Ver jólunum í faðmi kærastans Boði Logason skrifar 21. desember 2023 14:28 Páll Óskar er ástfanginn upp fyrir haus og ætlar að verja jólunum í faðmi kærastans. Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins. Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Páll Óskar var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun þar sem hann fór um víðan völl. Talaði hann meðal annars um jólaundirbúningin og jólahefðirnar. Spurður hvar hann ætli að vera á aðfangadagskvöld segist hann vera yngstur af sjö systkinum og hafi ætíð haft aðgengi að þeirra fjölskyldum. „Ég hef alltaf verið sá eini sem er ógiftur og barnslaus en þessi jól þá verða straumhvörf fyrir mig því nú á ég kærasta. Ég er að fara eyða fyrstu jólunum með einhverjum sem vill halda utan um mig, það verður svolítið spes,“ segir hann. Allt er klappað og klárt og hann meira að segja búinn að kaupa gjöf handa kærastanum. Þeir ætla að vera heima hjá sér með vinum og kunningjum. „Með honum er ég búinn að eignast nýja fjölskyldu,“ sagði hamingjusamur Palli sem hefur upplýst að kærastinn sé hælisleitandi frá Venesúela. Málefni Venesúelafólks hér á landi hafa því verið söngvaranum hugleikin undanfarnar vikur. Þeir ætla báðir að elda á aðfangadagskvöld enda séu þeir báðir hamhleypur til verka, eins og hann orðar það. Það sé engin þriðja vakt á heimilinu. „Ég var að sýna honum ljósmyndir af íslenskum jólamat, þar á meðal hamborgarhrygg með ananas ofan á. Þá bara hváði hann, hvað, gerið þið svona líka? Þá gera þau hamborgarhrygg líka í Venesúela, hann vissi nákvæmlega hvað þetta var. Eina sem kom honum á óvart voru kartöflur með sykri. Þeirra jólanammi er brauð, eiginlega úr smjördeigi, bakað inn í ofni með ólífum og skinku inn í. Þetta er þeirra jólanammi. Þetta verður bara bræðingur.“ Algengt er á þessum árstíma að líta yfir farinn veg og gera upp árið, og gerði Páll Óskar það í þættinum. „Ef ég lít til baka þá held ég að árið 2023 sé besta ár sem ég hef lifað, það er pínu magnað að segja svona. Ég held að ekki margir fái að upplifa þetta, að það gangi bæði vel í einkalífinu og vinnunni. Það er blússandi gangur í vinnunni og gaman að vinna,“ segir hann. Hann opnaði einnig pítsustað í Vesturbænum á árinu, en kærastinn vinnur einmitt þar. Staðurinn gengur vel og er á „blússandi flugi.“ Páll Óskar kynntist kærastanum í byrjun síðasta árs, nánar tiltekið 27. janúar. Hann segist alls ekki hafa átt von á því að ástin myndi banka að dyrum. „Ég hef upplifað alls konar flugeldasýningar í lífinu, upplifað mörg augnablik sem ekki margir fá að upplifa, en að allt sé svona fallegt og gott á báðum pólum, einkalífinu og vinnu, það er svolítið spes. Ég er búinn að njóta hvers einasta dags, hver einasti dagur er búinn að vera eins og lítið ævintýri. Ég er líka búinn að læra það að ég er svakalega góður lover, það skilar sér í vinnunni,“ segir hann kíminn. Von er á nýju lagi frá Páli Óskari í janúar, búið er að taka upp tónlistarmyndband og bíður hann nú eftir lokaútgáfu lagsins.
Tónlist Ástin og lífið Hælisleitendur Venesúela Jól Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira