Ríflega 2.200 milljarða hagnaður lífeyrissjóða síðustu fimm árin Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 11:00 Nýlega var þeirri fullyrðingu slengt fram að lífeyrissjóðir landsins hafi tapað um 800 milljörðum króna á árinu 2022. Fullyrðingin virðist hafa eignast sjálfstætt líf og hefur síðustu daga ítrekað verið endurtekin í opinberri umræðu og á samfélagsmiðlum. Vegna þess verður ekki hjá því komist að stíga nú inn í umræðuna og leiðrétta. Einfaldasta leiðin til þess er að fara yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða undanfarin ár. Tap árið 2022 en hagnaður árin á undan Tölur yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða, sem er hagnaður eða tap af fjárfestingarstarfsemi þeirra, eru birtar reglulega á heimasíðu Seðlabanka Íslands og eru þar öllum aðgengilegar. Tölur fyrir árið í ár liggja augljóslega ekki fyrir og því byrjum við á árinu 2022. Það var vissulega erfitt ár og hreint tap lífeyrissjóðanna af fjárfestingum nam þá um 218 milljörðum króna. En það þarf að setja þá tölu í samhengi. Sem er að árið áður nam hagnaður lífeyrissjóða landsins af fjárfestingum heilum 934 milljörðum. Hreinar fjárfestingartekjur lífeyrissjóða landsins á árunum 2018 til 2022 námu 2.247 milljörðum króna. Ávöxtun yfir lengri tíma það sem skiptir máli Í opinberri umræðu um lífeyriskerfið er oft gripið til þess ráðs að taka einstök dæmi um fjárfestingar sem hafa ekki gengið vel eða slæma afkomu á einstöku ári og draga af þeim miklar ályktanir. Þessi dæmi eru síðan notuð sem rök fyrir að lífeyriskerfið tapi stöðugt fjármunum eða að þeir séu illa reknir. Slíkar fullyrðingar standast ekki skoðun. Þegar farið er yfir stöðuna heildstætt kemur nefnilega í ljós að meðalraunávöxtun lífeyrissjóða yfir lengri tíma er góð og raunar umfram 3,5% viðmið síðustu áratugina. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar sem starfa á fjármálamarkaði. Þar verða alltaf sveiflur sem vissulega þýðir að lífeyrissjóðir tapa stundum á fjárfestingum og að sjóðirnir eru reknir í mínus einstök ár. Sem er ekki gott, en samt eðlilegt. Það sem skiptir máli er að mun fleiri fjárfestingar skila hagnaði en þær sem sjóðirnir tapa á. Árin sem sjóðirnir eru reknir með hagnaði eru líka mun fleiri en þau þar sem þeir skila tapi. Vandi lífeyrissjóða er að meiri áhugi virðist vera á fréttum með fyrirsögninni „Lífeyrissjóðir töpuðu rúmlega 200 milljörðum árið 2022“ heldur en „Lífeyrissjóðir ná 3,5% ávöxtun yfir tíu ára tímabil“. Þrátt fyrir að frétt undir seinni fyrirsögninni segi mun meira um stöðu lífeyrissjóða og rekstur þeirra heldur en sú fyrri. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Nýlega var þeirri fullyrðingu slengt fram að lífeyrissjóðir landsins hafi tapað um 800 milljörðum króna á árinu 2022. Fullyrðingin virðist hafa eignast sjálfstætt líf og hefur síðustu daga ítrekað verið endurtekin í opinberri umræðu og á samfélagsmiðlum. Vegna þess verður ekki hjá því komist að stíga nú inn í umræðuna og leiðrétta. Einfaldasta leiðin til þess er að fara yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða undanfarin ár. Tap árið 2022 en hagnaður árin á undan Tölur yfir fjárfestingartekjur lífeyrissjóða, sem er hagnaður eða tap af fjárfestingarstarfsemi þeirra, eru birtar reglulega á heimasíðu Seðlabanka Íslands og eru þar öllum aðgengilegar. Tölur fyrir árið í ár liggja augljóslega ekki fyrir og því byrjum við á árinu 2022. Það var vissulega erfitt ár og hreint tap lífeyrissjóðanna af fjárfestingum nam þá um 218 milljörðum króna. En það þarf að setja þá tölu í samhengi. Sem er að árið áður nam hagnaður lífeyrissjóða landsins af fjárfestingum heilum 934 milljörðum. Hreinar fjárfestingartekjur lífeyrissjóða landsins á árunum 2018 til 2022 námu 2.247 milljörðum króna. Ávöxtun yfir lengri tíma það sem skiptir máli Í opinberri umræðu um lífeyriskerfið er oft gripið til þess ráðs að taka einstök dæmi um fjárfestingar sem hafa ekki gengið vel eða slæma afkomu á einstöku ári og draga af þeim miklar ályktanir. Þessi dæmi eru síðan notuð sem rök fyrir að lífeyriskerfið tapi stöðugt fjármunum eða að þeir séu illa reknir. Slíkar fullyrðingar standast ekki skoðun. Þegar farið er yfir stöðuna heildstætt kemur nefnilega í ljós að meðalraunávöxtun lífeyrissjóða yfir lengri tíma er góð og raunar umfram 3,5% viðmið síðustu áratugina. Lífeyrissjóðir eru langtímafjárfestar sem starfa á fjármálamarkaði. Þar verða alltaf sveiflur sem vissulega þýðir að lífeyrissjóðir tapa stundum á fjárfestingum og að sjóðirnir eru reknir í mínus einstök ár. Sem er ekki gott, en samt eðlilegt. Það sem skiptir máli er að mun fleiri fjárfestingar skila hagnaði en þær sem sjóðirnir tapa á. Árin sem sjóðirnir eru reknir með hagnaði eru líka mun fleiri en þau þar sem þeir skila tapi. Vandi lífeyrissjóða er að meiri áhugi virðist vera á fréttum með fyrirsögninni „Lífeyrissjóðir töpuðu rúmlega 200 milljörðum árið 2022“ heldur en „Lífeyrissjóðir ná 3,5% ávöxtun yfir tíu ára tímabil“. Þrátt fyrir að frétt undir seinni fyrirsögninni segi mun meira um stöðu lífeyrissjóða og rekstur þeirra heldur en sú fyrri. Höfundur er forstöðumaður samskipta hjá Gildi-lífeyrissjóði.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun