„Það var helvítis högg að heyra það“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 22:30 Jón Guðni Fjóluson er að snúa aftur í íslenska boltann. vísir/Sigurjón „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Eftir langan feril í atvinnumennsku og átján A-landsleiki hafa síðustu tvö ár verið afar krefjandi fyrir þennan stóra og stæðilega 34 ára miðvörð. Jón Guðni glímdi nefnilega við hnémeiðsli síðustu tvö ár sín hjá Hammarby í Svíþjóð og er enn í endurhæfingu vegna þeirra. En enginn ætti að afskrifa þennan fíleflda varnarmann: „Hef sjálfur engar áhyggjur af þessu“ „Ég á nóg eftir. Auðvitað eru efasemdir eftir svona langan tíma í burtu, sérstaklega á þessum aldri, en mér líður mjög vel í líkamanum og hef sjálfur engar áhyggjur af þessu,“ segir Jón Guðni. En hvernig hafa síðustu tvö ár verið? „Þetta byrjaði á aðgerð [vegna krossbandsslita] sem gekk vel, samkvæmt læknum, en svo kom í ljós sýking í hnénu sem skemmdi svolítið fyrir aðgerðinni. Svo kom í ljós rétt fyrir jól í fyrra að þetta væri ekki að gróa eins og þetta átti að gera, og fékk að vita að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð. Að við þyrftum að byrja allt upp á nýtt. Það var helvítis högg að heyra það,“ viðurkennir Jón Guðni sem horfir nú fram á bjartari tíð. „Eftir seinni aðgerðina er búið að ganga mjög vel. Meðvitað hef ég farið hægar í hlutina og verið aðeins varkárari í endurhæfingunni, og frá því eftir þessa aðgerð hefur ekki verið neitt vesen. Ég er ekki farinn að æfa með liðinu, það er farið að miða við 12 mánuði í endurhæfingu til að hún virki almennilega. Ég er farinn að æfa aðeins sjálfur úti á velli og færist nær því að æfa eitthvað með liðinu. Það er smá eftir en þetta lítur mjög vel út og hefur gengið vel,“ segir Jón Guðni, skiljanlega fullur tilhlökkunar að byrja að spila aftur og það með besta liði landsins. Kári haldið sambandi í langan tíma „Þetta er allt saman mjög spennandi. Ég get ekki líst því hversu skemmtilegt það verður að byrja að spila aftur eftir þessi meiðsli. Það er skemmtilegt bara að rekja boltann úti á velli núna. Að spila leik verður alveg frábært. Mér líður mjög vel með þetta [að vera kominn til Víkings]. Þetta er mjög spennandi, góðir hlutir að gerast hérna og hefur gengið frábærlega, og þeir vilja byggja enn meira ofan á þetta. Það verður gaman að vera partur af því,“ segir Jón Guðni sem lengi hefur verið orðaður við Víkinga. „Þetta var nú klárt fyrir ári síðan samkvæmt einhverjum. En nei, nei, Kári [Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi] er búinn að halda sambandi við mig í dágóðan tíma núna og lýsa yfir áhuga á að fá mig heim, í lengri tíma. Þetta var því á endanum ekki lengi að gerast og búið að vera klárt í svolítinn tíma.“ Klippa: Jón Guðni heim til Íslands
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33