Að minnsta kosti 706 létust í 650 fjöldaskotárásum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. janúar 2024 10:32 Að minnsta kosti 706 létust í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum árið 2023. Getty/Boston Globe/Erin Clark Alls létust 706 í fjöldaskotárásum í Bandaríkjunum í fyrra. Árásirnar voru 650 talsins og hafa aðeins einu sinni verið fleiri; voru 689 árið 2021. Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Um er að ræða tölur frá Gun Violence Archive, sem skilgreina fjöldaskotárás sem árás þar sem að minnsta kosti fjórir særast eða láta lífið. Alríkislögreglan skilgreinir fjöldaskotárás sem atvik þar sem einn eða fleiri myrða eða freista þess að myrða aðra. Þá er fjöldaskotárás skilgreind í lögum sem atburður þar sem þrír eða fleiri eru drepnir. Samkvæmt Guardian tóku ný skotvopnalög gildi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í gær, sem ætlað er að stemma stigu við fjöldaskotárásum. Í Kaliforníu er nú til að mynda bannað að fela á sér skotvopn á 26 ólíkum stöðum, meðal annars í á leikvöllum, í almenningsgörðum, kirkjum og bönkum. Í Illinois hefur sala fjölda gerða af hálfsjálfvirkum skotvopnum verið bönnuð, meðal annars sala riffl af gerðinni AK-47 og AR-15. Þá verður tekið upp tíu daga biðtími í Washington; það er að segja að tíu dagar þurfa að líða frá því að bakgrunnsathugun er gerð á væntanlegum kaupanda og þar til hann fær skotvopnið afhent. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að menn kaupi byssu og fremji ódæði í tilfinningalegu uppnámi eða hita augnabliksins. Umræddum lögum hefur verið harðlega mótmælt af þeim sem styðja frjálsa og almenna skotvopnaeign og hafa þau staðist atlögur fyrir dómstólum. Samkvæmt Gun Violence Archive létust 18.800 af völdum skotsára af höndum annarra í Bandaríkjunum árið 2023, 36.200 særðust og þá notuðu 24.100 einstaklingar skotvopn til að svipta sig lífi. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira