Ríkið greiði borginni rúmlega 3,3 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:14 Borgin krafði ríkið um 5,4 milljarða fyrir fjórum árum. Héraðsdómur hefur nú dæmt ríkið til að greiða borginni 3,37 milljarða. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur verið dæmt til að greiða Reykjavíkurborg tæplega 3,4 milljarða króna vegna ógreiddra framlaga þess fyrrnefnda úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum. Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur um þetta féll í dag en borgin stefndi ríkinu í lok árs 2020 og krafðist 5,4 milljarða króna. Það er upphæð sem borgin hefði fengið úthlutað úr sjóðinum ef ekki hefði komið til reglugerðarákvæða sem útilokuðu borgina frá því að fá úthlutanir úr sjóðinum. Hlutverk jöfnunarsjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með fjárframlögum. Höfnuðu kröfum borgarinnar alfarið Þann 20. desember 2019 sendu fulltrúar borgarinnar kröfubréf á ríkið, þar sem vísað var til niðurstöðu Hæstaréttar í máli Grímsnes- og Grafningshrepps vegna framlaga úr sjóðnum. Fallist var á kröfu sveitarfélagsins, en Hæstiréttur vísaði til þess að ekki væri heimilt að fella niður tekjustofna sveitarfélaga í heild eða að hluta nema með lögum. Því fæliu reglugerðarákvæði þar sem sveitarfélög væru útilokuð frá framlögum úr sjóðnum í sér of víðtækt framsal lagasetningarvalds. Í bréfinu krafðist borgin fyrrnefndra 5,4 milljarða króna vegna reksturs grunnskóla og framlaga til nýbúafræðslu fyrir árin 2015 til 2018, auk þess sem þess var krafist að borgin nyti framvegis framlaga úr Jöfnunarsjóði, þar með talið fyrir árið 2019 sem þá var að líða undir lok. Fjármála- og efnahagsráðuneytið vísaði málinu til meðferðar ríkislögmanns, sem hafnaði öllum kröfum borgarinnar alfarið. Borgin ítrekaði þá kröfu sína og vísaði til þess að mál yrði höfðað ef greiðsluskylda ríkisins gagnvart borginni yrði ekki viðurkennd. Stjórnvöld hafi mátt vita betur Héraðsdómari taldi að endingu að ákvæði reglugerðar sem útilokuðu framlög úr Jöfnunarsjóð til borgarinnar vera ólögmæt, þar sem þau gengju gegn lagaáskilnaðarreglu stjórnarskrárinnar. Stjórnvöldum hafi mátt vera ljóst að lagaheimild til að setja slík ákvæði hafi brostið. Því hafi borgin átt rétt á framlögum úr sjóðinum svo framarlega sem jákvæður mismunur væri á heildarútgjaldaþörf annars vegar og þeim hluta útsvarstekna hins vegar sem runnu til borgarinnar vegna reksturs grunnskóla. Það sama ætti við um framlög til nýbúafræðslu. Því væri skilyrðum skaðabótareglna uppfyllt og ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,37 milljarða króna með vöxtum og dráttarvöxtum.
Dómsmál Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Grunnskólar Skóla - og menntamál Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira