SKEL byggir upp stöðu í Samkaupum í aðdraganda skráningar á markað
![Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL, segir að áform Samkaupa, sem reka meðal annars verslanir undir merkjum Nettó, um að skrá félagið í Kauphöllina geri það að áhugaverðum fjárfestingarkosti.](https://www.visir.is/i/761DF63C064CBFA31CEEAF54DB0015BB11B9BAA9F4CB812742BC17F1DD28513E_713x0.jpg)
Fjárfestingafélagið SKEL, sem á Orkuna og Heimkaup, hefur gengið frá kaupum á um fimm prósenta eignarhlut í smásölufyrirtækinu Samkaupum. Forstjóri SKEL segir yfirlýst áform Samkaupa um að fara með félagið á markað gera það að áhugaverðum fjárfestingarkosti.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/2C5E842E0C4C713AA30442AC916370880176DE63E1638CE432B1CBEA03BA3360_308x200.jpg)
SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu
Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu.
![](https://www.visir.is/i/8A5E8A45C790E02430EF8DC8F55B58474F6A088EEA60D156B60458B332A601AD_308x200.jpg)
Verslunarrekstur Orkunnar seldur til Heimkaupa og Gréta María ráðin forstjóri
Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures í eitt og hálft ár, mun taka við sem forstjóri Heimkaupa, samkvæmt heimildum Innherja. Hennar verkefni verður að byggja upp nýtt afl á smásölumarkaði en rekstur Heimkaupa verður í breyttri mynd þar sem allar einingar sem snúa að verslunarrekstri Orkunnar verða seldar til Heimkaupa.