Hann hlýtur að vera á útleið Jón Ingi Hákonarson skrifar 20. desember 2023 10:30 Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu. En það er grímulaus vinavæðing og firring þegar ráðherra hagar sér með þessum hætti þó svo að þetta hafi verið nokkuð algengt í gegnum tíðina. Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þann 2 mars 2020 skrifaði þáverandi utanríkisráherra góða grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundaði ansi góðar breytingar á lögum um utanríkisþjónustuna. Þar nefnir hann m.a. Að sett verði þak á fjölda sendiherra Að komið verði á auglýsingaskyldu og sérstakar hæfniskröfur lögfestar Að takmörk verð sett á sérstakar sendiherraskipanir Að sveigjanleiki utanríkisþjónustunnar verði aukinn og tækifærum fyrir yngra fólk yrði fjölgað Það er ljóst að þessar mjög svo góðu breytingar voru bara orðin tóm, sem er svo sem engin nýlunda þegar kemur að þessari ríkisstjórn. Eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar var og er að efla og auka traust almennings á stjórnmálum. Það gerist ekki með innihaldslausum frösum. Það gerist með breyttu og bættu vinnulagi. Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu. En það er grímulaus vinavæðing og firring þegar ráðherra hagar sér með þessum hætti þó svo að þetta hafi verið nokkuð algengt í gegnum tíðina. Það er firring þegar ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða halla ár eftir ár að stjórnviskan sé ekki meiri en sú að bæta í sendiherraflota landsins, floti sem telur töluvert fleiri en sendiráðin sem við starfrækjum. Ef það er einhvers staðar fita í stjórnkerfinu sem skera má burt, þá er það þarna. Fyrrum fjármálaráðherra ætti að hafa ágætan skilning á slíkum aðhaldsaðgerðum. Enda hefur sá hinn sami bæði beðið og krafist þess af landsmönnum að taka á sig afleiðingar máttlausra aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Þann 2 mars 2020 skrifaði þáverandi utanríkisráherra góða grein í Morgunblaðið þar sem hann tíundaði ansi góðar breytingar á lögum um utanríkisþjónustuna. Þar nefnir hann m.a. Að sett verði þak á fjölda sendiherra Að komið verði á auglýsingaskyldu og sérstakar hæfniskröfur lögfestar Að takmörk verð sett á sérstakar sendiherraskipanir Að sveigjanleiki utanríkisþjónustunnar verði aukinn og tækifærum fyrir yngra fólk yrði fjölgað Það er ljóst að þessar mjög svo góðu breytingar voru bara orðin tóm, sem er svo sem engin nýlunda þegar kemur að þessari ríkisstjórn. Eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar var og er að efla og auka traust almennings á stjórnmálum. Það gerist ekki með innihaldslausum frösum. Það gerist með breyttu og bættu vinnulagi. Gamla frændhyglin er enn alsráðandi og er ekki á útleið. En kannski er utanríkisráðherra á útleið og heldur í þá gömlu hefð að skipa vini sína sendiherra korteri fyrir afsögn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar