Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 66-59 | Keflavík byrjar árið á sigri Andri Már Eggertsson skrifar 3. janúar 2024 21:41 vísir/Hulda Margrét Topplið Keflavíkur hafði betur gegn Haukum í nokkuð jöfnum og spennandi leik 66-59. Þetta var fyrsti leikur liðanna á nýju ári og Keflavík vann sjö stiga sigur. Haukar fóru frábærlega af stað og skoruðu nánast í hverri sókn til að byrja með. Gestirnir gerðu tólf stig á fyrstu tveimur og hálfri mínútunni. Vörn Hauka var í sama takt og sóknin sem gerði Keflavík afar erfitt fyrir. Heimakonur gerðu fjögur stig á þremur og hálfri mínútu öll af vítalínunni. Toppliðið datt síðan í gang eftir því sem leið á fyrsta leikhluta og leikurinn jafnaðist út. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta fjórðung 16-17. Sólrún Gísladóttir gerði fyrstu þrjú stigin fyrir Hauka í öðrum leikhluta en eftir það datt sóknarleikurinn niður. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók leikhlé til að reyna skerpa á sóknarleiknum. Það voru ekki bara Haukar sem voru í vandræðum með að setja stig á töfluna heldur einnig Keflavík. Heimakonur gerðu aðeins fjögur stig á fimm og hálfri mínútu. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Skotnýting Keflavíkur var hreinasta hörmung en liðið var með 22 prósent skotnýtingu í opnum leik. Ekki var skotnýting Hauka mikið skárri en liðið var með 29 prósent skotnýtingu í opnum leik. Þriðji leikhluti virtist ætla að fara eins af stað og fyrsti og annar leikhluti. Það kviknaði síðan langþráður neisti í liði Keflavíkur sem náði að skrúfa upp hraðann og skotin fóru ofan í. Heimakonur gerðu tólf stig á stuttum tíma gegn aðeins tveimur stigum hjá Haukum. Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið sterkari aðilinn í þriðja leikhluta voru Haukar einu stigi yfir 42-43 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Haukar settu tóninn í fjórða leikhluta og gerðu fyrstu fjögur stigin. Haukar fóru síðan að gefa eftir og Keflavík gekk á lagið. Toppliðið náði tíu stiga áhlaupi um miðjan fjórða leikhluta og komst í bílstjórasætið. Undir lokin tókst Haukum að minnka muninn niður í tvö stig en Keflavík svaraði með fimm stigum í röð og kláraði leikinn. Niðurstaðan sjö stiga sigur Keflavíkur 66-59. Af hverju vann Keflavík? Eftir að Haukar komust sex stigum yfir í fjórða leikhluta 44-50 fór allt að ganga upp hjá Keflavík. Heimakonur gerðu tólf stig gegn aðeins tveimur og þá var allur vindur úr Haukum. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen var með tvöfalda tvennu. Hún gerði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Wallen setti einnig afar mikilvægan þrist sem kláraði leikinn endanlega. Birna Benónýsdóttir steig upp í fjórða leikhluta og gerði 9 stig í leikhlutanum. Birna gerði alls 18 stig og tók 7 fráköst. Hvað gekk illa? Leikurinn var langt frá því að vera skemmtilegur. Fyrri hálfleikur var hreinasta hörmung og það er nokkuð augljóst að það megi rekja til þess að liðin hafa ekki spilað mótsleik síðan 12. desember. Ákvörðunin að taka frí síðustu vikuna fyrir jól og spila ekki á milli jóla og nýárs leit afar illa út í þessum leik. Hvað gerist næst? Snæfell og Keflavík mætast næsta þriðjudag klukkan 19:00. Á sama degi mætast Grindavík og Haukar klukkan 19:15. Sverrir: Vorum að hitta illa en settum mikilvæg skot Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigur kvöldsins gegn Haukum 66-59. „Við tókum sprett þegar að leið á leikinn og sóknarleikurinn varð betri hjá okkur og fórum að fá auðveldar körfur. Við vorum ekki að hitta vel en settum mikilvæg skot og varnarlega fannst mér þetta fínt,“ sagði Sverrir Þór og hélt áfram. „Mér fannst við leggja harðar að okkur og héldum þeim fyrir framan okkur í fjórða leikhluta og gerðum betur varnarlega ásamt því að vera með meiri orku í sókninni. Það var búið að vera allt of mikið drippl og hnoð en þegar að boltinn fékk að flæða fengum við auðveldar körfur.“ Keflavík gerði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik og var með 22 prósent skotnýtingu sem breyttist í síðari hálfleik. „Við þurftum að finna svör þegar að við vorum að hlaupa sóknina okkar og við hlupum beint í fangið á þeim og ekkert gerðist. Í síðari hálfleik fórum við að lesa varnarmanninn betur,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar
Topplið Keflavíkur hafði betur gegn Haukum í nokkuð jöfnum og spennandi leik 66-59. Þetta var fyrsti leikur liðanna á nýju ári og Keflavík vann sjö stiga sigur. Haukar fóru frábærlega af stað og skoruðu nánast í hverri sókn til að byrja með. Gestirnir gerðu tólf stig á fyrstu tveimur og hálfri mínútunni. Vörn Hauka var í sama takt og sóknin sem gerði Keflavík afar erfitt fyrir. Heimakonur gerðu fjögur stig á þremur og hálfri mínútu öll af vítalínunni. Toppliðið datt síðan í gang eftir því sem leið á fyrsta leikhluta og leikurinn jafnaðist út. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta fjórðung 16-17. Sólrún Gísladóttir gerði fyrstu þrjú stigin fyrir Hauka í öðrum leikhluta en eftir það datt sóknarleikurinn niður. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók leikhlé til að reyna skerpa á sóknarleiknum. Það voru ekki bara Haukar sem voru í vandræðum með að setja stig á töfluna heldur einnig Keflavík. Heimakonur gerðu aðeins fjögur stig á fimm og hálfri mínútu. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Skotnýting Keflavíkur var hreinasta hörmung en liðið var með 22 prósent skotnýtingu í opnum leik. Ekki var skotnýting Hauka mikið skárri en liðið var með 29 prósent skotnýtingu í opnum leik. Þriðji leikhluti virtist ætla að fara eins af stað og fyrsti og annar leikhluti. Það kviknaði síðan langþráður neisti í liði Keflavíkur sem náði að skrúfa upp hraðann og skotin fóru ofan í. Heimakonur gerðu tólf stig á stuttum tíma gegn aðeins tveimur stigum hjá Haukum. Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið sterkari aðilinn í þriðja leikhluta voru Haukar einu stigi yfir 42-43 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Haukar settu tóninn í fjórða leikhluta og gerðu fyrstu fjögur stigin. Haukar fóru síðan að gefa eftir og Keflavík gekk á lagið. Toppliðið náði tíu stiga áhlaupi um miðjan fjórða leikhluta og komst í bílstjórasætið. Undir lokin tókst Haukum að minnka muninn niður í tvö stig en Keflavík svaraði með fimm stigum í röð og kláraði leikinn. Niðurstaðan sjö stiga sigur Keflavíkur 66-59. Af hverju vann Keflavík? Eftir að Haukar komust sex stigum yfir í fjórða leikhluta 44-50 fór allt að ganga upp hjá Keflavík. Heimakonur gerðu tólf stig gegn aðeins tveimur og þá var allur vindur úr Haukum. Hverjar stóðu upp úr? Daniela Wallen var með tvöfalda tvennu. Hún gerði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Wallen setti einnig afar mikilvægan þrist sem kláraði leikinn endanlega. Birna Benónýsdóttir steig upp í fjórða leikhluta og gerði 9 stig í leikhlutanum. Birna gerði alls 18 stig og tók 7 fráköst. Hvað gekk illa? Leikurinn var langt frá því að vera skemmtilegur. Fyrri hálfleikur var hreinasta hörmung og það er nokkuð augljóst að það megi rekja til þess að liðin hafa ekki spilað mótsleik síðan 12. desember. Ákvörðunin að taka frí síðustu vikuna fyrir jól og spila ekki á milli jóla og nýárs leit afar illa út í þessum leik. Hvað gerist næst? Snæfell og Keflavík mætast næsta þriðjudag klukkan 19:00. Á sama degi mætast Grindavík og Haukar klukkan 19:15. Sverrir: Vorum að hitta illa en settum mikilvæg skot Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigur kvöldsins gegn Haukum 66-59. „Við tókum sprett þegar að leið á leikinn og sóknarleikurinn varð betri hjá okkur og fórum að fá auðveldar körfur. Við vorum ekki að hitta vel en settum mikilvæg skot og varnarlega fannst mér þetta fínt,“ sagði Sverrir Þór og hélt áfram. „Mér fannst við leggja harðar að okkur og héldum þeim fyrir framan okkur í fjórða leikhluta og gerðum betur varnarlega ásamt því að vera með meiri orku í sókninni. Það var búið að vera allt of mikið drippl og hnoð en þegar að boltinn fékk að flæða fengum við auðveldar körfur.“ Keflavík gerði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik og var með 22 prósent skotnýtingu sem breyttist í síðari hálfleik. „Við þurftum að finna svör þegar að við vorum að hlaupa sóknina okkar og við hlupum beint í fangið á þeim og ekkert gerðist. Í síðari hálfleik fórum við að lesa varnarmanninn betur,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu