Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 18:11 Helga Arnardóttir segir mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. Vísir/Samsett Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Guðmunda Tyrfingsdóttir er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi og í desember í fyrra fór hún úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Þá svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, gat fengist til að sinna búfénaðinum í fjarveru hennar. Hallgerður Kolbrún fjallaði ítarlegar um málið á Vísi. Matvælaráðuneytið úrskurðaði fyrr í mánuðinum að MAST hafi ekki verið heimilt að slátra dýrunum. Í úrskurðinum kemur fram að engin staðfesting hafi verið í gögnum MAST að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna vanrækingar eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi þá verið í lagi þegar ákvörðun var tekin um að slátra þeim. „Dýravinur og fyrirmyndarbóndi frá því hún man eftir sér sem þurfti að enda sinn búskap á þennan sorglega hátt,“ skrifar Helga í færslunni. Helga segir að Guðmunda hafi í rauninni misst mannréttindi sín við það að fara úr axlarlið. Hún segir að þó hún fái dýrin aldrei aftur sé mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. „Ég var svo heppin að hitta Guðmundu skömmu fyrir jól árið 2011 þegar hún var tæplega áttræð. Ég varði næstum heilum degi með henni ásamt tökumanni Stöðvar 2: Friðriki Þór Halldórsson og viðtalið við Guðmundu var eitt það eftirminnilegasta á mínum fjölmiðlaferli. Fyrir utan þá staðreynd að Guðmunda sjálf er ógleymanleg persóna,“ bætir Helga við. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ásahreppur Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Guðmunda Tyrfingsdóttir er bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi og í desember í fyrra fór hún úr axlarlið og var flutt á sjúkrahús. Þá svipti Matvælastofnun hana vörslu allra gripa sinna þar sem enginn, að mati MAST, gat fengist til að sinna búfénaðinum í fjarveru hennar. Hallgerður Kolbrún fjallaði ítarlegar um málið á Vísi. Matvælaráðuneytið úrskurðaði fyrr í mánuðinum að MAST hafi ekki verið heimilt að slátra dýrunum. Í úrskurðinum kemur fram að engin staðfesting hafi verið í gögnum MAST að dýrin hafi orðið fyrir varanlegum skaða vegna vanrækingar eða slæms aðbúnaðar. Ástand dýranna hafi þá verið í lagi þegar ákvörðun var tekin um að slátra þeim. „Dýravinur og fyrirmyndarbóndi frá því hún man eftir sér sem þurfti að enda sinn búskap á þennan sorglega hátt,“ skrifar Helga í færslunni. Helga segir að Guðmunda hafi í rauninni misst mannréttindi sín við það að fara úr axlarlið. Hún segir að þó hún fái dýrin aldrei aftur sé mikilvægt að viðurkennt verði að brotið hafi verið á Guðmundu. „Ég var svo heppin að hitta Guðmundu skömmu fyrir jól árið 2011 þegar hún var tæplega áttræð. Ég varði næstum heilum degi með henni ásamt tökumanni Stöðvar 2: Friðriki Þór Halldórsson og viðtalið við Guðmundu var eitt það eftirminnilegasta á mínum fjölmiðlaferli. Fyrir utan þá staðreynd að Guðmunda sjálf er ógleymanleg persóna,“ bætir Helga við.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ásahreppur Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira