„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 4. janúar 2024 12:51 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma og almennrar lyflækningadeildar, segir ástandið á Landspítalanum vera sögulega erfitt. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. Töluvert hefur verið um veikindi meðal landsmanna undanfarið og hefur starfsfólk Landspítalans fundið vel fyrir því. Már Kristjánsson yfirlæknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs segir stöðuna á spítalanum aldrei hafa verið verri en nú. „Eins og kunnugt er þá er mjög mikill faraldur af kvefveirum og öðru slíku, sem út af fyrir sig kannski ekki hættulegt eitt og sér, en þegar þú ert kominn í spítalaumhverfið þá er mikið af fólki sem stendur höllum fæti,“ segir Már. „Enda erum við að sjá gríðarlega aukningu hjá í aðkomutölum í innlögnum. Það hefur alveg keyrt um þverbak undanfarna daga, en hátíðirnar verið mjög erfiðar.“ Vegna þessa hafi verið tekin upp grímuskylda á Landspítalanum og heimsóknir takmarkaðar. „Hér erum við með rétt tæplega þrjú hundruð bráðalegupláss á spítalanum, bæði á lyflækninga- og skurðlækningadeildum. Í gær vorum við með 88 sjúklinga liggjandi á göngum spítalans og þar að auki tæplega fimmtíu á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Már. „Þetta er álag sem við höfum ekki séð áður á spítalanum, svo mér sé kunnugt um.“ Þá séu líka heilmikil veikindi meðal starfsfólks og það hafi líka áhrif á starfsemina. Már segir landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið hafa verið upplýst um stöðuna. Hluti af vandamálinu sé margumtalaður fráflæðisvandi spítalans eða það hversu erfitt sé að útskrifa sjúklinga sem þurfi önnur úrræði líkt og pláss á hjúkrunarheimilum. „Það eru engir galdrar til. Við getum ekki lagað þetta með því að smella fingri. En við þurfum að auðkenna kringumstæðurnar þannig að þeir sem að sjá um stefnumótun og fara með eftirlit í heilbrigðisþjónustu sé ástandið ljóst. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er núna.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Töluvert hefur verið um veikindi meðal landsmanna undanfarið og hefur starfsfólk Landspítalans fundið vel fyrir því. Már Kristjánsson yfirlæknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs segir stöðuna á spítalanum aldrei hafa verið verri en nú. „Eins og kunnugt er þá er mjög mikill faraldur af kvefveirum og öðru slíku, sem út af fyrir sig kannski ekki hættulegt eitt og sér, en þegar þú ert kominn í spítalaumhverfið þá er mikið af fólki sem stendur höllum fæti,“ segir Már. „Enda erum við að sjá gríðarlega aukningu hjá í aðkomutölum í innlögnum. Það hefur alveg keyrt um þverbak undanfarna daga, en hátíðirnar verið mjög erfiðar.“ Vegna þessa hafi verið tekin upp grímuskylda á Landspítalanum og heimsóknir takmarkaðar. „Hér erum við með rétt tæplega þrjú hundruð bráðalegupláss á spítalanum, bæði á lyflækninga- og skurðlækningadeildum. Í gær vorum við með 88 sjúklinga liggjandi á göngum spítalans og þar að auki tæplega fimmtíu á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Már. „Þetta er álag sem við höfum ekki séð áður á spítalanum, svo mér sé kunnugt um.“ Þá séu líka heilmikil veikindi meðal starfsfólks og það hafi líka áhrif á starfsemina. Már segir landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið hafa verið upplýst um stöðuna. Hluti af vandamálinu sé margumtalaður fráflæðisvandi spítalans eða það hversu erfitt sé að útskrifa sjúklinga sem þurfi önnur úrræði líkt og pláss á hjúkrunarheimilum. „Það eru engir galdrar til. Við getum ekki lagað þetta með því að smella fingri. En við þurfum að auðkenna kringumstæðurnar þannig að þeir sem að sjá um stefnumótun og fara með eftirlit í heilbrigðisþjónustu sé ástandið ljóst. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er núna.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira