Danska liðið dróst á móti Evrópu- og Englandsmeisturum Manchester City og fær því eins erfitt verkefni og þau gerast.
Leikur FCK og Manchester City á Parken í Kaupmannahöfn fer fram 13. febrúar og þá verður einnig spilaður leikur RB Leipzig og Real Madrid.
Hér fyrir neðan má sjá leikdagana í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þar má einnig sjá hvaða félög eru að spila á sömu kvöldum.
Real Madrid er að spila á sömu kvöldum og Manchester City og þá er Arsenal að spila á sömu kvöldum og Barcelona.
- Leikdagar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar:
- Þriðjudagurinn 13. febrúar
- FC Kaupmannahöfn (Danmörk) – Manchester City (England)
- RB Leipzig (Þýskaland) – Real Madrid (Spánn)
- Seinni leikirnir: 6. mars
- Miðvikudagurinn 14. febrúar
- Lazio (Ítalía) – Bayern München Þýskaland)
- Paris Saint-Germain (Frakkland) – Real Sociedad ((Spánn)
- Seinni leikirnir: 5. mars
- Þriðjudagurinn 20. febrúar
- Inter (Ítalia) – Atlético Madrid (Spánn)
- PSV Eindhoven (Holland) – Borussia Dortmund (Þýskaland)
- Seinni leikirnir: 13. mars
- Miðvikudagurinn 21. febrúar
- Napoli (Ítalia) – Barcelona (Spánn)
- Porto (Portúgal) – Arsenal (England)
- Seinni leikirnir: 12. mars