Mátti svipta bræðurna að Brimnesi öllum nautgripum Árni Sæberg skrifar 21. desember 2023 13:11 Þessi mynd er frá árinu 2017, þegar bræðurnir voru einnig sviptir nautgripum. Vísir/Sveinn Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum tveggja bænda, sem Matvælastofnun svipti vörslum allra 137 nautgripa þeirra árin 2021 og 2022. Þetta segir í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að þeir Arnar og Kjartan Gústafssynir, sem hafa um áratugaskeið, haldið bú að Brimnesi í Dalvíkurbyggð, hafi höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar skaðabótaskylda þess vegna fjárhagstjóns þeirra af ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu allra nautgripa stefnenda á búi þeirra 9. september 2021 og 28. janúar 2022 og af framkvæmd vörslusviptingarinnar og vegna missis þess hagnaðar sem þeir hefðu notið ef ekki hefði komið til þeirrar vörslusviptingar. Þá hafi þeir einnig krafist miskabóta úr hendi ríkissins vegna aðgerða Matvælastofnunar. Ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir eru sviptir búfénaði Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af bræðrunum í Brimnesi vegna aðbúnað dýra á bænum. Árið 2017 lagði MAST til að mynda hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bræðurnir sögðu þá að þeir væru ósáttir við aðferðir MAST og að stofnunin hafi gengið of langt. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Arnar Gústafsson á sínum tíma. Lengi verið undir smásjá Í tilkynningu á vef MAST segir að málið nú hafi átt sér langan aðdraganda og stofnunin hefði árum saman sett út á meðferð gripanna, aðbúnað þeirra, byggingar og búnað og ekki síst skort á eigin eftirliti bændanna og stöðugt krafist úrbóta. Búið að Brimnesi.Vísir/Sveinn Stofnunin hefði loks komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á getu, hæfni og ábyrgð bændanna til að tryggja velferð dýranna. Bændurnir hafi kært hina fyrirhuguðu vörslusviptingu til matvælaráðuneytis sem hafi staðfest hana nokkrum dögum áður áður en hún var framkvæmd. Tókst ekki að sanna tjón sitt Þá segir að öllum kröfum bændanna hafi verið hafnað og í dóminum segi að þeim hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir fullyrðingum sínum um ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna Matvælastofnunar sem hafi valdið þeim tjóni og bakað þar með íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Hafi bændurnir orðið fyrir slíku tjóni verði að telja orsök þess vera þá að þeir sinntu ekki lögmætum úrbótakröfum sem leiddi til þess að þeir voru sviptir vörslum dýranna. Á slíku tjóni geti ekki aðrir en þeir sjálfir borið ábyrgð. Ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á 137 nautgripum og framkvæmd hennar hafi verið í fullu samræmi við lög um velferð dýra, stjórnsýslulög og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar. Dalvíkurbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dómsmál Tengdar fréttir Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19 Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þetta segir í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í gær. Þar segir að þeir Arnar og Kjartan Gústafssynir, sem hafa um áratugaskeið, haldið bú að Brimnesi í Dalvíkurbyggð, hafi höfðað mál á hendur ríkinu til viðurkenningar skaðabótaskylda þess vegna fjárhagstjóns þeirra af ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu allra nautgripa stefnenda á búi þeirra 9. september 2021 og 28. janúar 2022 og af framkvæmd vörslusviptingarinnar og vegna missis þess hagnaðar sem þeir hefðu notið ef ekki hefði komið til þeirrar vörslusviptingar. Þá hafi þeir einnig krafist miskabóta úr hendi ríkissins vegna aðgerða Matvælastofnunar. Ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir eru sviptir búfénaði Matvælastofnun hefur áður haft afskipti af bræðrunum í Brimnesi vegna aðbúnað dýra á bænum. Árið 2017 lagði MAST til að mynda hald á 215 nautgripi, 45 þurfti að slátra en annað búfé var tekið í vörslu MAST að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Bræðurnir sögðu þá að þeir væru ósáttir við aðferðir MAST og að stofnunin hafi gengið of langt. „Það hefði ekki þurft að fara í þessar íþyngjandi aðgerðir,“ sagði Arnar Gústafsson á sínum tíma. Lengi verið undir smásjá Í tilkynningu á vef MAST segir að málið nú hafi átt sér langan aðdraganda og stofnunin hefði árum saman sett út á meðferð gripanna, aðbúnað þeirra, byggingar og búnað og ekki síst skort á eigin eftirliti bændanna og stöðugt krafist úrbóta. Búið að Brimnesi.Vísir/Sveinn Stofnunin hefði loks komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á getu, hæfni og ábyrgð bændanna til að tryggja velferð dýranna. Bændurnir hafi kært hina fyrirhuguðu vörslusviptingu til matvælaráðuneytis sem hafi staðfest hana nokkrum dögum áður áður en hún var framkvæmd. Tókst ekki að sanna tjón sitt Þá segir að öllum kröfum bændanna hafi verið hafnað og í dóminum segi að þeim hafi ekki tekist að færa sönnur fyrir fullyrðingum sínum um ólögmæta og saknæma háttsemi starfsmanna Matvælastofnunar sem hafi valdið þeim tjóni og bakað þar með íslenska ríkinu skaðabótaskyldu. Hafi bændurnir orðið fyrir slíku tjóni verði að telja orsök þess vera þá að þeir sinntu ekki lögmætum úrbótakröfum sem leiddi til þess að þeir voru sviptir vörslum dýranna. Á slíku tjóni geti ekki aðrir en þeir sjálfir borið ábyrgð. Ákvörðun Matvælastofnunar um vörslusviptingu á 137 nautgripum og framkvæmd hennar hafi verið í fullu samræmi við lög um velferð dýra, stjórnsýslulög og óskráðar reglur stjórnsýsluréttar.
Dalvíkurbyggð Landbúnaður Matvælaframleiðsla Dómsmál Tengdar fréttir Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19 Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lambalát greinst á Brimnesi í Dalvíkurbyggð Matvælastofnun segir að ekki hafi enn tekist að tegundagreina bakteríuna, en unnið er áfram að því. 10. apríl 2015 16:19
Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30