Staðan á byggingarmarkaði versnar og gjaldþrotum fjölgar mikið Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 07:33 Fram kemur í nýrri skýrslu HMS að sölutími lítilla íbúða hafi styst samfellt frá í apríl. Meira selst af minni eignum. Vísir/Vilhelm Staða á byggingarmarkaði hefur versnar mikið sem lýsir sér í að minna er flutt inn af byggingarhráefnum, skuldsetning byggingarverktaka hefur aukist og gjaldþrotum í byggingariðnaði hefur fjölgað mikið. Sölutími lítilla íbúða hefur styst samfellt frá í apríl, en merki eru um að jafnvægi sé að nást á fasteignamarkaði. Þetta er meðal þess sem segir í desemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir þróunina á fasteignamarkaði. Fram kemur að í október hafi gjaldþrotin verið 34 talsins og það sem af er ári hafi 240 fyrirtæki orðið gjaldþrota í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Í fyrra voru gjaldþrotin hins vegar 86 talsins. Þá segir að nýskráningar standi í stað milli ára en um fimmtíu fyrirtæki hafi að meðaltali verið nýskráð á mánuði í byggingariðnaði það sem af sé ári. Aukin velta Fram kemur að á föstu verðlagi sé velta á markaði meiri nú en fyrir ári og annan mánuðinn í röð séu kaupsamningar fleiri en á árinu 2022. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1 prósent á milli mánaða í nóvember, en síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,5 prósent. Sé litið til síðastliðinna tólf mánaða hefur vísitalan hækkað um 3,4 prósent. „Söluverð á fermetra á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var 801 þús. kr. í október. Á höfuðborgarsvæðinu hefur munur milli fermetraverðs nýrra íbúða og annarra íbúða aukist undanfarin þrjú ár á sama tíma og meðalstærð nýrra íbúða hefur minnkað. Svipaða sögu er að segja af þróun fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þróun á meðalstærð nýbyggðra íbúða kann að útskýra að einhverju leyti hvers vegna fermetraverð þeirra hefur hækkað eins og raun ber vitni. Fermetraverð íbúða er mismunandi eftir stærð og er að meðaltali hærra á minni íbúðum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur meðalstærð nýrra íbúða farið úr því að vera rúmlega 100 fm. árin 2019 - 2022 í um 90 fm. á þessu ári,“ segir í skýrslunni. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Vísir/Vilhelm Sölutími lítilla íbúða styttist Sölutími lítilla íbúða (0 til 2 herbergi) er nú 35 dagar og hefur styst samfellt frá apríl á þessu ári. „Sögulega hefur sölutími slíkra íbúða ekki mælst styttri ef frá eru taldir tveir mánuðir á síðasta ári (apríl og október). Meira flökt er á sölutíma þriggja herbergja íbúða. Sölutími íbúða með fleiri en fjórum herbergjum er 55 dagar og hefur styst frá miðju ári og er sölutími þeirra nú álíka og var fyrir vaxtalækkunarferli Seðlabankans 2020. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur meðalsölutími styst skarpt úr 63 dögum í sumar og er nú 44 dagar. Annars staðar á landinu er meðalsölutíminn 52 dagar og nálægt sögulegu lágmarki sem er 45 dagar. Gera verður þann fyrirvara að meðalsölutími nær eingöngu til þeirra íbúða sem hafa selst en íbúðir sem hafa verið lengi á sölu án þess að seljast hafa ekki áhrif á mælikvarðann.“ Meira selst af minni eignum Um 3.700 íbúðir eru nú til sölu og heldur þeim áfram að fjölga og þar af eru rúmlega 2.300 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar rýnt er í kaupsamninga eftir tegund húsnæðis sést að meira selst af minni eignum á höfuðborgarsvæðinu og er fjöldi kaupsamninga í fjölbýli á svipuðu róli nú og var á árunum fyrir Covid. Skipting kaupsamninga eftir fjölbýli og sérbýli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sambærileg við það sem var fyrir Covid. Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn. Fleiri íbúðir hafa verið teknar úr sölu síðustu þrjá mánuði en síðasta ár þar á undan. Samtals voru 623 fasteignir teknar úr sölu af vefnum fasteignir.is á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sem er lítils háttar fjölgun frá því sem var í október þegar 617 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa,“ segir í skýrslu HMS. Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Húsnæðismál Gjaldþrot Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem segir í desemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þar sem farið er yfir þróunina á fasteignamarkaði. Fram kemur að í október hafi gjaldþrotin verið 34 talsins og það sem af er ári hafi 240 fyrirtæki orðið gjaldþrota í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Í fyrra voru gjaldþrotin hins vegar 86 talsins. Þá segir að nýskráningar standi í stað milli ára en um fimmtíu fyrirtæki hafi að meðaltali verið nýskráð á mánuði í byggingariðnaði það sem af sé ári. Aukin velta Fram kemur að á föstu verðlagi sé velta á markaði meiri nú en fyrir ári og annan mánuðinn í röð séu kaupsamningar fleiri en á árinu 2022. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1 prósent á milli mánaða í nóvember, en síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,5 prósent. Sé litið til síðastliðinna tólf mánaða hefur vísitalan hækkað um 3,4 prósent. „Söluverð á fermetra á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var 801 þús. kr. í október. Á höfuðborgarsvæðinu hefur munur milli fermetraverðs nýrra íbúða og annarra íbúða aukist undanfarin þrjú ár á sama tíma og meðalstærð nýrra íbúða hefur minnkað. Svipaða sögu er að segja af þróun fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þróun á meðalstærð nýbyggðra íbúða kann að útskýra að einhverju leyti hvers vegna fermetraverð þeirra hefur hækkað eins og raun ber vitni. Fermetraverð íbúða er mismunandi eftir stærð og er að meðaltali hærra á minni íbúðum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur meðalstærð nýrra íbúða farið úr því að vera rúmlega 100 fm. árin 2019 - 2022 í um 90 fm. á þessu ári,“ segir í skýrslunni. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Vísir/Vilhelm Sölutími lítilla íbúða styttist Sölutími lítilla íbúða (0 til 2 herbergi) er nú 35 dagar og hefur styst samfellt frá apríl á þessu ári. „Sögulega hefur sölutími slíkra íbúða ekki mælst styttri ef frá eru taldir tveir mánuðir á síðasta ári (apríl og október). Meira flökt er á sölutíma þriggja herbergja íbúða. Sölutími íbúða með fleiri en fjórum herbergjum er 55 dagar og hefur styst frá miðju ári og er sölutími þeirra nú álíka og var fyrir vaxtalækkunarferli Seðlabankans 2020. Meðalsölutími íbúða er 47 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er orðinn styttri nú en hann var fyrir heimsfaraldur. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hefur meðalsölutími styst skarpt úr 63 dögum í sumar og er nú 44 dagar. Annars staðar á landinu er meðalsölutíminn 52 dagar og nálægt sögulegu lágmarki sem er 45 dagar. Gera verður þann fyrirvara að meðalsölutími nær eingöngu til þeirra íbúða sem hafa selst en íbúðir sem hafa verið lengi á sölu án þess að seljast hafa ekki áhrif á mælikvarðann.“ Meira selst af minni eignum Um 3.700 íbúðir eru nú til sölu og heldur þeim áfram að fjölga og þar af eru rúmlega 2.300 þeirra á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar rýnt er í kaupsamninga eftir tegund húsnæðis sést að meira selst af minni eignum á höfuðborgarsvæðinu og er fjöldi kaupsamninga í fjölbýli á svipuðu róli nú og var á árunum fyrir Covid. Skipting kaupsamninga eftir fjölbýli og sérbýli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sambærileg við það sem var fyrir Covid. Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn. Fleiri íbúðir hafa verið teknar úr sölu síðustu þrjá mánuði en síðasta ár þar á undan. Samtals voru 623 fasteignir teknar úr sölu af vefnum fasteignir.is á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sem er lítils háttar fjölgun frá því sem var í október þegar 617 fasteignir voru teknar úr sölu. Tölur um fjölda íbúða sem teknar eru úr birtingu af auglýsingasíðum fasteigna fylgjast gjarnan að við fjölda kaupsamninga næstu mánuði þar á eftir vegna þess tíma sem tekur að ganga frá kaupsamningi og þinglýsa,“ segir í skýrslu HMS.
Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Húsnæðismál Gjaldþrot Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira