Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. janúar 2024 19:01 Samninganefndir SA og ASÍ hafa sent skýr skilaboð um mikilvægi þess að fyrirtæki og stjórnvöld haldi aftur að verðhækkunum á nýju ári. Einhverjir virðast hafa kosið að skjóta skollaeyrum við því ákalli. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðisfélags Akraness, Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sitja í samninganefndunum. Vísir/Einar Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. Breiðfylking innan ASÍ með samtals um hundrað og tíu þúsund félagsmenn innanborðs frá yfir 40 félögum hitti samninganefnd SA hjá ríkissáttasemjara á öðrum fundi sínum í morgun. Nefndirnar höfðu sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu milli jóla og nýárs þar sem hið opinbera og atvinnulíf voru beðin um að halda aftur af hækkunum á nýju ári. „Nú er ég búin að vera í þessu yfir 20 ár og ég hef aldrei áður tekið þátt í því að senda sameiginlega yfirlýsingu þar sem verið er að hvetja aðildarfyrirtæki SA til að stilla verðhækkunum í hóf svo við getum náð þessum markmiðum fyrir þjóðarsátt,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrir samningafundinn hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Hækkanir boðaðar hjá hinum opinbera Langflest sveitafrélög hafa þó boðað gjaldskrárhækkanir frá þremur prósentum upp í tíu prósent. Borgarráð sneri frá því að hækka álögur um ca. 5,5 prósent í 3,5 prósent. Nú vona samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið.Vísir/Sara Samninganefndir SA og ASÍ telja hins vegar að víða sé tóninn að breytast. „ Það skiptir miklu máli að sveitarfélögin hafa stigið fram eitt af öðru og sagst ætla að endurskoða gjaldskrárhækkanir,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA. Hún segir að í framtíðinni eigi að stefna að hóflegum hækkunum á ársgrundvelli. „Það þarf að stefna að því að verðlag hækki ekki um meira en 1-3 prósent á ári og laun um 2-4 prósent. Þannig náum við efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigríður. Umtalsverðar verðhækkanir þrátt fyrir skilaboðin Víða hafa þó verið nokkrar gjaldskrárhækkanir frá áramótum, þannig hefur Strætó hækkað fargjöld um ellefu prósent. Sorpa hækkaði að meðaltali gjaldskrá um tólf prósent. Raforka hjá Orku náttúrunnar hækkaði um 8,5 prósent og almenn þjónustugjöld hjá Veitum hafa hækkað um tæp átta prósent. Jólamaturinn hækkaði frá sex til sautján prósentum milli ára. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Samninganefndirnar vilja sjá allt aðrar tölur á þessu ári. „Í lífskjarasamningunum 2019 var þak upp á tvö komma fimm prósent hækkun, við höfum verið að nefna þá tölu,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Ragnar Þór Ingólfsson segir að launaliðurinn sé aðeins lítill hluti samningsins miðað við núverandi forsendur. „Markmiðið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriðið í samanburði við hvað fólk getur fengið út úr svona samningi þar sem líka væri tekið á verðbólgu, velferðarmálum, húsnæðiskerfinu,“ segir Ragnar. Boltinn hjá stjórnvöldum Þau segja að boltinn sé nú hjá hinu opinbera sem þurfi líka að skoða framlög til velferðar-og húsnæðismála. Ríkissáttasemjari hafi umboð til að fá hið opinbera að borðinu. Takist samningar sé horft til langs tíma. Við lögðum til þriggja ára samning, SA fimm ára. Við stefnum því að millileið sem væri fjögurra ára samningur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Næsti samningafundur í kjaraviðræðunum er boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Breiðfylking innan ASÍ með samtals um hundrað og tíu þúsund félagsmenn innanborðs frá yfir 40 félögum hitti samninganefnd SA hjá ríkissáttasemjara á öðrum fundi sínum í morgun. Nefndirnar höfðu sameiginlega sent frá sér yfirlýsingu milli jóla og nýárs þar sem hið opinbera og atvinnulíf voru beðin um að halda aftur af hækkunum á nýju ári. „Nú er ég búin að vera í þessu yfir 20 ár og ég hef aldrei áður tekið þátt í því að senda sameiginlega yfirlýsingu þar sem verið er að hvetja aðildarfyrirtæki SA til að stilla verðhækkunum í hóf svo við getum náð þessum markmiðum fyrir þjóðarsátt,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness fyrir samningafundinn hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Hækkanir boðaðar hjá hinum opinbera Langflest sveitafrélög hafa þó boðað gjaldskrárhækkanir frá þremur prósentum upp í tíu prósent. Borgarráð sneri frá því að hækka álögur um ca. 5,5 prósent í 3,5 prósent. Nú vona samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið.Vísir/Sara Samninganefndir SA og ASÍ telja hins vegar að víða sé tóninn að breytast. „ Það skiptir miklu máli að sveitarfélögin hafa stigið fram eitt af öðru og sagst ætla að endurskoða gjaldskrárhækkanir,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA. Hún segir að í framtíðinni eigi að stefna að hóflegum hækkunum á ársgrundvelli. „Það þarf að stefna að því að verðlag hækki ekki um meira en 1-3 prósent á ári og laun um 2-4 prósent. Þannig náum við efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigríður. Umtalsverðar verðhækkanir þrátt fyrir skilaboðin Víða hafa þó verið nokkrar gjaldskrárhækkanir frá áramótum, þannig hefur Strætó hækkað fargjöld um ellefu prósent. Sorpa hækkaði að meðaltali gjaldskrá um tólf prósent. Raforka hjá Orku náttúrunnar hækkaði um 8,5 prósent og almenn þjónustugjöld hjá Veitum hafa hækkað um tæp átta prósent. Jólamaturinn hækkaði frá sex til sautján prósentum milli ára. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Samninganefndirnar vilja sjá allt aðrar tölur á þessu ári. „Í lífskjarasamningunum 2019 var þak upp á tvö komma fimm prósent hækkun, við höfum verið að nefna þá tölu,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Ragnar Þór Ingólfsson segir að launaliðurinn sé aðeins lítill hluti samningsins miðað við núverandi forsendur. „Markmiðið okkar er stórt og í sjálfu sér er launaliðurinn algjört aukaatriðið í samanburði við hvað fólk getur fengið út úr svona samningi þar sem líka væri tekið á verðbólgu, velferðarmálum, húsnæðiskerfinu,“ segir Ragnar. Boltinn hjá stjórnvöldum Þau segja að boltinn sé nú hjá hinu opinbera sem þurfi líka að skoða framlög til velferðar-og húsnæðismála. Ríkissáttasemjari hafi umboð til að fá hið opinbera að borðinu. Takist samningar sé horft til langs tíma. Við lögðum til þriggja ára samning, SA fimm ára. Við stefnum því að millileið sem væri fjögurra ára samningur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Næsti samningafundur í kjaraviðræðunum er boðaður hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið.
„Það þarf að stefna að því að verðlag hækki ekki um meira en 1-3 prósent á ári og laun um 2-4 prósent. Þannig náum við efnahagslegum stöðugleika,“ segir Sigríður.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira