Hefðbundið helgihald þrátt fyrir snjóflóðahættuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 17:25 Ívar segir snjóflóðahættuna lítil áhrif hafa haft á helgihaldið. Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman. Í sjónvarpsfréttum okkar í gær var rætt við björgunarsveitarmann á Flateyri sem kippti sér lítið upp við að halda jólin innilokaður á Flateyri. Veðrinu slotaði síðdegis í gær. „Hér var bara allt með ró og spekt. Það var komið blíðuveður um fjögurleytið í gær. Bara blankalogn og snjókoma,“ segir Ívar Kristjánsson, varaformaður Sæbjargar á Flateyri. Ákveðið var í morgun að viðhalda óvissustigi vegna snjóflóða á Vestfjörðum í morgun vegna óvissu í veðurkortunum, en óvissustig var afnumið á Norðurlandi. Síðdegis í dag var ákveðið að gera slíkt hið sama á Vestfjörðum, þegar veðurspár tóku á sig skýrari mynd. „Ég ákvað bara að vakna í morgun og sjá hvernig veðrið væri og það var bara blíða. Nú er bara verið að gera skautasvellið klárt, þannig að fólk komist á skauta.“ Snjóþyngslin í gær öftruðu ekki jólahaldinu hjá Ívari, frekar en öðrum í bænum. „Fólkið hér á Flateyri hafði ekki áhyggjur held ég, allavega ekki neinn sem ég hef frétt af. Það var bara voða rólegt og ánægt að halda jólin,“ segir Ívar. Flestir vegir á Vestfjörðum voru lokaðir eða ófærir í gær. Talsvert greiðfærara er orðið um svæðið en þó eru einhverjir vegir enn ófærir. Á þeim vegum sem nú eru opnir er víða talsverð hálka. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum á landinu öllu. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Jól Tengdar fréttir Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. 24. desember 2023 16:04 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum okkar í gær var rætt við björgunarsveitarmann á Flateyri sem kippti sér lítið upp við að halda jólin innilokaður á Flateyri. Veðrinu slotaði síðdegis í gær. „Hér var bara allt með ró og spekt. Það var komið blíðuveður um fjögurleytið í gær. Bara blankalogn og snjókoma,“ segir Ívar Kristjánsson, varaformaður Sæbjargar á Flateyri. Ákveðið var í morgun að viðhalda óvissustigi vegna snjóflóða á Vestfjörðum í morgun vegna óvissu í veðurkortunum, en óvissustig var afnumið á Norðurlandi. Síðdegis í dag var ákveðið að gera slíkt hið sama á Vestfjörðum, þegar veðurspár tóku á sig skýrari mynd. „Ég ákvað bara að vakna í morgun og sjá hvernig veðrið væri og það var bara blíða. Nú er bara verið að gera skautasvellið klárt, þannig að fólk komist á skauta.“ Snjóþyngslin í gær öftruðu ekki jólahaldinu hjá Ívari, frekar en öðrum í bænum. „Fólkið hér á Flateyri hafði ekki áhyggjur held ég, allavega ekki neinn sem ég hef frétt af. Það var bara voða rólegt og ánægt að halda jólin,“ segir Ívar. Flestir vegir á Vestfjörðum voru lokaðir eða ófærir í gær. Talsvert greiðfærara er orðið um svæðið en þó eru einhverjir vegir enn ófærir. Á þeim vegum sem nú eru opnir er víða talsverð hálka. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum á landinu öllu.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Jól Tengdar fréttir Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. 24. desember 2023 16:04 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. 24. desember 2023 16:04