Fyrir leikinn í Munchen í kvöld var Leverkusen á toppnum með 39 stig en Bayern í þriðja sæti með 32 stig líkt og RB Leipzig.
Það var ljóst strax í upphafi í hvað stefndi á Allianz leikvanginum. Harry Kane kom Bayern í 1-0 strax á 2. mínútu eftir sendingu Leroy Sane. Bayern kom síðan boltanum tvisvar í viðbót í fyrri hálfleiknum en í bæði skiptin voru mörkin dæmd af vegna rangstöðu, fyrst mark Kim Min-Jae og svo mark Thomas Muller.
HARRY KANE'S GOAL AFTER A CROSS BY PAVLOVIC!!!
— Bayern & Football (@MunichFanpage) December 17, 2023
pic.twitter.com/GgUkiLWFWs
Kane bætti hins vegar sínu öðru marki við á 55. mínútu, í þetta sinn eftir sendingu frá Kim Min-Jae. Kóreumanninum tókst síðan sjálfur að koma sér á markalistann þegar hann skoraði á 63. mínútu eftir sendingu Aleksandar Pavlovic.
Leikurinn fjaraði hægt og rólega út eftir þetta. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og Bayern fagnaði 3-0 sigri. Liðið er nú fjórum stigum á eftir Leverkusen þegar ein umferð er eftir fyrir vetrarhlé í þýsku deildinni.
14 - Fewest appearances to score 20 goals in German Bundesliga history:
— OptaJoe (@OptaJoe) December 17, 2023
14 Harry Kane
15
16
17
18
19
20
21 Uwe Seeler
22 Erling Haaland
Incredible. pic.twitter.com/k7JuBTAKjI