Stefnir í besta úrslitaleik sögunnar á HM: „Þeir virðast vera algjörlega taugalausir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2024 19:01 Hallgrímur er einn besti pílukastari landsins í dag. vísir/sigurjón Úrslitin á heimsmeistaramótinu í pílukasti ráðast í kvöld þegar hinn sextán ára Luke Littler og Luke Humphries eigast við. Einn besti pílukastari landsins segir að viðureignin gæti orðið sú besta í sögunni. „Þetta verður eitthvað algjörlega epískt,“ segir Hallgrímur Egilsson sigurvegari í úrvalsdeildinni í pílu hér á landi. Littler hefur slegið eftirminnilega í gegn á HM en þessi sextán ára Englendingur hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og einungis tapað sex settum á því öllu. Humphries hefur eins og aðrir keppendur á HM fallið í skuggann á Littler. Hann hefur farið torfærari leið í úrslitin en spilaði stórvel gegn Scott Williams í undanúrslitunum í gær. Humphries vann leikinn, 6-0, og var með 108 í meðaltal sem er það hæsta sem nokkur keppandi hefur verið með á HM. „Þessir menn eru báðir bara mjög einbeittir á leikina. Humphries byrjaði mótið illa og Luke Littler hefur líka misstígið sig og var til að mynda heppinn að komast áfram í einum leik. En þeir virðast vera algjörlega taugalausir og eins og þeir séu bara að fara í sunnudagsbíltúrinn að fá sér ís í þessum látum og þessum hita sem er þarna.“ Hallgrímur segir að sá sem tapi í kvöld gæti verið með hæsta meðaltal í sögunni hjá þeim sem hafnar í öðru sæti, í úrslitum HM. Hann segir að leikurinn í kvöld gæti orðið besti úrslitaleikurinn í sögu HM. Rætt var við Hallgrím í kvöldfréttum Stöðvar 2 áðan. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður í beinni á Vodafone Sport. Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
„Þetta verður eitthvað algjörlega epískt,“ segir Hallgrímur Egilsson sigurvegari í úrvalsdeildinni í pílu hér á landi. Littler hefur slegið eftirminnilega í gegn á HM en þessi sextán ára Englendingur hefur unnið alla sex leiki sína á mótinu og einungis tapað sex settum á því öllu. Humphries hefur eins og aðrir keppendur á HM fallið í skuggann á Littler. Hann hefur farið torfærari leið í úrslitin en spilaði stórvel gegn Scott Williams í undanúrslitunum í gær. Humphries vann leikinn, 6-0, og var með 108 í meðaltal sem er það hæsta sem nokkur keppandi hefur verið með á HM. „Þessir menn eru báðir bara mjög einbeittir á leikina. Humphries byrjaði mótið illa og Luke Littler hefur líka misstígið sig og var til að mynda heppinn að komast áfram í einum leik. En þeir virðast vera algjörlega taugalausir og eins og þeir séu bara að fara í sunnudagsbíltúrinn að fá sér ís í þessum látum og þessum hita sem er þarna.“ Hallgrímur segir að sá sem tapi í kvöld gæti verið með hæsta meðaltal í sögunni hjá þeim sem hafnar í öðru sæti, í úrslitum HM. Hann segir að leikurinn í kvöld gæti orðið besti úrslitaleikurinn í sögu HM. Rætt var við Hallgrím í kvöldfréttum Stöðvar 2 áðan. Úrslitaleikurinn hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður í beinni á Vodafone Sport.
Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira