Þrír fjórðu þjóðarinnar vill útiloka Ísrael frá Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 15:03 Netta er ein skærasta tónlistarstjarna Ísraels eftir sigur í EUrovision árið 2018 í Amsterdam. Getty/Romy Arroyo Fernandez Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Þetta er niðurstaða könnunar Prósents. Spurningarnar í könnuninni voru tvær. 1. Hversu sammála eða ósammála ertu því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision í ár? Í ljós kom að 76 prósent landsmanna eru mjög eða frekar sammála því að úitloka eigi Ísrael frá þátttöku í ár á meðan fjórtán prósent eru mjög eða frekar ósammála. Einn af hverjum tíu hafa ekki skoðun á málinu. Marktækur munur er á viðhorfi eftir kynjunum. Tveir af hverjum þremur körlum eru mjög eða frekar sammála, eða 66 prósent. Hlutfallið er umtalsvert hærra hjá konum eða 87 prósent. Viðhorf þjóðarinnar er einnig breytilegt eftir aldri. Yngra fólk er að jafnaði meira sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision. Af þeim sem eru 18-24 ára eru 85 prósent mjög eða frekar sammála, samanborið við 68 prósent þeirra á aldrinum 65 ára eða eldri. Einungis sjö prósent fólks á aldrinum 18-24 ára er mjög eða frekar ósammála samanborið við 19 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Enginn munur er á afstöðu eftir því hvort fólki búi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. 2. Hversu sammála eða ósammála ertu því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael verður ekki útilokað frá þátttöku? Meirihluti þjóðarinnar eða 60% er mjög eða frekar sammála því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael er ekki meinað þátttöku. Þá eru 13% hvorki sammála né ósammála og 28% mjög eða frekar ósammála. Þegar þessar spurningar eru krosskeyrðar sést að 79 prósent þeirra sem eru sammála því að Íslandi eigi að dragi sig úr Eurovision ef Ísrael tekur þátt eru einnig sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku. Eurovision Skoðanakannanir Tengdar fréttir Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01 „Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
Spurningarnar í könnuninni voru tvær. 1. Hversu sammála eða ósammála ertu því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision í ár? Í ljós kom að 76 prósent landsmanna eru mjög eða frekar sammála því að úitloka eigi Ísrael frá þátttöku í ár á meðan fjórtán prósent eru mjög eða frekar ósammála. Einn af hverjum tíu hafa ekki skoðun á málinu. Marktækur munur er á viðhorfi eftir kynjunum. Tveir af hverjum þremur körlum eru mjög eða frekar sammála, eða 66 prósent. Hlutfallið er umtalsvert hærra hjá konum eða 87 prósent. Viðhorf þjóðarinnar er einnig breytilegt eftir aldri. Yngra fólk er að jafnaði meira sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku í Eurovision. Af þeim sem eru 18-24 ára eru 85 prósent mjög eða frekar sammála, samanborið við 68 prósent þeirra á aldrinum 65 ára eða eldri. Einungis sjö prósent fólks á aldrinum 18-24 ára er mjög eða frekar ósammála samanborið við 19 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri. Enginn munur er á afstöðu eftir því hvort fólki búi á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. 2. Hversu sammála eða ósammála ertu því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael verður ekki útilokað frá þátttöku? Meirihluti þjóðarinnar eða 60% er mjög eða frekar sammála því að Ísland eigi að draga sig úr Eurovision í ár ef Ísrael er ekki meinað þátttöku. Þá eru 13% hvorki sammála né ósammála og 28% mjög eða frekar ósammála. Þegar þessar spurningar eru krosskeyrðar sést að 79 prósent þeirra sem eru sammála því að Íslandi eigi að dragi sig úr Eurovision ef Ísrael tekur þátt eru einnig sammála því að útiloka eigi Ísrael frá þátttöku.
Eurovision Skoðanakannanir Tengdar fréttir Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01 „Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21 Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
Af vindvélum og þjóðarmorði Íslendingar eru örsmá þjóð, staðsett á eyju fjarri meginlandi Evrópu. Við erum fámenn þjóð forréttinda í alþjóðlegu samhengi, sem hefur lítil formleg áhrif á Evrópuvettvangi. 20. desember 2023 16:01
„Það er ákveðinn tvískinnungur í afstöðu allra“ Nokkur fjöldi fólks kom saman við Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision vegna þátttöku Ísraels. Útvarpsstjóri segir ekki hlutverk RÚV að taka pólitíska afstöðu. 18. desember 2023 19:21
Mótmæla aðgerðaleysi RÚV og vilja að Ísland taki fyrsta skrefið Mótmælt verður fyrir utan Ríkisútvarpið í Efstaleiti síðdegis vegna þátttöku Ísrael í Eurovision. Hátt í tíu þúsund hafa skrifað undir kröfu um að RÚV dragi Ísland úr keppni. Einn skipuleggjenda segir hræsni að Ísrael fái að taka þátt. 18. desember 2023 12:00