„Klæðist því sem mér finnst flott án þess að eltast við tískuna“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. janúar 2024 11:31 Birta Ásmundsdóttir er viðmælandi í Tískutali. Aðsend Dansarinn, heklarinn og listakonan Birta Ásmundsdóttir hefur bæði gaman að fjölbreytileika tískunnar og sameiningarkrafti hennar þegar fólk til dæmis klæðir sig eins. Hún elskar að blanda saman stílum og klæðist því sem henni finnst flott án þess að elta tískuna. Birta er viðmælandi í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Birta segir skemmtilegt að sjá hve fjölbreytt tískan getur verið og sömuleiðis einsleit. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún getur verið ótrúlega fjölbreytt en líka mjög einsleit. Það er ekkert sem mér finnst jafn skemmtilegt og að sjá þrjár stelpur labba saman í Kringlunni þar sem þær eru allar í eins Ugg's skóm og sömu peysunum. Það er svo krúttlegt. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Án þess að reyna að hljóma sjálfhverf þá verð ég að segja bara öll föt sem ég hef heklað sjálf á mig. Það jafnast ekkert á við það að klæðast einhverju sem þú bjóst sjálf til í höndunum. Birta í peysu sem hún heklaði.Aðsend Eyðiru miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Sko það fer eftir ýmsu. Það getur tekið mig mjög langan tíma en ef ég veit að ég er að fara eitthvað fínt á næstunni þá byrja ég strax að hugsa um í hverju ég ætla að vera. Það er þá alltaf svona í undirmeðvitundinni á meðan ég held áfram með líf mitt. Svo þegar að dagurinn kemur þá er ég nú þegar búin að búa til outfit í hausnum á mér. En þegar það outfit virkar ekki þá fer ég alveg í rugl. Birta segir að oft myndist hugmyndir af klæðnaði í undirmeðvitundinni hjá sér.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég get verið algjör skvísa en get líka verið algjör gaur. Ég elska að blanda því smá saman, fara í hæla en vera samt í hettupeysu. Birtu finnst gaman að blanda ólíkum eiginleikum saman í tískunni. Hér klæðist hún húfu sem hún heklaði. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, guð. Ég var alltaf að prófa einhver ný lúkk í grunnskóla og menntaskóla og mörg þeirra voru mjög misheppnuð. Ég var samt alltaf í einhverju sem mér fannst flott þó svo að það hafi ekki verið í tísku. Mamma mín leyfði mér ekki að eiga Pink buxurnar sem allir áttu þannig ég þurfti að finna eitthvað annað. Ég held að ég sé enn svoleiðis. Ég klæðist bara því sem mér finnst flott án þess að eltast við tískuna en stundum er það sem mér finnst flott líka í tísku. Birta klæðist því sem henni finnst flott án þess að elta tískubylgjur.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, sérstaklega þegar maður hefur ekki gert það í einhvern tíma. Þá fæ ég svona löngun til að gera mig sæta og fína. En ég nýt þess líka að hoppa bara í víðar gallabuxur og góða víða peysu. Birta segir að stundum kalli það rosalega á sig að klæða sig upp.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Út um allt eiginlega, stundum þegar ég er þreytt á mínum fötum þá kíki ég í fataskápinn hjá kæró, fæ innblástur þaðan og stel nokkrum flíkum. Svo er ég líka mikið í því að fylgjast með fólki sem mér finnst nett á samfélagsmiðlum á borð við Instagram eða Tiktok og sækja innblástur frá þeim. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Þetta mun hljóma eins og algjör klisja en bara virkilega vera í því sem þér finnst flott og líður vel í. Ekki vera í því sem þér finnst ekki flott og þér líður ekki vel í. Það er ekkert verra en að klæðast einhverri flík sem þér líður ekki vel í. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og afhverju? Oh, ég á buxur sem eru með ísbjörnum á. Þær voru það fyrsta sem ég thriftaði, þ.e. keypti á nytjamarkaði, og það tók mig svona hálft ár að mana mig upp í að fara í þeim í skólann. Þær voru eitthvað svo ótrúlega öðruvísi á þeim tíma en mér fannst þær og finnst enn svo flottar. Þegar ég loksins þorði að vera í þeim þá var ég alltaf í þeim og fékk mörg hrós. Ég passa ekki lengur í þær en ég mun eiga þær að eilífu. Ísbjarnabuxurnar eru eftirminnilegar fyrir Birtu.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Þessi flík sem þú keyptir fyrir löngu síðan en hefur aldrei þorað að fara í, farðu í hana. Að púlla eitthvað er bara hugarástand, þú getur púllað hvað sem er. Þú þarft bara að klæðast flíkinni og trúa því að þú sért að púlla hana. Hér er hægt að fylgjast með Birtu á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Birta segir skemmtilegt að sjá hve fjölbreytt tískan getur verið og sömuleiðis einsleit. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún getur verið ótrúlega fjölbreytt en líka mjög einsleit. Það er ekkert sem mér finnst jafn skemmtilegt og að sjá þrjár stelpur labba saman í Kringlunni þar sem þær eru allar í eins Ugg's skóm og sömu peysunum. Það er svo krúttlegt. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Án þess að reyna að hljóma sjálfhverf þá verð ég að segja bara öll föt sem ég hef heklað sjálf á mig. Það jafnast ekkert á við það að klæðast einhverju sem þú bjóst sjálf til í höndunum. Birta í peysu sem hún heklaði.Aðsend Eyðiru miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Sko það fer eftir ýmsu. Það getur tekið mig mjög langan tíma en ef ég veit að ég er að fara eitthvað fínt á næstunni þá byrja ég strax að hugsa um í hverju ég ætla að vera. Það er þá alltaf svona í undirmeðvitundinni á meðan ég held áfram með líf mitt. Svo þegar að dagurinn kemur þá er ég nú þegar búin að búa til outfit í hausnum á mér. En þegar það outfit virkar ekki þá fer ég alveg í rugl. Birta segir að oft myndist hugmyndir af klæðnaði í undirmeðvitundinni hjá sér.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég get verið algjör skvísa en get líka verið algjör gaur. Ég elska að blanda því smá saman, fara í hæla en vera samt í hettupeysu. Birtu finnst gaman að blanda ólíkum eiginleikum saman í tískunni. Hér klæðist hún húfu sem hún heklaði. Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já, guð. Ég var alltaf að prófa einhver ný lúkk í grunnskóla og menntaskóla og mörg þeirra voru mjög misheppnuð. Ég var samt alltaf í einhverju sem mér fannst flott þó svo að það hafi ekki verið í tísku. Mamma mín leyfði mér ekki að eiga Pink buxurnar sem allir áttu þannig ég þurfti að finna eitthvað annað. Ég held að ég sé enn svoleiðis. Ég klæðist bara því sem mér finnst flott án þess að eltast við tískuna en stundum er það sem mér finnst flott líka í tísku. Birta klæðist því sem henni finnst flott án þess að elta tískubylgjur.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já, sérstaklega þegar maður hefur ekki gert það í einhvern tíma. Þá fæ ég svona löngun til að gera mig sæta og fína. En ég nýt þess líka að hoppa bara í víðar gallabuxur og góða víða peysu. Birta segir að stundum kalli það rosalega á sig að klæða sig upp.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Út um allt eiginlega, stundum þegar ég er þreytt á mínum fötum þá kíki ég í fataskápinn hjá kæró, fæ innblástur þaðan og stel nokkrum flíkum. Svo er ég líka mikið í því að fylgjast með fólki sem mér finnst nett á samfélagsmiðlum á borð við Instagram eða Tiktok og sækja innblástur frá þeim. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Þetta mun hljóma eins og algjör klisja en bara virkilega vera í því sem þér finnst flott og líður vel í. Ekki vera í því sem þér finnst ekki flott og þér líður ekki vel í. Það er ekkert verra en að klæðast einhverri flík sem þér líður ekki vel í. View this post on Instagram A post shared by Birta Ásmundsdóttir (@birtaasmunds) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og afhverju? Oh, ég á buxur sem eru með ísbjörnum á. Þær voru það fyrsta sem ég thriftaði, þ.e. keypti á nytjamarkaði, og það tók mig svona hálft ár að mana mig upp í að fara í þeim í skólann. Þær voru eitthvað svo ótrúlega öðruvísi á þeim tíma en mér fannst þær og finnst enn svo flottar. Þegar ég loksins þorði að vera í þeim þá var ég alltaf í þeim og fékk mörg hrós. Ég passa ekki lengur í þær en ég mun eiga þær að eilífu. Ísbjarnabuxurnar eru eftirminnilegar fyrir Birtu.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Þessi flík sem þú keyptir fyrir löngu síðan en hefur aldrei þorað að fara í, farðu í hana. Að púlla eitthvað er bara hugarástand, þú getur púllað hvað sem er. Þú þarft bara að klæðast flíkinni og trúa því að þú sért að púlla hana. Hér er hægt að fylgjast með Birtu á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira