Dómarinn skráði það í skýrslu sína eftir leikinn að Greenwood hafi svívirt hann með enskum blótsyrðum en bæði leikmaðurinn sjálfur og félagið neitar því.
„Hann talar spænskuna ekkert sérstaklega vel. Hann sagði mér að hann hefði verið að segja eitthvað annað við dómarann,“ sagði José Bordalás, þjálfari Getafe. ESPN segir frá.
„Hann var pirraður af því að dómarinn var ekki að dæma þegar brotið var á honum. Hann móðgaði aftur á móti engan. Þetta var bara athugasemd frá honum,“ sagði Bordalás.
Jorge Figueroa Vázquez dómari sagði að Greenwood hafi bent á hausinn á sér og hreytt í hann þessu blótsyrði.
Geatfe lék manni færri frá fertugustu mínútu eftir að framherjinn Juanmi Latasa fékk sitt annað gula spjaldið. Varnarmaðurinn Damián Suárez fékk líka rautt spjald fyrir að segja eitthvað við dómarann en það var stuttu eftir að hann var tekinn af velli.
Mason Greenwood has been sent off with a straight red for saying something to the referee and after Juanmi Latasa s earlier red card, Getafe are down to 9 men.
— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) January 2, 2024
pic.twitter.com/w3yJQG3vf5