„Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur“ Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. janúar 2024 22:21 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarfélögin hafa reynt að halda aftur af sér hvað varðar verðhækkanir á þessu ári. Sveitarfélögin vilja taka meira þátt í samtalinu þegar kemur að launahækkunum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um miklar verðhækkanir á landinu frá áramótum. Þar skoraði meðal annars framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á sveitarfélögin sérstaklega að endurskoða þeirra gjaldskrárhækkanir. Hér fyrir neðan má sjá hækkun á gjaldskrám hinna ýmsu sveitarfélaga. Boðaðar verðhækkanir. Borgarráð lækkaði hækkunaráform sín í desember frá 5,5 prósentum í 3,5 prósent. Nú vonar samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Vísir/Sara Þá var rætt við Heiðu Björg í beinni útsendingu en hún segist telja hækkanir sveitarfélaganna ekki svo miklar. „Þetta virðist vera hjá flestum í kringum 7 prósent sem er töluvert lægra en verðbólgan sem er þá í rauninni raunlækkun. En við höfum líka verið alveg skýr með það að komi til þess að það verði samtal um einhverja þjóðarsátt eða leiðir til þess að ná böndum á verðbólgunni, þá erum við alveg tilbúin til þess að skoða það með sveitarfélögunum að vina ofan af því. Þá höfum við sérstaklega nefnt þau gjöld sem tengjast börnum og barnafjölskyldum,“ segir Heiða. Viðtalið við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar 2:23 eru búnar af klippunni. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Hún kallar eftir sæti við borðið. „Til þess að við getum gert það þurfum við að taka meira þátt í samtalinu og vita meira hvaða launahækkanir er verið að fara fram á og hvað útgjöldin okkar muni hækka mikið,“ segir Heiða. Mikið hefur verið rætt um miklar hækkanir hjá bæði Sorpu og Strætó en gjöld þar hækka um ellefu og tólf prósent. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Heiða segir að henni finnist það afleitt að þurfa að hækka gjöldin hjá Strætó svo mikið og að hún væri til í að finna einhverja aðra leið. „En varðandi Sorpu þá eru það einfaldlega lög sem hafa verið sett með aukinni flokkun og aðeins meiri flækjustigi. Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur,“ segir Heiða. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um miklar verðhækkanir á landinu frá áramótum. Þar skoraði meðal annars framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á sveitarfélögin sérstaklega að endurskoða þeirra gjaldskrárhækkanir. Hér fyrir neðan má sjá hækkun á gjaldskrám hinna ýmsu sveitarfélaga. Boðaðar verðhækkanir. Borgarráð lækkaði hækkunaráform sín í desember frá 5,5 prósentum í 3,5 prósent. Nú vonar samninganefndir SA og ASÍ að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Vísir/Sara Þá var rætt við Heiðu Björg í beinni útsendingu en hún segist telja hækkanir sveitarfélaganna ekki svo miklar. „Þetta virðist vera hjá flestum í kringum 7 prósent sem er töluvert lægra en verðbólgan sem er þá í rauninni raunlækkun. En við höfum líka verið alveg skýr með það að komi til þess að það verði samtal um einhverja þjóðarsátt eða leiðir til þess að ná böndum á verðbólgunni, þá erum við alveg tilbúin til þess að skoða það með sveitarfélögunum að vina ofan af því. Þá höfum við sérstaklega nefnt þau gjöld sem tengjast börnum og barnafjölskyldum,“ segir Heiða. Viðtalið við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Það hefst þegar 2:23 eru búnar af klippunni. Klippa: Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð Hún kallar eftir sæti við borðið. „Til þess að við getum gert það þurfum við að taka meira þátt í samtalinu og vita meira hvaða launahækkanir er verið að fara fram á og hvað útgjöldin okkar muni hækka mikið,“ segir Heiða. Mikið hefur verið rætt um miklar hækkanir hjá bæði Sorpu og Strætó en gjöld þar hækka um ellefu og tólf prósent. Víða hafa orðið umtalsverðar verðhækkanir frá áramótum. Þvert ofaní væntingar SA og ASÍ.Vísir/Sara Heiða segir að henni finnist það afleitt að þurfa að hækka gjöldin hjá Strætó svo mikið og að hún væri til í að finna einhverja aðra leið. „En varðandi Sorpu þá eru það einfaldlega lög sem hafa verið sett með aukinni flokkun og aðeins meiri flækjustigi. Við þurfum að vera duglegri að flokka, þá lækkar þetta aftur,“ segir Heiða.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Sveitarstjórnarmál Sorpa Sorphirða Tengdar fréttir Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Víða verðhækkanir þrátt fyrir skýr skilaboð frá SA og ASÍ Bjartsýni ríkir hjá hjá samninganefndum SA og ASÍ um yfirstandandi kjaraviðræður þar sem kallað er eftir þjóðarsátt. Hið opinbera og atvinnulífið þurfi að halda aftur af hækkunum svo það takist. Formaður verkalýðsfélags segir að á 20 ára ferli hafi hann ekki séð annan eins samtakamátt. Víða hafa þó verið miklar verðhækkanir frá áramótum eða eru boðaðar á næstunni. 3. janúar 2024 19:01