Vafasamt lögmæti niðurfellingar persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagsmál Skattar og tollar Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar