Spútnikliðið tapaði en Magdeburg valtaði yfir Ljónin Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 20:09 Ómar Ingi átti góðan leik að venju. Mario Hommes/Getty Images Íslendingaliðið Melsungen tapaði dýrmætum stigum í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið tapaði á útivelli gegn Wetzlar. Magdeburg vann risasigur í Íslendingaslag. Melsungen byrjaði tímabilið í Þýskalandi frábærlega og var á toppi deildarinnar í byrjun móts. Með liðinu leika Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson en Elvar var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla þegar liðið var í heimsókn hjá Wetzlar. Leikurinn var afar jafn og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en einu marki á liðunum nema í stöðunni 2-0 fyrir Wetzlar í upphafi leiks. Heimamenn komust í 21-18 og 23-20 í síðari hálfleiknum en Melsungen tókst að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Timo Kastening jafnaði fyrir Melsungen í 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og þannig var staðan allt þar til á lokasekúndunum. Anadin Suljokovic í marki Wetzlar varði skot Melsungen þegar 13 sekúndur voru eftir og Lenny Rubin skoraði sigurmarkið fyrir heimamenn þegar fjórar sekúndur voru eftir. Lokatölur 28-27 og Melsungen tapar þar með dýrmætum stigum í baráttunni um efstu sætin. Arnar Freyr í leik með Melsungen.Vísir/Getty Í Magdeburg var Íslendingaslagur þegar Rhein-Neckar Löwen var í heimsókn. Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru allir í leikmannahópi Magdeburg sem og Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason hjá Ljónunum. Skemmst er frá því að segja að um ójafnan leik var að ræða. Magdeburg tók frumkvæðið strax í byrjun og leiddi 16-13 í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðu gestirnir aðeins að halda aftur af heimamönnum í byrjun sem síðan stungu af. Þeir juku forskotið smátt og smátt og unnu að lokum 38-24 sigur eftir 7-1 kafla á lokamínútunum. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi fimm. Arnór Snær og Ýmir Örn skoruðu sitt hvort markið fyrir Rhein-Neckar Löwen. Þýski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Melsungen byrjaði tímabilið í Þýskalandi frábærlega og var á toppi deildarinnar í byrjun móts. Með liðinu leika Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson en Elvar var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla þegar liðið var í heimsókn hjá Wetzlar. Leikurinn var afar jafn og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en einu marki á liðunum nema í stöðunni 2-0 fyrir Wetzlar í upphafi leiks. Heimamenn komust í 21-18 og 23-20 í síðari hálfleiknum en Melsungen tókst að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Timo Kastening jafnaði fyrir Melsungen í 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og þannig var staðan allt þar til á lokasekúndunum. Anadin Suljokovic í marki Wetzlar varði skot Melsungen þegar 13 sekúndur voru eftir og Lenny Rubin skoraði sigurmarkið fyrir heimamenn þegar fjórar sekúndur voru eftir. Lokatölur 28-27 og Melsungen tapar þar með dýrmætum stigum í baráttunni um efstu sætin. Arnar Freyr í leik með Melsungen.Vísir/Getty Í Magdeburg var Íslendingaslagur þegar Rhein-Neckar Löwen var í heimsókn. Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru allir í leikmannahópi Magdeburg sem og Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason hjá Ljónunum. Skemmst er frá því að segja að um ójafnan leik var að ræða. Magdeburg tók frumkvæðið strax í byrjun og leiddi 16-13 í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðu gestirnir aðeins að halda aftur af heimamönnum í byrjun sem síðan stungu af. Þeir juku forskotið smátt og smátt og unnu að lokum 38-24 sigur eftir 7-1 kafla á lokamínútunum. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi fimm. Arnór Snær og Ýmir Örn skoruðu sitt hvort markið fyrir Rhein-Neckar Löwen.
Þýski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira