Krefjast þess að Edda Björk verði dæmd í sautján mánaða fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 06:44 Edda Björk situr nú í gæsluvarðahaldi í Noregi. Vísir/Magnús Hlynur Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Edda Björk Arnardóttir verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi. Þeir segja málið hafa verið föður barnanna afar þungbært. Frá þessu greinir Morgunblaðið en blaðamaður þess var viðstaddur meðferð málsins í Noregi. Haft er eftir saksóknaranum Lise Dalhaug að Edda Björk hefði dregið upp „glansmynd“ af lífi drengjanna á Íslandi sem stæðist ekki. Nám þeirra sæktist ekki jafn vel og hún vildi meina og þá töluðu drengirnir bjagaða íslensku. Edda hefði sagt börnum sínum hvað þeim bæri að segja og hvernig þeim bæri að svara spurningum. „Ef ræða á við börn um mál sem þetta þurfa þau að upplifa öryggi. Auðvitað segjast þau heldur vilja búa á Íslandi en í Noregi og að allt sé gott þrátt fyrir að lögreglu og barnaverndaryfirvöldum sé vel kunnugt um að það er ekki rétt,“ sagði Dalhaug fyrir dómi samkvæmt Morgunblaðinu. Lögmaður barnsföður Eddu sagði hana hafa sýnt yfirvöldum fullkomna óvirðingu og að þar sem drengjunum hefði verið komið fyrir á óþekktum stað á Íslandi væri ómögulegt að vita um líðan þeirra og ástand. Faðir drengjanna hefði þjáðst af svefntruflunum, martröðum og sjálfsvígshugsunum og verið í veikindaleyfi frá vinnu um langa hríð. Þá væri vitað að áhrif mála á borð við þetta á sálarlíf barna væru skelfileg og í mörgum tilvikum óafturkræf. „Ég hvet alla á Íslandi, sem vitneskju kunna að hafa um íverustað drengjanna, til að tilkynna lögreglu, eða Leifi Runólfssyni lögmanni, um þá vitneskju eða grunsemdir, nú er mikilvægast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í samfélagið á ný,“ sagði lögmaður föðurins við blaðamann Morgunblaðsins. Verjandi Eddu sagði hana játa sök að hluta en að framganga hennar hefði byggt á áhyggjum hennar af velferð barna sinna. Neitaði hún því að sú mynd sem ákæruvaldið hefði dregið upp endurspeglaði líðan og stöðu drengjanna á Íslandi. Þeir þrifust vel, ættu vini og leggðu stund á knattspyrnu. Árs fangelsi væri hámarksrefsing í málinu. „Dómar í svipuðum málum hafa hér takmarkaða þýðingu þar sem ástæður og kringumstæður eru alltaf ólíkar frá máli til máls. Við höfum nú krafist þess að hún [Edda] verði látin laus svo hún geti farið heim og sinnt börnunum sínum. Við sjáum svo hvað setur þegar dómur fellur í málinu,“ sagði verjandi Eddu. Noregur Mál Eddu Bjarkar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið en blaðamaður þess var viðstaddur meðferð málsins í Noregi. Haft er eftir saksóknaranum Lise Dalhaug að Edda Björk hefði dregið upp „glansmynd“ af lífi drengjanna á Íslandi sem stæðist ekki. Nám þeirra sæktist ekki jafn vel og hún vildi meina og þá töluðu drengirnir bjagaða íslensku. Edda hefði sagt börnum sínum hvað þeim bæri að segja og hvernig þeim bæri að svara spurningum. „Ef ræða á við börn um mál sem þetta þurfa þau að upplifa öryggi. Auðvitað segjast þau heldur vilja búa á Íslandi en í Noregi og að allt sé gott þrátt fyrir að lögreglu og barnaverndaryfirvöldum sé vel kunnugt um að það er ekki rétt,“ sagði Dalhaug fyrir dómi samkvæmt Morgunblaðinu. Lögmaður barnsföður Eddu sagði hana hafa sýnt yfirvöldum fullkomna óvirðingu og að þar sem drengjunum hefði verið komið fyrir á óþekktum stað á Íslandi væri ómögulegt að vita um líðan þeirra og ástand. Faðir drengjanna hefði þjáðst af svefntruflunum, martröðum og sjálfsvígshugsunum og verið í veikindaleyfi frá vinnu um langa hríð. Þá væri vitað að áhrif mála á borð við þetta á sálarlíf barna væru skelfileg og í mörgum tilvikum óafturkræf. „Ég hvet alla á Íslandi, sem vitneskju kunna að hafa um íverustað drengjanna, til að tilkynna lögreglu, eða Leifi Runólfssyni lögmanni, um þá vitneskju eða grunsemdir, nú er mikilvægast af öllu að hægt verði að hefjast handa sem fyrst við að koma þeim inn í samfélagið á ný,“ sagði lögmaður föðurins við blaðamann Morgunblaðsins. Verjandi Eddu sagði hana játa sök að hluta en að framganga hennar hefði byggt á áhyggjum hennar af velferð barna sinna. Neitaði hún því að sú mynd sem ákæruvaldið hefði dregið upp endurspeglaði líðan og stöðu drengjanna á Íslandi. Þeir þrifust vel, ættu vini og leggðu stund á knattspyrnu. Árs fangelsi væri hámarksrefsing í málinu. „Dómar í svipuðum málum hafa hér takmarkaða þýðingu þar sem ástæður og kringumstæður eru alltaf ólíkar frá máli til máls. Við höfum nú krafist þess að hún [Edda] verði látin laus svo hún geti farið heim og sinnt börnunum sínum. Við sjáum svo hvað setur þegar dómur fellur í málinu,“ sagði verjandi Eddu.
Noregur Mál Eddu Bjarkar Börn og uppeldi Íslendingar erlendis Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira