„Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. desember 2023 10:01 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, er vita laglaus en af miklu tónlistarfólki kominn. Í den stundaði hann karókí með miklum vinsældum, en það var þó vinur hans sem sá um sönginn að baka til. Snorri á það til að syngja hástöfum, en það er þá aðeins þegar hann er einn í bílnum. Vísir/Arnar Halldórsson Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital segist svo laglaus að hann sé vinsamlegast beðinn um að þegja þegar það er samsöngur. Snorri viðurkennir að stelast stundum í vasareikni eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Hvurslags spurning er þetta? Ég tel svefn vera gríðarlega vanmetin, sérstaklega þegar þú ert í starfi sem reynir fyrst og fremst á gráa vöðvann. Ef þú eða starfsmenn þínir eru mjög þreyttir og illa sofnir getur þú eða þeir allt eins verið heima. Þetta er annars stigs diffurjafna sem snýst um að hámarka afköst með tímasetningu sem vítt hliðarskilyrði.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Börnin er orðin stór og fullorðin. Það þarf ekki mikið að vekja þau, það þarf frekar að vekja mig. Það er morgunmatur, renna yfir viðskiptafréttir og koma sér í vinnuna. Á sumrin og vorin reyni ég að hjóla eins oft og ég get. Finnst það besta byrjunin á deginum, frískur. Hugleiðsla á morgnana…? …Hver gerir það eiginlega? Ef ég tæki hugleiðslu á morgnana myndi ég nú bara sofna aftur. Ég er einfaldur maður, það er kaffi fyrir mig takk. Ég tek hugleiðsluna áður en ég fer að sofa á nálastungumottu. Fer í kraftlyftingar tvisvar í viku í hádeginu og kem frískur til baka en farið að síga í upp úr sex en þá er líka kominn tími á að fara heim.“ Sönglar þú stundum með jólalögum í útvarpinu? „Biddu fyrir þér ef svo væri! Fólk heldur fyrir eyrun þegar ég syng. Ég er af miklu tónlistarfólki. Það biður mig vinsamlegast um að þegja ef það er samsöngur. Liggur mjög hátt rómur og gjörsamlega laglaus. Það er hins vegar rétt hjá þér að ég naut töluverðra vinsælda á karókíbörum í denn. Vinur minn sem er lærður söngvari sá um sönginn og faldi sig baka til. Ég sá um show-ið að venju. Sívinsælt atriði hjá okkur félögunum. Það er ekki að ástæðulausu að ég er í verðbréfabransanum. Ég er lítið hrifinn af jólalögum en syng hástöfum í bílnum þegar ég er einn með góðum lögum frá tíunda áratugnum eins og til dæmis Bonnie Tyler, Holding out for a Hero og Brother Louie með Modern Talking og já kannski stöku sinnum Baggalútur svo eitthvað sé nefnt.“ Snorri segist vera þannig að hann hamast eiginlega án þess að stoppa allan daginn frá níu til sex og viðurkennir að haustið hefur verið mikil keyrsla. Nýlega stofnaði hann síðan heildssölu með kærustunni en sem betur fer er ætlunin að kúpla sig frá allri vinnu og njóta sælunnar í Tyrklandi yfir hátíðarnar.Vísir/Arnar Halldórsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „The show must go on“ Það er gríðarleg keyrsla alla tíma sólarhringsins, allt árið um kring og vinnuhraðinn mikill. Auk rekstrar greiningardeildar þar sem við gefum út um 80 til 90 skýrslur á ári, auk annarrar útgáfu. Þá hefur verið mikil keyrsla í ráðgjafaverkefnum. Vinna allar helgar í haust. Ég er dálítið þannig að ég hamast non-stop frá 9 til 18 og oft bara 10 mín í hádegismat. Líður best í vinnu með krefjandi verkefnum þar sem keyrslan er töluverð. Nú í desember stofnaði ég svo litla heildsölu með kærustunni minni. Hef alltaf haft mikinn áhuga á verðlagningu en það er víst það sem ég er með framhaldsmenntun í. Það er mjög erfitt að slappa af þegar maður er í svona rekstri. Það eru annaðhvort óbyggðir eða útlönd. Það verður Tyrkland með konunni um jólin og ströndin við Öledeniz og Bláa lónið í Tyrklandi. Við erum með íbúð við Miðjarðhafið. Kúppla mig út þegar ég fer í annað umhverfi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég skipulegg mig á morgnana yfir fyrsta kaffibollanum. Ég hugsa samt um verkefni morgundagsins á kvöldin og laumast oft í vasareikninn í símanum eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. Bestu hugmyndirnar koma oftast þegar ég er á leiðinni heim úr vinnunni eða þegar ég er ekki í vinnunni. Dagskráin liggur því fyrir í grófum dráttum á morgnana þegar ég er búinn að sofa á hlutunum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Nei hættu nú alveg…! Ég er orðinn 47 ára og löngu hættur að trúa á jólasveininn. Það er oftast seint og eftir miðnætti. Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01 Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans. 2. desember 2023 10:01 Fannst liggja beint við að verða forseti Íslands Ragnhildur Ágústsdóttir, einn stofnenda og eigenda Lava Show er oftar en ekki kölluð LadyLava. Ragnhildur ólst upp í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur og fannst því liggja beinast við að verða forseti þegar hún yrði stór. Eða jafnvel álfkona. 25. nóvember 2023 10:01 Hætti að hlaupa og keypti sér pylsu, kók og súkkulaði Magnús Hafliðason forstjóri Dominos viðurkennir að geta nefnt alla helstu leikendur Love Island og eins að hann sé nokkuð stressaðri en eiginkonan á morgnana yfir því hvort allt náist ekki á tíma. 18. nóvember 2023 10:01 Kryfur málin í gufubaðinu með skemmtilegustu konum bæjarins Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, gerir allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið og byrjar daginn síðan klukkan sjö í Mjölni þar sem hún hittir skemmtilegustu konur bæjarins. 11. nóvember 2023 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Hvurslags spurning er þetta? Ég tel svefn vera gríðarlega vanmetin, sérstaklega þegar þú ert í starfi sem reynir fyrst og fremst á gráa vöðvann. Ef þú eða starfsmenn þínir eru mjög þreyttir og illa sofnir getur þú eða þeir allt eins verið heima. Þetta er annars stigs diffurjafna sem snýst um að hámarka afköst með tímasetningu sem vítt hliðarskilyrði.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Börnin er orðin stór og fullorðin. Það þarf ekki mikið að vekja þau, það þarf frekar að vekja mig. Það er morgunmatur, renna yfir viðskiptafréttir og koma sér í vinnuna. Á sumrin og vorin reyni ég að hjóla eins oft og ég get. Finnst það besta byrjunin á deginum, frískur. Hugleiðsla á morgnana…? …Hver gerir það eiginlega? Ef ég tæki hugleiðslu á morgnana myndi ég nú bara sofna aftur. Ég er einfaldur maður, það er kaffi fyrir mig takk. Ég tek hugleiðsluna áður en ég fer að sofa á nálastungumottu. Fer í kraftlyftingar tvisvar í viku í hádeginu og kem frískur til baka en farið að síga í upp úr sex en þá er líka kominn tími á að fara heim.“ Sönglar þú stundum með jólalögum í útvarpinu? „Biddu fyrir þér ef svo væri! Fólk heldur fyrir eyrun þegar ég syng. Ég er af miklu tónlistarfólki. Það biður mig vinsamlegast um að þegja ef það er samsöngur. Liggur mjög hátt rómur og gjörsamlega laglaus. Það er hins vegar rétt hjá þér að ég naut töluverðra vinsælda á karókíbörum í denn. Vinur minn sem er lærður söngvari sá um sönginn og faldi sig baka til. Ég sá um show-ið að venju. Sívinsælt atriði hjá okkur félögunum. Það er ekki að ástæðulausu að ég er í verðbréfabransanum. Ég er lítið hrifinn af jólalögum en syng hástöfum í bílnum þegar ég er einn með góðum lögum frá tíunda áratugnum eins og til dæmis Bonnie Tyler, Holding out for a Hero og Brother Louie með Modern Talking og já kannski stöku sinnum Baggalútur svo eitthvað sé nefnt.“ Snorri segist vera þannig að hann hamast eiginlega án þess að stoppa allan daginn frá níu til sex og viðurkennir að haustið hefur verið mikil keyrsla. Nýlega stofnaði hann síðan heildssölu með kærustunni en sem betur fer er ætlunin að kúpla sig frá allri vinnu og njóta sælunnar í Tyrklandi yfir hátíðarnar.Vísir/Arnar Halldórsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „The show must go on“ Það er gríðarleg keyrsla alla tíma sólarhringsins, allt árið um kring og vinnuhraðinn mikill. Auk rekstrar greiningardeildar þar sem við gefum út um 80 til 90 skýrslur á ári, auk annarrar útgáfu. Þá hefur verið mikil keyrsla í ráðgjafaverkefnum. Vinna allar helgar í haust. Ég er dálítið þannig að ég hamast non-stop frá 9 til 18 og oft bara 10 mín í hádegismat. Líður best í vinnu með krefjandi verkefnum þar sem keyrslan er töluverð. Nú í desember stofnaði ég svo litla heildsölu með kærustunni minni. Hef alltaf haft mikinn áhuga á verðlagningu en það er víst það sem ég er með framhaldsmenntun í. Það er mjög erfitt að slappa af þegar maður er í svona rekstri. Það eru annaðhvort óbyggðir eða útlönd. Það verður Tyrkland með konunni um jólin og ströndin við Öledeniz og Bláa lónið í Tyrklandi. Við erum með íbúð við Miðjarðhafið. Kúppla mig út þegar ég fer í annað umhverfi.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég skipulegg mig á morgnana yfir fyrsta kaffibollanum. Ég hugsa samt um verkefni morgundagsins á kvöldin og laumast oft í vasareikninn í símanum eða excel þegar enginn sér til á kvöldin. Bestu hugmyndirnar koma oftast þegar ég er á leiðinni heim úr vinnunni eða þegar ég er ekki í vinnunni. Dagskráin liggur því fyrir í grófum dráttum á morgnana þegar ég er búinn að sofa á hlutunum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Nei hættu nú alveg…! Ég er orðinn 47 ára og löngu hættur að trúa á jólasveininn. Það er oftast seint og eftir miðnætti. Ég fæ líklega kartöflu í skóinn á morgun, er það ekki?“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01 Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans. 2. desember 2023 10:01 Fannst liggja beint við að verða forseti Íslands Ragnhildur Ágústsdóttir, einn stofnenda og eigenda Lava Show er oftar en ekki kölluð LadyLava. Ragnhildur ólst upp í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur og fannst því liggja beinast við að verða forseti þegar hún yrði stór. Eða jafnvel álfkona. 25. nóvember 2023 10:01 Hætti að hlaupa og keypti sér pylsu, kók og súkkulaði Magnús Hafliðason forstjóri Dominos viðurkennir að geta nefnt alla helstu leikendur Love Island og eins að hann sé nokkuð stressaðri en eiginkonan á morgnana yfir því hvort allt náist ekki á tíma. 18. nóvember 2023 10:01 Kryfur málin í gufubaðinu með skemmtilegustu konum bæjarins Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, gerir allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið og byrjar daginn síðan klukkan sjö í Mjölni þar sem hún hittir skemmtilegustu konur bæjarins. 11. nóvember 2023 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Stálust í pakkana og voru flinkar í að pakka þeim inn aftur Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri fjármálafyrirtækja, SFF, er ekki frá því að hún hafi þroskast úr B týpu í meiri A týpu en ef hún lendir í mikilli umferð á leið í vinnu á morgnana, tekur hún skemmtilegt spjall við systur sína eða vinkonu. 9. desember 2023 10:01
Krakkarnir segja hina pabbana miklu betri í eldamennskunni Benedikt Egill Árnason, framkvæmdastjóri og einn eigenda LOGOS, gefur sjálfum sér 8.5 í einkunn í eldamennsku. Svo lengi sem hann sé að fylgja eftir uppskriftum Eldum rétt. Þegar eiginkonan er erlendis, kvarta krakkarnir sáran yfir eldamennskunni hans. 2. desember 2023 10:01
Fannst liggja beint við að verða forseti Íslands Ragnhildur Ágústsdóttir, einn stofnenda og eigenda Lava Show er oftar en ekki kölluð LadyLava. Ragnhildur ólst upp í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur og fannst því liggja beinast við að verða forseti þegar hún yrði stór. Eða jafnvel álfkona. 25. nóvember 2023 10:01
Hætti að hlaupa og keypti sér pylsu, kók og súkkulaði Magnús Hafliðason forstjóri Dominos viðurkennir að geta nefnt alla helstu leikendur Love Island og eins að hann sé nokkuð stressaðri en eiginkonan á morgnana yfir því hvort allt náist ekki á tíma. 18. nóvember 2023 10:01
Kryfur málin í gufubaðinu með skemmtilegustu konum bæjarins Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, gerir allt klárt á kvöldin, bæði vinnudótið og íþróttadótið og byrjar daginn síðan klukkan sjö í Mjölni þar sem hún hittir skemmtilegustu konur bæjarins. 11. nóvember 2023 10:01