi að samkomulag náist sem allra fyrst. „Verkfallsaðgerðirnar hafa þegar valdið fjárhagslegu tjóni sem mun aukast verulega þegar nær dregur jólum ef samningar nást ekki. Aðgerðirnar bitna mest á þeim sem síst skyldi – fólki sem er að ferðast til að hitta fjölskyldu og vini á þessum mikilvæga tíma ársins,“ segir Bogi.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðalög Jól Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira